Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 72
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR40 tonlist@frettabladid.is V in ni ng ar v er ða a fh en di r h já B T S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . SENDU SMS JA CBF Á NÚMERIÐ 1900! ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO. VINNINGAR ERU B ÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR OG M ARGT FLEIRA! Í kjölfar tveggja kvikmyndahátíða sem haldnar hafa verið hér á höfuð- borgarsvæðinu hefur skapast mikil og góð umræða um fjárstyrki stjórn- valda til kvikmyndabransans á Íslandi. Ýmsir aðilar hafa komið að máli og lofað beinum og óbeinum styrkjum til að laða erlenda kvikmyndajöfra hing- að til lands og eins til að styrkja íslenskt kvikmyndagerðarfólk. Umræða þessi er að sjálfsögðu öll góð og blessuð og hljóta allir að fagna henni. Eftir innan við tvær vikur hefst hins vegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves en hún hefur verið einn af helstu burðarásum íslensks tónlistarlífs undanfarin ár. Að svipuð umræða fari af stað og hefur verið í kringum kvik- myndahátíðarnar ætti því að vera afar rökrétt skref. Íslenskt tónlistar- líf hefur gróið vel að undanförnu en betur má ef duga skal. Íslensk stjórnvöld eiga alveg að geta stutt betur við bakið á íslensku tónlistar- fólki og öðrum sem starfa í þeim geira, líkt og á að gera fyrir íslenska kvikmyndageirann. Helsti styrktaraðili íslenskra tónlistarmanna á ekki að vera Icelandair, eins og maður fær oft á tilfinninguna, heldur ríkið og sveitarfélög landsins. Það ætti einnig að vera hagur stjórn- valda að laða hingað erlenda tónlistarmenn til þess að bæði taka upp plötur og halda tónleika. Sveitarfélög gætu til dæmis lækkað álögur fyrir tónleikahaldara, sem myndi auðvelda þeim innflutning á vin- sælum listamönnum. Smábærinn Horsens í Danmörku hefur sem dæmi gert slíkt og í síðasta mánuði spiluðu þar bæði Madonna og Rolling Stones. Styrkir þurfa ekki endilega að hljóða upp á fæði, uppihald, tækja- kaup eða annað slíkt heldur má líka reyna að hanna umhverfi hér- lendis þannig að tónlistarlífið geti blómstrað enn frekar. Hér er ekki verið að halda því fram að stjórnvöld styrki ekki íslenskt tónlistarlíf, þvert á móti. Frekari umræða þarf samt sem áður að skapast og ætti komandi Airwaves-hátíð að vera kjörinn vettvangur til þess. Ósk um umræðu TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson > Plata vikunnar Brain Police - Beyond the Waistland „Fjórða plata Brain Police veldur töluverðum vonbrigðum. Ekkert nýtt er á ferðinni, enginn slagari og sömu gítarlykkjur og áður.“ FB Í SPILARANUM Beck - The Information Jenny Wilson - Love and Youth Dirty Pretty Things - Waterloo to Anywhere Mates of State - Bring it Back Asobi Seksu - Citrus D IR TY P R ET TY T H IN G S M A TES O F STA TE Hljómsveitin Skakkamanage hefur gefið út sína fyrstu plötu. Nefnist hún Lab of Love og kemur út á vegum Smekkleysu. Skakkamanage hefur áður gefið út sjö tommu vínylplötu með tveimur lögum sem kom út fyrir um það bil ári. „Við höfum verið að vinna í þessari plötu alveg síðan þá,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson. „Þessi plata er bæði hress og dramatísk og róleg og allt þar á milli. Þetta er óður til ástarinnar og daglega lífsins,“ segir Svavar. Skakkamanage var stofnuð í ársbyrjun 2004 af Svavari, Berglindi Hässler og Þormóði Dagssyni. „Þegar við fórum að taka upp plötuna ákváðum við að það væri gaman að þétta bandið og feng- um fólk til að spila með okkur,“ segir Svavar. Þeir sem hafa bæst við sveitina, sem nú er orðin sex manna, eru Örvar úr múm, Björn Kristjánsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson úr Flís. Næstu tónleikar Skakkamanage verða í Smekkleysubúðinni klukkan 17 í dag. Á morgun spilar sveitin síðan í Máli og menningu. Útgáfu- tónleikar verða haldnir 14. október. - fb Óður til ástarinnar SKAKKAMANAGE Fyrsta plata sveitarinnar er komin út. Nefnist hún Lab of Love. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON STEVIE WONDER - SONGS IN THE KEY OF LIFE Þetta er plata sem ég ólst upp við. Pabbi var mikill Stevie-aðdá- andi og blastaði hann rosalega. Þessi plata festist mest í mér af plötunum Stevie Wonder. Ég er til dæmis að spila hann í bílnum mínum akkúrat þessa dagana. Það er greini- legt að uppeldið hefur skilað sér. Það er til dæmis Love‘s in the Need of Love Today, fyrsta lagið á plötunni. Og svo As, sem ég uppgötvaði ein- hvern tímann að væri uppáhaldslagið hennar Opruh Winfrey! AÐRAR GÓÐAR: Það eru bara fleiri plöt- ur með Stevie Wonder. Og svo gamla efnið með Tom Waits. JOHN MAYER - CONTINUUM Þetta er amerískur gaur sem er ansi skemmtilegur. Ég veit eiginlega ekki af hverju ég byrjaði að hlusta á hann, því ekki er hann mjög þekktur hér á landi. Tónlist- in sem hann spilar er svona amerískt popprokk, ekki ósvip- að Dave Matthews Band. Ég sá einhvern tímann myndband í sjónvarpinu og svo heyrði ég eitt lag þegar ég var að spila uppi á Skaga og ákvað í kjölfarið að kíkja á hann. En hann er mjög vinsæll úti í Bandaríkjunum. Egill Atla félagi minn komst að því þegar hann var úti í skóla að það þyrftu allir að kann- ast við John Mayer. UPPÁHALDSLÖG: Slow Dancing in a Burning Room og Waiting on the World to Change. AÐRAR GÓÐAR: Pharrell-plat- an, In my Mind. FYRST OG SÍÐAST DANÍEL HJALTASON DANÍEL HJALTASON Fótboltamaðurinn og þjónustu- fulltrúinn býr vel að tónlistarupp- eldi pabba síns. Aðgangur að nýrri tónlist hefur aldrei verið greiðari heldur en nú. Hún flæðir yfir mann á MySpace og tónlistarfjölmiðlar keppast við að hampa nýjum hetjum árið um kring. Framboðið er mikið og þess vegna stundum erfitt að átta sig. Trausti Júlíusson staldraði við þrjár sveitir sem eru ólíkar, en eiga það sam- eiginlegt að standa upp úr fjöldanum. Skráðir tónlistarmenn á MySpace skipta milljónum og stór hluti þeirra eru nýliðar í leit að athygli. Tónlistarbloggsíður og vefmiðlar bjóða gjarnan upp á sýnishorn af nýrri tónlist og það er varla gefið út tónlistarblað lengur nema disk- ur, oft með kynningu á nýjum nöfnum í bransanum, fylgi með. Framboðið er gríðarlegt og engin leið að fylgjast með öllu sem er í gangi. En það er auðvitað ekki ástæða til þess að hætta að reyna. Hér á eftir kemur stutt kynn- ing á þremur hljómsveitum sem hafa vakið athygli að undanförnu. Margar aðrar nýjar sveitir hefðu getað ratað í grein af þessu tagi, en þessar þrjár, Peter, Björn and John, The Pipettes og Band of Horses eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gefið út fínar plötur sem eru fáanlegar í íslenskum plötubúðum. Sænsk eðaltríó Sænsk tónlist hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár. Peter Björn and John er tríó frá Stokkhólmi sem var að senda frá sér sína þriðju plötu, Writer‘s Block, en hún er jafnframt sú fyrsta sem fær dreifingu utan Svíþjóðar. Hljómsveitin var stofnuð af þeim Peter Morén, Björn Yttling og John Eriksson árið 1999. Þeir eiga allir feril að baki með öðrum sveit- um. Björn, sem er aðallagasmið- urinn, er að auki eftirsóttur upp- tökustjóri og meðlimur í djassbandinu Yttling Jazz. Farmiði Peter Björn and John inn í sviðsljósið er smáskífan Young Folks sem er ótrúlega gríp- andi og flottur smellur sem manni finnst að ætti að hljóma látlaust á öllum útvarpsstöðvum. Í því lagi syngur Victoria Bergsman með sveitinni, en hún var áður í hinni efnilegu The Concretes, sem Björn tók m.a. upp. Writer‘s Block er ein af skemmtilegri plötum árs- ins. Fersk, fjölbreytt og mátulega poppuð. Stelpupopp í nýju samhengi Stelpusveitin The Pipettes var stofnuð í Brighton á Englandi fyrir tveimur árum að frumkvæði umbans Monster Bobby. Í sveit- inni eru þrjár söngkonur, Becki, Rose og Gwenno. Hugmyndin með The Pipettes var að taka tónlist stelpusveita sjöunda áratugarins og uppfæra hana og matreiða fyrir 21. öldina. Eftir þrjár smáskífur sem vöktu athygli árið 2005 gerði The Pipettes samning við Memphis Industries, plötufyrirtækið sem sló í gegn með The Go! Team-plöt- unni Thunder, Lightning, Strike fyrir tveimur árum. Fyrsta plata The Pipettes, We are the Pipettes, sem kom út fyrir stuttu er full af grípandi indie-lit- uðu stelpupoppi sem minnir mikið á sveitir eins og The Ronettes, The Shirelles of The Supremes þó að sykurhúðin sé ekki alveg jafn þykk. Til að gera þetta enn meira sannfærandi klæðast stelpurnar gjarnan doppóttum kjólum. Text- arnir eru samt svolítið öðruvísi eins og sést á laganöfnum eins og Your Kisses are Wasted on Me. Ekki nógu frumleg sveit til að komast ofarlega á árslista, en skemmtileg engu að síður. Allt alltaf ... Rúsínan í pylsuendanum er svo Seattle-sveitin Band of Horses. Hún var stofnuð af þeim Ben Brid- well og Matthew Brooke fyrir tveimur árum á rústum hljóm- sveitarinnar Carissa‘s Wierd. Hún vakti athygli á South by Southwest hátíðinni í vor og nú er fyrsta plat- an hennar, Everything All the Time, nýkomin út hjá Sub-Pop útgáfunni. Heilsteypt plata sem er full af flottum lagasmíðum og áhrifamiklum flutningi. Söngur Bens minnir bæði á Wayne Coyne söngara Flaming Lips og Brian Wilson. Everything All the Time hefur fengið frábærar viðtökur gagn- rýnenda. Bæði Pitchforkmedia og Stylus hampa sveitinni mikið og nú er bara að sjá hvort velgengni hennar verður jafn afgerandi og Arcade Fire fyrir tveimur árum og Wolf Parade í fyrra. Upp á yfirborðið BAND OF HORSES Seattle-sveit sem slegið hefur í gegn með fyrstu plötu sinni. THE PIPETTES Skemmtilegt stelpupopp. PETER BJÖRN & JOHN Sænsk eðalsveit sem nú heyrist í fyrsta skipti utan Svíþjóðar. Smellurinn Young Folks er frábært lag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.