Fréttablaðið - 06.10.2006, Side 10

Fréttablaðið - 06.10.2006, Side 10
10 6. október 2006 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinn- ar, segir það óyggjandi staðreynd að ríkisstjórnin hafi á síðasta áratug stundað linnulausan hernað gegn jöfnuði. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ingibjörg Ísland hafa færst úr hópi ríkja þar sem mestur jöfnuður er, yfir í hóp þeirra þar sem minnstur jöfnuður ríkir. Ingibjörg sagði þúsundir fjöl- skyldna með 3-3,5 milljónir í árs- tekjur á sama tíma og hundruð fjöl- skyldna hefðu tugi milljóna í árstekjur. Skattbyrði hópanna væri misjöfn því tekjuhærri hópurinn hefði ríkulegar fjármagnstekjur sem bæru lægri skatt en aðrar tekjur. Ingibjörg sagði stöðugt vaxandi bil milli fátækra og ríkra hafa skað- að samfélagið. „Með auknum ójöfn- uði eykst stéttaskipting í samfélag- inu og þar með togstreita milli þjóðfélagshópa.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði mikla tekjuaukningu hafa orðið í samfélaginu, kaupmáttur hefði aukist um sextíu prósent á tíu árum og allir þjóðfélagshópar notið góðs af. Hann gaf lítið fyrir stað- hæfingar um að stórkostleg gliðnun hefði orðið í tekjudreifingunni, þeir allra tekjuhæstu hefðu þó skotist framúr. „Ég fagna ef fólki gengur vel í viðskiptum og efnast og tel það ánægjulegt fyrir allt þjóðfélagið.“ Bætti hann við að reynt hefði verið að bæta kjör lægstu hópanna, til dæmis með hærri barnabótum og samkomulagi við eldri borgara. Þá verði úrbætur gerðar á vaxta- bótakerfinu. Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp til að greina stöðu og ná utan um þá samfélagshópa sem hugsanlega búa við aðstæður sem hamla þátttöku í samfélaginu. Jafn- framt ætli hann að skoða hvernig hægt verður að bæta stöðu barna- fjölskyldna sem búa við lök kjör. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði þá hafa hagnast mest sem fengið hefðu kvóta og banka á silfurfati frá stjórnvöldum. Hann sagði erfiðara að vera fátækur á Íslandi í dag en fyrir 10-15 árum. Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, sagði Ísland því miður ekki stéttlaust þjóð- félag og sumir ættu vart til hnífs og skeiðar. Kenndi hann skattastefnu ríkisstjórnarinnar um. bjorn@frettabladid.is GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra segir alla hafa notið góðs af tekju- og kaupmáttaraukningu í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Segir ríkisstjórnina hafa verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ójöfnuðurinn hefur skaðað samfélagið Formað ur Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina í linnulausum hernaði gegn jöfnuði. Forsætisráðherra segir alla hafa það betra nú en áður. Félagsmálaráð- herra ætlar að leita leiða til að bæta hag barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. KOSIÐ Í GEORGÍU Öldruð kona greiðir atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Tíblisi, höfuðborg Georgíu, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VARNARMÁL Tvær rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn í íslenska lofthelgi í síðustu viku án þess að flugmálastjórn væri gert viðvart um að flug af þessu tagi ætti sér stað á umsjónarsvæði stofnunarinnar. Hjördís Guð- mundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir venjuna vera þá að látið sé vita af heræf- ingum þannig að þær komi ekki á óvart og því óvenjulegt að flug- málastjórn hafi ekki verið látin vita með fyrirvara. Jörundur Valtýsson, ráðgjafi utanríkisráðherra, segist ekki vita hvernig boðleiðin hefði átt að vera öðruvísi. Hann segir að Rússum beri ekki skylda til að tilkynna svona æfingar og að þeir hafi ekki brotið nein lög með því að fljúga á þeim svæðum sem þeir flugu. Það hafi verið með öðrum hætti sem ráðuneytið hafi fengið spurnir af þeim. Jörundur segir að ráðuneyt- ið hafi látið ratsjárstofnun vita strax og þeim barst tilkynning um æfinguna. Þegar vélarnar síðan nálguðust landið hafi boð borist frá danska lofthernum sem hafði numið vél- arnar og þau boð hafi strax borist til flugumferðarstjórnar. Nokkru síðar hafi Ratsjárstofnun sjálf numið vélarnar og sent skilaboð sömu leið. - þsj Tvær rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn í íslenska lofthelgi í síðustu viku: Þurfa ekki að láta vita af sér UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Samkvæmt talsmanni ráðuneytisins brutu Rússar engin lög með fluginu. RAFORKUVERÐ Raforkuverð á Íslandi er nú orðið hagstæðara, borið saman við önnur lönd Vest- ur Evrópu en var í janúar, þar sem krónan hefur veikst um 16 prósent frá áramótum gagnvart Evrunni. Í nýrri skýrslu Orkustofnunn- ar var raforkuverð til heimila borið saman við verð í nokkrum löndum Vestur- Evrópu í janúar. Þá hafa einnig orðið nokkrar raforkuhækkanir á Norðurlönd- unum sem gerir það að verkum að raforkuverð í þéttbýli á Íslandi er nú með því lægsta sem gerist í samanburðarlöndunum. - ss Raforkuverð á Íslandi: Rafmagnsverð nú hagstæðara HLUTHAFAFUNDUR 16. OKTÓBER 2006 Stjórn Kaupflings banka hf. Hluthafafundur í Kaupflingi banka hf. ver›ur haldinn á Nordica hotel, Su›urlandsbraut 2, Reykjavík, mánudaginn 16. október næstkomandi og hefst klukkan 18.00. Eftirfarandi mál eru á dagskrá fundarins: Tillaga stjórnar Kaupflings banka hf. um ar›grei›slu: „Bankinn grei›ir hluthöfum sínum í ar› 830.691.316 hluti í Exista hf. Hluthafar munu fá 1,25 hluti í Exista fyrir hvern hlut í Kaupflingi banka (1,25:1). 16. október 2006 er ar›leysisdagur (e. ex-date), fla› er sá dagur sem vi›skipti hefjast án réttinda til ar›s. Ar›sréttindadagur (e. record date) á Íslandi er a› morgni 16. október 2006 og í Svífljó› flann 18. október 2006. Ar›grei›slan mun fara fram flann 26. október 2006.“ 1 Önnur mál löglega upp borin.2 Fundarstörf fara fram á ensku. Atkvæ›ase›lar og önnur fundargögn ver›a afhent vi› inn- ganginn vi› upphaf fundarins. KAUPfiING BANKI HF. STJÓRNMÁL Formenn þing- flokka stjórnarandstöðu- flokkanna á Alþingi, Magnús Þór Hafsteins- son Frjálslynda flokkn- um, Ögmundur Jónasson vinstri grænum og Össur Skarphéðinsson Samfylk- ingunni hafa endurflutt tillögu til þingsályktunar um að Ísland verði, með formlegum hætti, tekið af lista þeirra þjóða sem studdu innrás Banda- ríkjamanna og Breta í Írak. Tillagan gerir ráð fyrir að Alþingi feli ríkisstjórninni verkið. Jafnframt er þess krafist að lýst verði yfir að stuðningur við inn- rásina hafi verið misráðinn. Magnús Þór Hafsteins- son, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir algjörlega óásætt- anlegt að Ísland hafi stutt innrásina á sínum tíma, hún hafi verið glæpsam- leg og miklar hörmungar fylgt henni sem séu smán- arblettur á ríkisstórn Íslands og þjóðinni allri. „Svo hefur ekki feng- ist skýring á hvers vegna innrásin var studd,“ segir Magnús Þór. Hann býst ekki við að tillagan verði sam- þykkt en hún sé lögð fram til að ítreka, og halda á lofti, andstöðu stjórnarandstöðunnar við ákvörð- un stjórnvalda. -bþs Segja yfirlýsingu um stuðning við Íraksstríð misráðna: Ísland verði tekið af lista hinna fúsu MAGNÚS ÞÓR HAF- STEINSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.