Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 86

Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 86
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR54 HRÓSIÐ … FRÉTTIR AF FÓLKI 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 George Bush Bandaríkjaforseti. 2 Take That. 3 11-5 fyrir FH. LÁRÉTT 2 þó 6 tveir eins 8 magur 9 traust 11 peninga 12 heiti 14 liðamót 16 tveir eins 17 regla 18 for 20 frá 21 könnun. LÓÐRÉTT 1 fjör 3 rykkorn 4 skordýr 5 viður 7 pirraður 10 erlendis 13 svelgur 15 glufa 16 þunnur vökvi 19 holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2 samt, 6 úú, 8 rýr, 9 trú, 11 fé, 12 titil, 14 liður, 16 ll, 17 agi, 18 aur, 20 af, 21 próf. LÓÐRÉTT: 1 fútt, 3 ar, 4 mýfluga, 5 tré, 7 úrillur, 10 úti, 13 iða, 15 rifa, 16 lap, 19 ró. Eins og greint var frá í Fréttablað- inu fyrir nokkru frestuðust tökur á stórmyndinni A Journey Home vegna handritavandamála en myndin er byggð á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Þær sögur gengu fjöllum hærra að aðalleik- kona myndarinnar, Ósk- arsverðlaunahaf- inn Jennifer Connelly, væri ósátt við hand- ritið en það segir Krist- inn Þórðar- son hjá Saga Film, sem fram- leiðir myndina, vera fjarri sanni. „Því er hins vegar ekki að neita að það þurfti að vinna aðeins í handritinu og laga ákveðna hluti,“ útskýrir Krist- inn. „Connelly setti ekki fram nein- ar athugasemdir en það voru skipt- ar skoðanir á milli leikstjórans Liv Ullmann og framleiðenda myndar- innar. Hins vegar voru allir sammála um að vinna aðeins betur í handritinu og því var ákveðið að vera ekki að ana neinu,“ bætir Kristinn við. Upphaflega skrifaði Ólafur Jóhann handrit að mynd- inni en síðan tók Liv Ullmann við því og er handritið því nokkurs konar samstarfsverkefni þeirra á milli. Samkvæmt upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að tökur hæfust nú í október en þeim hefur verið frestað fram á næsta ár. Ástæðan fyrir þessari miklu töf er ákaflega einföld að sögn Kristins en A Journey Home gerist að sumri til og því var ekki hægt að fara í tökur nú þegar vetur kon- ungur er á næsta leiti. „Við bíðum bara í startholunum og förum aftur af stað í mars eða apríl og byrjum að ráða til okkar leikara í önnur hlutverk,“ segir Kristinn en eins og kunnugt er mun eiginmaður Connelly, breski gæðaleikarinn Paul Bettany, leika á móti spúsu sinni. - fgg Allir í startholunum fyrir Slóð fiðrildanna JENNIFER CONN- ELLY Leikur á móti eiginmanni sínum í kvik- myndinni A Journey Home sem verður að hluta til tekin upp á Íslandi. ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON Skrifaði uppkast að handriti sem leikstjórinn Liv Ullmann tók síðan við. Aðstandendur myndarinnar vildu ekki taka neina áhættu og var mynd- inni frestað um hálft ár. LIV ULLMANN Leikstýrir A Journey Home en Saga Film er einn framleiðenda myndarinnar. Sést hefur til Erps Eyvindarsonar, sem oft er kenndur við Rottweiler hundana, á rölti um götur borgarinnar með chihuahua-hund upp á arminn. Sá orðstír fer af rottweiler-hund- um að þeir séu einna grimmastir hunda og árásargjarnir með eindæmum. Chihuahua- hundarnir hafa hins vegar unnið sér það helst til frægðar að fara vel í kvenmannsveski. Þegar Fréttablaðið spurði Erp út í viðbrigðin sagðist hann bara vera helgarpabbi tíkarinn- ar sem ber nafnið Mía. „Kærastan mín á hana og ég gekk henni bara í föðurstað. Þetta er ekta lítill latínó- hundur frá Mexíkó sem rífur kjaft við allt og alla, líka miklu stærri hunda. Hún er samt allt annað en hugrökk ef eitthvað gerist,“ sagði Erpur, og bætti því við að heimahagar Míu virðist vera henni í fersku minni. „Hún étur bókstaflega allt. Allt sem maður missir á gólfið líka, alveg eins og hún sé ennþá á göt- unni í einhverju ógeðslegu, mexíkósku slömmi,“ sagði Erpur. „Þetta er æðislegur hundur,“ bætti hann við og sagðist hafa fulla trú á því að hún væri jafn skemmtileg sem Rottweiler. Erpur segir Míu hafa marga kosti fram yfir rottweilerhundana. „Það er til dæmis miklu betra að eiga chihuahua þegar maður þarf að þrífa skítinn eftir hann. Það er ekkert smá sem kemur úr rottweilerunum,“ sagði Erpur, en honum finnst einnig þægilegt að ferðast með dýrið. Mía gefur öðrum kjölturökkum ekkert eftir hvað varðar hundatískuna. „Hún á fullt af grimmum göllum og fær mikið gefins,“ sagði Erpur. Þetta er margt mjög fyndið, hún á til dæmis ADIDOG íþróttagalla, sem er ein- hver stæling á adidas-merkinu. Ég hef ekki keypt neitt á hana sjálfur nema mexíkana- hatt sem hún vill ekki vera með.“ Erpur stundar nú nám í Margmiðlunar- skólanum, en hann sagðist vera að skrifa og semja á fullu samhliða náminu. „Ég er alltaf að gera eitthvað, svo kemur bara í ljós í hvaða birtingarformi þetta verður seinna, hvort það verður tónlist eða eitthvað allt annað.“ Hann segist ekki verða var við að honum og Míu sé veitt sérstök eftirtekt á förnum vegi. „Það eru helst stelpur sem eru líka með litla hunda sem stoppa okkur og vilja spjalla. Ég veit samt um nokkra stráka sem eiga chihua- hua,“ sagði Erpur. „Þó það verði að viður- kennast að þeir eru fæstir á sama stað og ég hvað varðar kynhneigð,“ bætti hann við. - sun ERPUR OG MÍA Erpur hefur heitið því að gefa Míu aldrei áfengi, en fyrsta chihuahua-hundinn sem Erpur kynntist fyllti hann þar til hundurinn stóð á haus. FRETTABLAÐIÐ/TEITUR Úr Rottweiler í Chihuahua ...fær Ingunn Snædal fyrir að hafa hlotið ljóðabókarverðlaun Tómasar Guðmundssonar en verðlaunin fékk hún fyrir handritið Guðlausir menn – Hugleiðingar um jökulvatn og ást. Fjölmiðlamaðurinn góðkunni Kristján Þorvaldsson verður bráð- um stoltur faðir á ný eftir 23 ára hlé ef svo má að orði komast. Kristján er sem kunnugt er pabbi leikarans Þorvaldar Davíðs. Barnsmóðirin heitir Árdís Sigurð- ardóttir og á hún von á sér um miðjan nóvember en hún starfar sem blaðafulltrúi hjá breska sendi- ráðinu og er þetta hennar fyrsta barn. Þegar Fréttablaðið hafði uppi á Kristjáni sat hann í makindum á skrifstofu sinni hjá hinu nýja útgáfufélagi Birtingi þar sem hann ritstýrir Mannlífi, tímariti sem Kristján þekkir nokkuð vel enda starfaði hann þar í tvö ár áður en hann skipti yfir á Séð og heyrt. „Mér líst bara vel á þetta,“ svaraði Kristján þegar hann var inntur eftir því hvernig honum litist á að verða pabbi aftur. Mikil frjósemi er hjá starfsmönnum Birtings því ekki er langt síðan yfirritstjórinn Mikael Torfason eignaðist sitt þriðja barn, strákinn Jóel Torfa, með konu sinni Maríu Unu. Kristján sagðist vera ánægður með að vera kominn aftur í hring- iðu fjölmiðlanna en hann hætti sem kunnugt er hjá Séð og heyrt í mars síðastliðnum eftir tíu ára starf og kom það mörgum í opna skjöldu. Fróði gaf þá tím- artið út en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Fróði hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta og nýtt útgáfufélag verið stofnað með Sigurð G. Guðjónsson fremstan í flokki. „Já, það var virki- lega gott að snúa aftur. Ég var kominn að ákveðnum enda- punkti hjá Séð og heyrt, fór í þriggja mánaða leyfi og sneri aftur endur- nærður,“ sagði Kristján. „Þetta er ekki sama fyr- irtækið og ég vann hjá undir það síðasta. Hér eru metnað- arfullir eigendur, breytt vinnubrögð og það er horft til framtíðar.“ freyrgigja@frettabladid.is KRISTJÁN ÞORVALDSSON: STENDUR Á TÍMAMÓTUM Verður faðir á ný PABBI Á NÝ Kristján Þorvaldsson á von á nýjum erfingja um miðjan nóvember. ÁRDÍS SIGURÐARDÓTTIR Starfar sem blaðafulltrúi hjá breska sendiráðinu. MIKAEL TORFASON Frjósem- in er allsráðandi hjá hinu nýja útgáfu- félagi Birtingi en Mikael eignaðist sem kunnugt er nýjan erfingja fyrir skömmu. Slúðursíðan Orðið á götunni hefur farið mikinn við að spá fyrir um hverjir ætli að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Á síðunni í gær voru tveir landskunnir menn orðaðir við framboð, þeir eru vissulega þekktir fyrir afskipti sín af stjórnmálum en hafa jafnframt getið sér gott orð fyrir hljómborðsleik. Þetta eru þeir Guðmundur Steingrímsson, hljómborðsleikari Ske, og Jakob Frímann Magnússon sem gegnir sömu stöðu hjá Stuðmönnum. Þeir félagar eiga ýmislegt annað sameiginlegt því þeir eru báðir sagðir ætla bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi, eru báðir búsettir í Reykjavík og hafa báðir sterk tengsl við Hafnarfjörð. Jakob bjó þar um stundarsakir en kærasta Guðmundar, leikkonan Alexía Björg Jóhannes- dóttr, er rótgróinn Hafn- firðingur. Íslenskir íþróttafréttamenn lentu í hremmingum í gær á leið sinni til móts við íslenska knattspyrnulandsliðið í Lettlandi. Hörður Magnússon og kollegar hans nokkrir tóku daginn eldsnemma, vöknuðu um fjögurleytið að morgni og brunuðu út í Leifsstöð. Þegar þar var komið kom hins vegar í ljós bilun í vél Iceland Express sem átti að flytja þá til Kaup- mannahafnar, en þaðan átti að fljúga með SAS til Riga. Hörður og félagar þurftu því að dúsa á Kefla- víkurflugvelli í meira en ellefu tíma í gærdag. -fgg/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Rapparinn Halldór Halldórsson, Dóri DNA, gerði stuttan stans á tímaritaútgáfunni Birtingi í vikunni. Dóri hafði ráðið sig í vinnu sem blaðamaður og var falið að skrifa í vikuritið Séð og heyrt. Hann hóf störf á mánudaginn en síðdegis sama dag sagði hann upp störfum. Mun barnabarn nóbelsskáldsins Halldórs Laxness ekki hafa verið hrifið af því að skrifa fréttir af hjónaskilnuðum og ástamálum fræga fólksins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.