Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 74

Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 74
Tískuheimurinn syrgir nú stílistann og tískuíkonið Isabellu Blow sem lést í maí síðastliðnum. Hún var fædd Isabella Delves Broughton árið 1958 í London og varð seinna meir afar áhrifamikil í tískuheiminum. Ferill hennar sem slíkur hófst þegar hún flutti til Texas og vann fyrir franska tískuhönnuðinn Guy Laroche. Alvaran byrjaði hins vegar ekki fyrr en hún var kynnt fyrir Önnu Wintour, ritstjóra bandaríska Vogue sem réði Isa- bellu sem aðstoðarmann sinn. Hún er þekkt fyrir samstarf sitt við hönnuðinn Philip Treacy en þau kynntust er hún giftist seinni eiginmanni sínum, Detmar Blow, og hannaði Treacy þá hatt- inn sem hún klæddist í brúðkaup- inu. Treacy hefur síðan hannað óteljandi hatta og höfuðföt fyrir Blow sem er í dag þekktust fyrir þessa frábæru hattaáráttu og sér- stakan stíl. Hún sagði oft að hennar uppá- halds æskuminning væri þegar hún mátaði bleikan hatt í eigu móður sinnar og taldi það eiga þátt í að leiða hana að áðurgreindri áráttu. Í seinni tíð aðspurð hvers vegna hún gengi alltaf með hatt sagði hún: „Til þess að halda fólki frá mér. Þegar fólk vill kyssa mig segi ég nei takk. Þess vegna er ég með hattana. Ég vil ekki vera kysst af neinum nema því fólki sem ég elska.“ Isabella ritstýrði breskum tísku- tímaritum eins og Tatler og Sund- ay Times Style Magazine en þrátt fyrir það fann hún sér aldrei stað í tískuheiminum fyrir alvöru. Hún uppgötvaði Alexander McQueen og keypti alla útskriftarlínu hans en var svo miður sín þegar hann tók hana ekki með sér er hann seldi merki sitt til Gucci. Auk þess voru erfiðleikar í hjónabandinu og henni tókst aldrei að eignast barn með eig- inmanni sínum. Þegar hún greindist svo með krabbamein í eggjastokk- um var hún búin að fá nóg. Á árunum 2005-2006 reyndi tískugyðjan tvívegis að fremja sjálfsmorð og endaði það þannig í seinna skiptið að hún brotnaði á báðum fótum þegar hún stökk niður af brú. Þann 6. maí á þessu ári var hún viðstödd veislu þar sem Treacy og maki hans voru meðal gesta. Isabella sagðist ætla að kíkja í búðir en fannst seinna í slæmu ástandi og hafði drukk- ið illgresiseitrið Paraquat. Hún dó tveimur dögum síðar á spítalanum í Glaucestershire. Jarðarförin fór fram þann 15. maí og á kistunni sat einn fallegasti hatturinn sem Treacy hannaði fyrir hana. www.alcoa.is ÍS L E N S K A S IA .I S A L C 3 81 59 0 6. 20 07

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.