Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 74
Tískuheimurinn syrgir nú stílistann og tískuíkonið Isabellu Blow sem lést í maí síðastliðnum. Hún var fædd Isabella Delves Broughton árið 1958 í London og varð seinna meir afar áhrifamikil í tískuheiminum. Ferill hennar sem slíkur hófst þegar hún flutti til Texas og vann fyrir franska tískuhönnuðinn Guy Laroche. Alvaran byrjaði hins vegar ekki fyrr en hún var kynnt fyrir Önnu Wintour, ritstjóra bandaríska Vogue sem réði Isa- bellu sem aðstoðarmann sinn. Hún er þekkt fyrir samstarf sitt við hönnuðinn Philip Treacy en þau kynntust er hún giftist seinni eiginmanni sínum, Detmar Blow, og hannaði Treacy þá hatt- inn sem hún klæddist í brúðkaup- inu. Treacy hefur síðan hannað óteljandi hatta og höfuðföt fyrir Blow sem er í dag þekktust fyrir þessa frábæru hattaáráttu og sér- stakan stíl. Hún sagði oft að hennar uppá- halds æskuminning væri þegar hún mátaði bleikan hatt í eigu móður sinnar og taldi það eiga þátt í að leiða hana að áðurgreindri áráttu. Í seinni tíð aðspurð hvers vegna hún gengi alltaf með hatt sagði hún: „Til þess að halda fólki frá mér. Þegar fólk vill kyssa mig segi ég nei takk. Þess vegna er ég með hattana. Ég vil ekki vera kysst af neinum nema því fólki sem ég elska.“ Isabella ritstýrði breskum tísku- tímaritum eins og Tatler og Sund- ay Times Style Magazine en þrátt fyrir það fann hún sér aldrei stað í tískuheiminum fyrir alvöru. Hún uppgötvaði Alexander McQueen og keypti alla útskriftarlínu hans en var svo miður sín þegar hann tók hana ekki með sér er hann seldi merki sitt til Gucci. Auk þess voru erfiðleikar í hjónabandinu og henni tókst aldrei að eignast barn með eig- inmanni sínum. Þegar hún greindist svo með krabbamein í eggjastokk- um var hún búin að fá nóg. Á árunum 2005-2006 reyndi tískugyðjan tvívegis að fremja sjálfsmorð og endaði það þannig í seinna skiptið að hún brotnaði á báðum fótum þegar hún stökk niður af brú. Þann 6. maí á þessu ári var hún viðstödd veislu þar sem Treacy og maki hans voru meðal gesta. Isabella sagðist ætla að kíkja í búðir en fannst seinna í slæmu ástandi og hafði drukk- ið illgresiseitrið Paraquat. Hún dó tveimur dögum síðar á spítalanum í Glaucestershire. Jarðarförin fór fram þann 15. maí og á kistunni sat einn fallegasti hatturinn sem Treacy hannaði fyrir hana. www.alcoa.is ÍS L E N S K A S IA .I S A L C 3 81 59 0 6. 20 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.