Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 82

Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 82
Norska úrvalsdeildin Norska 1. deildin Sænska 1. deildin Charlton ætlar ekki að gefa sig og segir að kaupverð- ið á Darren Bent sé 17 milljónir punda, ekkert minna en það dugi. West Ham komst að samkomulagi um kaup á Bent sem síðan hafði ekki áhuga á því að fara til félags- ins. Tottenham er talið vera reiðu- búið að borga 13 milljónir fyrir framherjann. Kostar 17 millj- ónir punda Vísir.is hóf í gær und- irskriftasöfnun þar sem íslenska þjóðin getur skorað á Alfreð Gísla- son um að halda áfram með hand- boltalandsliðið. Má í raun segja að um þjóðarátak sé að ræða. Alfreð sagði eftir leik Íslands og Serbíu að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa handboltalandslið- ið áfram en vissi ekki hvort hann hefði hreinlega tíma fyrir starfið en hann þjálfar eitt besta félagslið heims, Gummersbach. Þjálfarinn bað HSÍ um tíma til að skoða sín mál á meðan hann væri í sumarfríi. Þann tíma hefur HSÍ ákveðið að veita honum. Íslenska þjóðin getur farið inn á Vísir.is og sett nafn sitt á undir- skriftalistann og með því lýst yfir stuðningi við Alfreð en margir mega ekki til þess hugsa að lands- liðið mæti í næstu stórkeppnir án Alfreðs sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar frá því hann tók við liðinu. Alfreð Gíslason má ekki hætta Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson hefur samið við spænska handboltaliðið Gran- ollers en hann hefur leikið með Haukum síðustu ár. Árni ákvað að róa á önnur mið eftir síðasta vetur og lengi vel leit út fyrir að hann færi til Dan- merkur eða aftur heim til Akur- eyrar. Þau áform breyttust öll því hann er búinn að semja við spænska liðið. Árni er ekki fyrsti Íslendingur- inn til að spila með þessu liði en Geir Sveinsson var í herbúðum þess á sínum tíma. Farinn til Spánar Alan Shearer, fyrrum fyrirliði og ein helsta goðsögn Newcastle fyrr og síðar, hefur varað Sam Allardyce, nýráðinn stjóra félagsins, við því að semja við Craig Bellamy. Bellamy yfirgaf herbúðir New- castle fyrir tveim árum síðan og var þá búinn að gera allt vitlaust í herbúðum liðsins. Shearer vill ekki sjá hann aftur hjá félaginu. „Er enginn búinn að læra af fyrri reynslu? Ef Benitez hefði hringt í mig á sínum tíma þá hefði ég sagt honum nákvæmlega hvernig Craig er,“ sagði Shearer. „Ég var í fríi í Frakklandi með fjölskyldu og vinum þegar konan mín tók upp dagblað og ég sá orðróminn. Fram að því var þetta góður dagur og ég þurfti klárlega að fá mér nokkra drykki í við- bót eftir þetta áfall. Ég fékk mér nokkra. Vonandi er ekkert satt í þessu máli.“ Vill ekki sjá Bellamy

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.