Fréttablaðið - 05.02.2009, Page 10

Fréttablaðið - 05.02.2009, Page 10
10 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Í fyrsta sinn síðan 1991 – þegar Alþingi hóf að starfa í einni deild – var í gær kosið á milli tveggja manna í embætti forseta þingsins. Fram kom við kynningu á nýrri ríkisstjórn um helgina að Guðbjart- ur Hannesson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, yrði þingforseti. Því voru sjálfstæðismenn andvígir og í Morgunblaðinu í gær sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæð- isflokksins, það aðför að Sturlu Böðvarssyni. Kvað hann gjörning- inn til marks um „takmarkalausa valdagræðgi,“ Samfylkingarinnar. Við upphaf þingfundar harmaði varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, forsetaskiptin. Sturla hefði eflt þingið og aukið vægi þess og virðingu. Minnti hún jafnframt á að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefði oft haft á orði að eðlilegt væri að forseti Alþingis kæmi úr röðum stjórnarandstöðu. Nokkrir þingmenn blönduðu sér í umræðuna, þeirra á meðal Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslyndra, sem var sama sinn- is og Þorgerður. Þingmenn stjórn- arflokkanna vörðu ákvörðunina og sögðu hana eðlilega í ljósi rík- isstjórnarskipta. Fór á endanum svo að Sjálfstæðisflokkurinn bauð Sturlu fram til áframhaldandi setu. Í kosningu hlaut Guðbjartur 35 atkvæði en Sturla 25. Árið 2007 varð sú breyting að þingforseti er kjörinn til setu út kjörtímabilið, að öllu óbreyttu. Áður voru forsetar kjörnir við upphaf hvers þings. Var því kosið á hverju hausti. Ólafur G. Einarsson er sá for- seti sem flest atkvæði hefur hlotið, 60 árið 1997. Halldór Blöndal fékk hins vegar aðeins 31 atkvæði árið 2003. 54 þingmenn greiddu Sturlu atkvæði sitt við þingsetningu 2007. bjorn@frettabladid.is Sjálfstæðismenn vildu halda þingforsetanum Eftir snörp orðaskipti var kosið á milli tveggja í embætti forseta Alþingis í gær. Guðjartur Hannesson hlaut tíu atkvæðum meira en Sturla Böðvarsson. KOSS, FAÐMLAG, HANDABAND OG HANDAPAT Þingmenn heils- uðust með margvíslegum hætti við upphaf þingfundar í gær. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Einar K. Guðfinnsson og Össur Skarp- héðinsson fengu sér í nefið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FORSETASKIPTIN Guðbjartur Hannesson og Sturla Böðvarsson takast í hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FORMENN FASTANEFNDA Samf. á átta formenn en VG fjóra Allsherjarnefnd Árni Páll Árnason S Efn.h.- og skatt. Björgvin G. Sig. S Fél.- og trygg.n Þórunn Sveinbj.d. S Fjárlaganefnd Gunnar Svavarsson S Iðnaðarnefnd Katrín Júlíusdóttir S Menntam.n. Einar Már Sigurðars. S Samg.nefnd Steinunn V. Óskarsd. S Umhverfisn. Helgi Hjörvar S Heilbrigðisn. Þuríður Backman V Sjáv.- og landb. Atli Gíslas. V Viðskiptan. Álfheiður Ingad. V Utanríkism.n. Árni Þór Sigurðsson V FORSÆTISNEFND Forseti Guðbjartur Hannesson S 1. vf. Kjartan Ólafsson D 2. vf. Þuríður Backman V 3. vf. Ragnheiður Ríkharðsdóttir D 4. vf. Einar Már Sigurðarson S 5. vf. Guðfinna Bjarnadóttir D 6. vf. Kristinn H. Gunnarsson F ALÞINGI Við kjör Guðbjarts Hann- essonar Samfylkingunni í emb- ætti forseta Alþingis urðu þau tímamót í þingsögunni að forseti er ekki í Sjálfstæðisflokknum. Frá því að deildir þingsins voru sameinaðar árið 1991 hafa sjálf- stæðismenn farið með forseta- embættið. Salóme Þorkelsdóttir var forseti fyrsta kjörtímabil- ið eftir breytingar og í kjölfarið sigldu Ólafur G. Einarsson, Hall- dór Blöndal, Sólveig Pétursdóttir og Sturla Böðvarsson. Þau fjögur síðastnefndu voru öll ráðherrar áður en þau urðu þingforsetar. - bþs Guðbjartur Hannesson: Fyrstur þingfor- seta utan Sjálf- stæðisflokksins Mán til mið 10–18.30, fi m 10–21, fös 10–19, lau 10–18, sun 13–18 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is FATLAÐIR MÓTMÆLA Hópur fatlaðra lagðist á götu í borginni Karachi í Pak- istan til að leggja áherslu á kröfur sínar um að fá atvinnu hjá hinu opinbera. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Ágúst Ólafur Ágústs- son, varaformaður Samfylking- arinnar, lét í gær af formennsku í viðskipta- nefnd Alþingis við endurkjör í allar fasta- nefndir þings- ins. Álfheiður Ingadóttir, VG, var kjörin for- maður viðskipta- nefndar. „Ég bað um að verða ekki formaður enda er ég á leið út úr stjórnmálunum,“ sagði Ágúst Ólaf- ur í samtali við Fréttablaðið. „Ég vildi að aðrir fengju tækifæri.“ Ágúst Ólafur lætur af þing- mennsku og þátttöku í stjórn- málum í vor og hyggur á nám í útlöndum. - bþs Ágúst Ólafur Ágústsson: Vildi að aðrir fengju tækifæri ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.