Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 25

Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég keypti þetta perluhár- band á útsölu en ég er með æði fyrir ódýru glingri, fylgihlut- um og sokkabuxum. Síðan fékk ég hjartahálsmenið frá móður minni en mér þykir mjög vænt um það,“ segir Ragnhildur Magn- ús dóttir, dagskrárgerðarkona á Bylgjunni. „Ég hef helst safnað fylgihlut- um í gegnum tíðina en auðvelt er að breyta og skreyta með svoleið- is glingri,“ segir Ragnhildur og brosir. „Auk þess hef ég takmark- aðan áhuga á að velta mér upp úr tísku. Ég hef alltaf verið svolítil strákastelpa og hef aldrei nennt að leggja of mikla orku í að leita að fötum,“ segir hún og bætir við að hún kaupi einfaldlega það sem henni þyki fallegt og sem hún hafi efni á hverju sinni. „Ég hef alltaf verið frekar glöt- uð í tískupælingum. Einu sinni keypti ég Vogue-blað en það var bara til að lesa viðtal,“ segir Ragnhildur en viðurkennir að vissulega hafi helstu tískustraum- ar áhrif. „Það þýðir samt ekki að ég sækist eftir því að vita hvað er í tísku heldur næ mér í það sem til er í búðunum hverju sinni.“ Sokkabuxur eru í miklu uppá- haldi hjá Ragnhildi og segist hún safna þeim eins og frímerkjum. „Ég búin að koma mér upp ágæt- is sokkabuxnalager heima. Þessa dagana er maður ekkert að kaupa sér rosa mikið af fötum og þá er ágætt að geta keypt sér eitthvað ódýrara í staðinn eins og sokka- buxur,“ segir hún. Auk þess að vera áhugamann- eskja um sokkabuxur hefur Ragn- hildur mikinn áhuga á kvikmynda- gerð og hefur hún nú þegar gert eina heimildarmynd, From Oak- land to Iceland. Myndin var sýnd í fimm vikur á MTV-vef Skand- inavíu síðasta haust og á RÚV. Einnig hefur Movieola tekið hana til dreifingar í Kanada. „Myndin segir frá ferðalagi íslensks/banda- rísks plötusnúðs á heimaslóðir eftir 25 ára fjarveru og hvernig hann upplifir hip-hop menningu Íslands. Plötusnúðurinn er reynd- ar bróðir minn en við ólumst upp í Bandaríkjunum,“ segir hún. hrefna@frettabladid.is Á safn af sokkabuxum Ragnhildur Magnúsdóttir, dagskrárgerðarkona á Bylgjunni, segist lítið spá í tísku en hefur hins vegar gaman af ýmiss konar glingri. Sokkabuxur eru auk þess í miklu uppáhaldi og á hún þær í massavís. Ragnhildur segir eðlilegt að henni þyki vænt um hjartahálsmenið frá móður sinni þar sem hún sé í raun Kani, en hún bjó í 18 ár í Bandaríkjunum. „Við erum svo væmin!“ segir hún og hlær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun NERVIDIX Segðu BLESS við taugaóróa og stress. Upplifðu innri frið og skýrari fókus – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. Gildir til 15. 2. 09 20% verðlækkun DEPRIDIX Segðu BLESS við depurð og tómleikatilfinningu. Finndu lífsorkuna á ný – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. 20% verðlækkun ENERGIX Segðu BLESS við orkuleysi. Örvaðu orkuflæðið og einbeitinguna – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 48 32 0 1/ 09 Hefur flú starfa› í greininni í fimm ár e›a lengur? Vilt flú ljúka námi í vélvirkjun? Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA fræ›slusetur í síma 590-6400, frekari uppl‡singar er jafnframt hægt a› nálgast á www.idan.is. Rafrænar fyrirspurnir er hægt a› senda á radgjof@idan.is Samskonar verkefni er veri› a› vinna í málarai›n, húsasmí›i, matrei›slu, stálsmí›i og blikksmí›i. Hófst flú nám í vélvirkjun en laukst flví ekki? Ei n n t v ei r o g þ r ír 4 .1 40 SELLERÍ og annað afskorið grænmeti á stilkum helst frekar stökkt og ferskt ef skorna endanum er stungið í bleyti. Í vatninu varðveitist bæði safi og bragð lengur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.