Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 05.02.2009, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2009 3 Fyrirtæki eru meira eða minna að spara og skera niður kostnað og á það einnig við um fínustu tískuhúsin. Chanel framlengdi til dæmis ekki tvö hundruð skamm- tímasamningum um síðustu áramót og sýndi ekki hátískuna í þetta skiptið í Grand Palais, sýningarhöllinni frægu sem er frá Heimssýningunni í París í byrjun tuttugustu aldar. Chanel sýndi í sal nálægt Cambon-búð- inni og skar verulega niður gesta listann, hönnunin var undir áhrifum japanskrar origami- pappírsvinnu, látlausari og inn- hverfari en áður. Allt í hvítu á tímum þegar farið er í gegnum núllpunktinn og byrjað upp á nýtt. Fjöldi minni spámanna eins og Anne-Valérie Hash til dæmis sýndu ekki að þessu sinni og sagði hún það mikilvægasta að starfólkið héldi vinnunni. Svona mætti lýsa nýafstöðnum hátískusýningum fyrir kom- andi sumar í París en það und- arlega er að hönnunin var langt frá því að vera undir merkjum kreppunnar. Þar sannast líklega sú gamla kenning að í alvarlegri heimskreppu selst dýrasti lúxus- inn betur enn nokkru sinni því þeir sem hafa ráð á honum vilja endilega sýna ríkidæmi sitt. Þversögn sem virðist þó sanna sig ef marka má hátískukjólana. Christian Lacroix sagði fyrir sína sýningu í Pompidou-safninu kreppuna vera eins og grátt ský yfir höfðum okkar og því sé ekki á það bætandi með dapurlegum hátískusýningum. Reyndar bætti hann við að það væri kannski ekki sanngjarnt en alltaf væru til peningar. Sýning Lacroix var einstaklega litrík, í barokkstíl en með mjög stuttum kjólum. Líkt og kjólar frá tímum Lúðvíks 14. án neðriparta og fyrirsæturnar allar með stífgreitt hár í ætt við ballerínur. Hjá Jean-Paul Gaultier vakti athygli endurkoma fyrrverandi toppmódels og hönnuðar á sýn- ingarpallana, hinnar 51 árs gömlu Inès de la Fressange, og var hún í heldur betra formi en jafnaldra hennar, Madonna. Annars má spyrja hvort gegn- sæju kjólarnir hafi verið tilraun til að spara í efniskostnaði en margir þeirra voru líkt og aðeins væri um innralag að ræða. Hjá Dior notaði Galliano hand- málað silkiefni í efnismikla kjóla undir áhrifum flæmsku málar- anna Van Dycks og Vermeers með fíngerðu blúnduefni sem minnti á postulín. Tískuhús Martins Margiela var kannski það eina í takt við tímann og sýndi eingöngu hand- unna vöru, stundum úr endur- unnum og umhverfisvænum efnum. Sérstaka athygli vakti að þessu sinni smókingjakki úr bréfþurrkum eingöngu og kjóll úr 140 horn- og plasthárgreiðum. Nánast enginn tískuhönnuð- anna virtist því vera sammála Karli Lagerfeld sem sagði á dög- unum að tími hógværðar væri runninn upp í tískuheiminum. Að vanda eru það þeir litlu sem fyrstir tapa í tískuheiminum. bergb75@free.fr Silkidraumar á sumarnótt ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Leikkonurnar samankomnar á frumsýn- ingu myndarinnar He‘s just not that into you. NORDICPHOTOS/GETTY Fimm sætar Tískumeðvituðu stjörnurnar í kvikmyndinni He‘s just not that into you, skörtuðu sínu fegursta á frumsýningu mynd- arinnar. Kvikmyndastjörnur eru tískufyr- irmyndir margra og leikkonurnar í myndinni He‘s just not that into you eru þar engin undantekning. Þær voru glæsilegar á að líta þegar þær mættu á frumsýninguna í Los Angeles á dögunum. Drew Barrymore var stelpuleg í kjól frá Lanvin, Jenni- fer Connelly var í hátískukjól frá Balmain. Nafna hennar Aniston var í klassískum smóking frá Burberry, Ginnifer Goodwin í stuttum app- el sínugulum kjól frá Bottega Veneta og Scarl- ett Johansson, sem hefur ávallt verið veik fyrir blóma- mynstri, var í blóma- kjól frá Oscar de la Renta. - sg Vefta • Hólagarði • S: 557 2010 • & Mjódd • S: 578 2051 ÚTSALA Mikil verðlækkun w w w . v e f t a . i s 20% auka afsláttur af útsöluvörum. KRINGLAN SMÁRALIND LAUGAVEGUR 11933 51707 Litir: Svart, hvítt Stærðir: 36 - 42 Winter Z. 20.990 11.995 Gærufóðraðir 11823 52733 Litir: Svart, brúnt Stærðir: 36 - 42 Winter Z. 24.995 14.995 Loðfóðraðir LOKADAGAR ÚTSÖLUNNAR 40% afsláttur af öllum ecco leðurstígvélum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.