Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2009, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 05.02.2009, Qupperneq 50
34 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Þrjár hundamyndir verða frumsýndar hérlendis á næstunni og verður gaman að sjá hvort Íslendingar séu jafnspenntir fyrir þessum loðnu ferfætlingum og bandarísku kvikmyndagest- irnir voru. Hundamyndir hafa löngum notið mikilla vinsælda vestanhafs, enda fátt sem bræðir hjörtu bíó- gesta jafnauðveldlega og sætir og skemmtilegir hundar. Lassý, Benji og Beethoven eru allt hundar sem flestir ættu að kannast við úr bíómyndum þar sem þessi besti vinur mannsins drýgir oftar en ekki hetjudáð sem hvaða manneskja sem er gæti verið stolt af. Margir muna einn- ig eftir hunda- og löggumyndinni Turner and Hooch þar sem Tom Hanks lék aðalhlutverkið á móti ófrýnilegum labradorhundi og myndin 101 dalmatíuhundur, með Glenn Close í hlutverki hinnar ill- gjörnu Cruella De Vil, naut einnig mikilla vinsælda. Nýlega bárust fregnir af því að enn ein hundamyndin, Hotel For Dogs, hefði náð fjórða sætinu yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs. Hún verður einmitt frumsýnd hér- lendis á morgun og er henni lýst sem gamanmynd fyrir alla fjöl- skylduna, eins og flestar hunda- myndirnar jafnan eru. Fjallar hún um tvo litla krakka með stór hjörtu sem laumast til að hýsa níu götuhunda í yfirgefnu húsi í nágrenninu. Laumuspilið leiðir af sér ótrúlegustu uppákomur sem erfitt er að dylja til lengdar. Meðal leikara eru Don Cheadle og Lisa Kudrow, betur þekkt sem Phoebe úr Friends. Þrátt fyrir vinsældirnar fær hún aðeins 3,6 af 10 mögulegum í einkunn á Imdb.com og 44% á Rottentomat- oes.com. Íslenskir bíógestir mega í fram- haldinu eiga von á tveimur öðrum hundamyndum. Fyrst kemur hing- að Beverly Hills Chihuahua, sem var sýnd vestanhafs í fyrra við miklar vinsældir, þar sem Drew Barrymore og Andy Garcia tala fyrir chihuahua-tík og þýskan fjárhund. Hin myndin, Marley and Me, var sömuleiðis feykivinsæl í N-Ameríku. Fjallar hún á skond- inn hátt um par (Jennifer Aniston og Owen Wilson) sem fær sér lít- inn hvolp sem verður allsráðandi og óþolandi þegar hann stækkar. Hundamyndir eru greinilega vinsældaformúla sem getur ekki klikkað. Krakkar flykkjast á þær með foreldrum sínum og þannig mun það verða um ókomin ár, svo lengi sem þessir uppátækja- sömu ferfætlingar halda áfram að standa fyrir sínu sem gleðigjafar mannfólksins. Gleðigjafar mannfólksins Tekjhuhæstu hunda- myndirnar vestanhafs 1. Scooby-Doo (2002) 2. Marley and Me (2008) 3. 101 Dalmatians (1996) 4. Beverly Hills Chihuahua (2008) 5. Cats & Dogs (2001) 6. Scooby-Doo 2 (2004) 7. Eight Below (2006) 8. Snow Dogs (2002) 9. Turner & Hooch (1989) 10. 102 Dalmatians (2000) The Curious Case of Benjamin Button og The Reader státa samanlagt af átján Óskarstilnefningum, þar á meðal sem besta kvikmyndin og besti leikstjórinn. Þær verða báðar frumsýndar á morgun auk gaman- myndarinnar Bride Wars. The Curious Case of Benjamin Button fjallar um Benjamin Button (Brad Pitt) sem fæðist sem gamall maður og verður yngri eftir því sem árin líða. Hún fær 8,4 í einkunn á Imdb.com og 70% á Rottentomatoes.com og þykir leikstjóranum David Fincher (Seven, Fight Club, Zodiac) hafa tekist ein- staklega vel upp í þetta sinn. Stephen Daldry, leikstjóri Billy Elliot og The Hours, sendir frá sér The Reader. Hún segir frá lög- fræðinema (Ralph Fiennes) sem rifjar upp ástarsam- band sem hann átti sem ungur maður við eldri konu (Kate Winslet) þegar hún er leidd fyrir herrétt eftir seinni heimstyrjöldina. Einkunn: 7,9 á Imdb og 60% á Rottentomatoes. Bride Wars fjallar um tvær æskuvinkonur (Kate Hudson og Anne Hathaway) sem eru að fara gifta sig og ætla að vera brúðarmeyjar hvor hjá annarri. Fyrir misskilning eru brúðkaupin bókuð á sama degi á sama stað og ekkert virðist fá dagsetningunni breytt. Myndin fær 4,8 á Imdb.com og 12% á Rottentomatoes. Tvær með átján tilnefningar THE READER Myndin er gerð eftir sögu Bernhards Schlink, Lesaranum, sem hefur verið þýdd á íslensku. HOTEL FOR DOGS Hundamyndin Hotel For Dogs verður frumsýnd hérlendis á morgun. Hún fjallar um krakka sem geyma níu götu- hunda í yfirgefnu húsi. SENDU SMS ESL BWB Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR, GOS OG MARGT FLEIRA WWW.SENA.IS/BRIDEWARS Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. M eð því að taka þátt ertu kom inn í SM S klúbb. 149 kr/skeytið. 9. H VER VINNUR ! > ÆVIN Í EINLEIK Jean Reno hyggst skrifa einleik um skrautlegt líf sitt. Reno er fædd- ur í Marokkó en flutt- ist með foreldrum sínum til Spánar. Þaðan flúðu þau einræðisstjórn Franco og fluttu til Frakklands. „Ég ætla að gera þetta meðfram kvik- myndaleiknum, við erum að klára handritið og svo taka bara við æfingar.“ Al Pacino hyggst bregða sér í líki Lés konungs, eins af þekktustu persón- um Williams Shake- speare. Í þessu sígilda leikriti er sagt frá kon- ungi sem þarf að skipta upp ríkidæmi sínu á milli þriggja dætra sinna. Lér ákveður að hafa þann háttinn á að sú sem elskar hann mest fær allt. Tvær af dætrum Lés flaðra upp um hann og dekra við hann með öllum hætti en sú þriðja neitar að taka þátt í leiknum. Hún er síðan gerð arflaus, Kóngurinn dagar hins vegar uppi óhamingju- samur og vansæll. Pacino hefur áður daðrað við Shakespeare, lék meðal annars í kvikmyndunum Kaupmaður í Feneyjum og Looking for Richard. Stór- leikaranum hefur áður verið boðið hlutverkið en sjálfum hefur Pacino ekki fundist hann nógu gamall í það. Pac- ino veitir ekkert af að hressa aðeins upp á ferilinn hjá sér enda hefur hann ekki verið merkilegur að undanförnu. Kvikmyndir hans hafa flest allar verið skotnar niður og þessi mikli gæðaleikari þarf heldur betur vind í seglinn. Leikstjórinn Michael Rad- ford hefur verið ráðinn til að leikstýra en hann er þekkt- astur fyrir konfektmolana sína Il Postino og áðurnefnd- an Kaupmann í Feneyjum. Samkvæmt bíósíðu Emp- ire verður myndin búninga- drama af bestu gerð, hún verði svipuð og Kaupmaður- inn í útliti. Þetta þýðir því að hún muni ekki gerast á þeim tíma sem Lér kon- ungur ríkti en það var fyrir tíma Rómverja í Bretlandi. LÉR Al Pacino leikur Lé konung í mynd Michaels Radford. Pacino finnst hann nú vera orðinn nógu gamall til að taka að sér hlutverkið. George Clooney og Adam Sorkin, þekktastur fyrir West Wing-þætt- ina, ætla að gera kvikmynd um hugsanleg réttarhöld yfir bílstjóra Osama bin Laden, Salim Ahmed Hamdan. Clooney er mikill áhuga- maður um Mið-Austurlönd, lék meðal annars í Syriana sem fjallaði um olíubraskið á bak við tjöldin í arabalöndunum og Bandaríkjunum. Clooney hefur jafnframt verið harð- ur andstæðingur Bush- ríkisstjórnarinnar og talað opinskátt um hvað honum hefur fundist um fyrrverandi Bandaríkjafor- seta. Í bakgrunni verða h i nar umdeildu Guan- tánamo-búðir sem núverandi Bandaríkja- forseti, Barack Obama, hefur lofað að loka í lok ársins. Myndin mun því ekki fjalla um sekt eða sakleysi Hamdans heldur mun kastljósinu beint að deilum lögfræðinganna Charles Swift og Neals Katyal um hvort fanga- búðirnar hafi átt rétt á sér eða ekki. Lögfræðingarnir fóru með deilur sína alla leið fyrir hæstarétt sem úrskurðaði að búðirnar væru að öllum líkindum ólöglegar gagn- vart stjórnarskrá Bandaríkjanna og samkvæmt Genfarsáttmálan- um; smáatriði sem bæði George W. Bush og Donald Rumsfeld kusu að horfa fram hjá. Sorkin mun skrifa handritið eftir bók- inni The Challenge of Hamdan eftir Jonathan Mahler og Clooney mun að öllum líkindum bæði fram- leiða, leikstýra og leika aðalhlutverkið. Blaðamenn Empire mega vart vatni halda yfir þessar hugmynd og spá henni mikill vel- gengni. „Þarna er skot- ið fast að Bush, þetta er hæfilegur skammtur fyrir Law & Order-fíkl- ana og George Cloon- ey í hermannabúningi mun að öllum líkindum trylla helming heims- byggðarinnar,“ skrifar blaðamaður Empire. Bílstjóri bin Ladens á hvíta tjaldið GEGN GUANTÁNAMO George Clooney mun að öllum líkindum framleiða, leikstýra og leika aðalhlutverkið í kvik- mynd um bílstjóra Osama bin Laden. Al Pacino til liðs við Shakespeare
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.