Réttur


Réttur - 01.03.1939, Blaðsíða 3

Réttur - 01.03.1939, Blaðsíða 3
kæmist á fylkingar alþýðuflokkanna. Jafnframt tók í- haldsflokkurinn að hagnýta sér þetta og skella allri skuldinni af hnignun auðvaldsins á vinstri flokkana, sem fóru með stjórn. Blöð hans gátu meira að segja leyft sér að taka stundum mjög eindregið undir kröfur vinnandi stéttanna til þess að afla flokknum kjörfylgis meðal verkamanna og bænda. En þar kom þó, að þessi leikur fór einnig að verða hættulegur. íslenzku sósíalistarnir sameinuðust í einn flokk, sem óx svo að styrkleika að andstæðingarnir fylltust ótta. Og verkalýðsfélögin tóku óðum að samein- ast undir róttækri forustu. Atvinnu- og fjármálalífi landsins varð meira og meira siglt í strand. Og nú voru góð ráð dýr. — Ilnignandi auðvaldi er alltaf reynt að bjarga á kostnað alþýðunnar. Þetta er hins vegar ekki hægt nema með sameinuðum kröftum burgeisastéttar- innar. Og í því skyni var Breiðfylkingin nýja mynduð. Sósíalistaflokkurinn gerði sínar tillögur um lausn vandamálanna. Hann gerði ítarlegar tillögur um stórt átak til þess að rétta við útgerðina og f jármálin og benti á leiðir, til þess að hefja nýtt landnám til hagnýtingar á gæðum landsins. Hann lagði til að gerðar yrðu gagn- gerðar ráðstafanir til þess að koma útgerðina í það horf, að hún yrði samkeppnisfær og að endi yrði bund- inn á fjármálaspillinguna í bönkunum og í útgerðinni. Hann sýndi fram á, hvernig á þenna hátt mætti tak- ast að veita nýju fjármagni, sem til er innanlands í þessa atvinnuvegi og endurreisa lánstraust landsins, svo að hægt væri að fá erlent fjármagn til að tryggja gengið, til þess að losna úr óhagstæðum skuldum og ryðja nýjum framkvæmdum braut. Hver einasti Islendingur, sem þekkir til þess, hvernig fjármálin og bankamálin hafa verið rekin undanfarin ár, sem veit að erlendir menn reka fiskiveiðar með hagnaði hér við land, þrátt fyrir margfallt erfiðari að- stöðu en landsmenn sjálfir, sem veit hve mikið er af álitlegum óhagnýttum auðæfum í landinu — hann veit S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.