Réttur


Réttur - 01.03.1939, Side 6

Réttur - 01.03.1939, Side 6
ingin, flokkur hins sameinaða afturhalds, sem er kom- inn í andstöðu við allar framfarir og allar almennar borgaralegar umbætur og borgaralegt frjálslyndi. Þetta er hið sérkennilega við ástandið á íslandi í dag'. Menn, sem hingað hafa komið sem gestir úr lýðræðis- löndum hins engilsaxneska heims, hafa veitt þessu eft- irtekt og látið þau orð falla, að Sósíalistaflokkurinn liér svaraði til frjálslyndu flokkanna í þessum löndum í hinu daglega starfi sínu, en allir hinir flokkarnir svöruðu til íhalds- og afturhaldsflokkanna meðal lýðræðisþjóða Vesturlanda. Afturhaldsflokkarnir hér á landi fara að dæmi Hitlers og skipta þjóðinni í kommúnista og and- kommúnista, alveg eins og Hitler skiptir mönnum í flokka um allan heim. Roosevelt Bandaríkjaforseti er til dæmis bolsjevíki á máli Hitlers, alveg eins og liver frjálslyndur maður, sem lætur til sín heyra hér á landi cr kommúnisti á máli Morgunblaðsins, Alþýðublaðsins og Tímans. Það er nú okkar verkefni, að sýna þjóðinni fram á, að því verður ekki lengur skotið á frest, að taka af- stöðu öðru hvoru megin, með framsókn eða afturhaldi, með stefnu Sósíalistaflokksins eða stefnu stjórnarflokk- anna. En til þess að geta tekið afstöðu, þurfa menn að lesa blöð flokksins. Eins og nú standa sakir, getur eng- inn frjálslyndur maður unnið þarfara verk fyrir hug- sjón sína, en að útbreiða blöð Sósíalistaflokksins. Höfuðviðfangsefni Sósíalistaflokksins á þessu ári, er sköpun frjáls og óháðs sambands stéttarfélaga launþega í landinu. Þessu máli hefir miðað vel áfram. Flest helztu verkalýðs- og iðnfélög í landinu hafa ákveðið að gerast stofnendur landssambandsins. Þessi félög hafa nú myndað með sér bráðabyrgðarbandalag og kosið sér stjórn. Verkamenn úr öllum flokkum hafa tekið hönd- um saman um þetta mál, ekki aðeins fyrverandi fylgis- menn Alþýðuflokksins, heldur líka fjölmargir fylgis- menn Sjálfstæðisflokksins. Fyrir þessar sakir lét for- 6

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.