Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 41

Réttur - 01.03.1939, Síða 41
treystir bezt til þess að koma á jafnrétti, varðveita persónufrelsi. Þetta er flokkurinn, sem hann metur sér- staklega fyrir það, að hann er ekki stéttarflokkur. — Hvernig má þetta ske ? Fyrst vil ég endurtaka það, sem ég hefi áður vikið að lauslega, að þegar alþýðumenn utan kaupstaðanna gera upp á milli stjórnmálaflokkanna, þá finna þeir sig til- tölulega lítið knúða til þess að taka með í reikninginn hinn byltingasinnaða ílokk verkalýðsins. Þeir hafa rétt einhverjar ákveðnar hugmyndir um hann, margir þeirra vita það sjálfir, að þær hugmyndir eru frá andstöðu- flokkunum og eru reiðubúnir til þess að laga þær eftir því, er sannara reynist. En hvort sem þær hugmyndir reynast sannar eða ekki sannar, þá hefir það engin áhrif á afstöðu þeirra á þessu stigi málsins. Flokkurinn er í þeirra augum ekki sú stærð, að ástæða sé til að taka hann með, þegar gert er upp á milli flokkanna. Valið gildir aðeins núverandi stjórnarflokka, og þá einkum Framsókn — annars vegar og Sjálfstæðisflokkinn hins vegar. En hvernig fara menn þá að velja Sjálfstæðisflokk- inn? Þótt ekki séu broddar stjórnarflokkanna félegir í augum okkar sósíalistanna, þá getur okkur þó verið það ráðgáta, hvernig nokkur maður getur í hjartanlegri ein- lægni treyst Sjálfstæðisflokknum betur en þeim, til þess að gæta jafnréttis og bróðurhugar og réttlætis í með- ferð opinberra mála. En í því sambandi er á margt að líta. Lítum fyrst á aðstöðumun þessara flokka undanfarin ár. Vinstri flokk- arnir hafa haft stjórn ríkisins með höndum, Sjálfstæð- isflokkurinn hefir verið í stjórnarandstöðu. Iiann hefir haft aðstöðu til þess að finna að á miklum erfiðleika- tímum og hefir getað lofað miklu og fögru, án tillits til efnda. Hinir flokkarnir standa berskjaldaðir fyrir með tilliti til gefinna loforða. Þeir hafa völdin í sínum hönd- um, þar með eiga þeir að liafa skilyrðin til að standa við loforð sín. Okkur sósíalistunum er það ljóst, að svik 41

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.