Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 42

Réttur - 01.03.1939, Síða 42
stjórnarflokkanna eru að mjög verulegu leyti fyrir á- hrif Sjálfstæðisflokksins, en það skilur ekki sú alþýða, sem hefir takmarkaða þekkingu á þjóðfélagslögmálun- um og fylgist ekki með því er gerist bak við tjöldin, heldur skellir allri sökinni á herðar þeirra flokka, sem við völdin sitja. — Lítum í öðru lagi á það, að stjórnar- flokkarnir standa miklu ver að vígi með beinatínslur til manna sinna. Við vitum það ósköp vel, að ekki á það sízt við hjá Sjálfstæðisflokknum, að hverju einasta smástarfi er úthlutað eftir flokkspólitískum sjónarmið- um, og auk þess hefir hann fleiri beinum út að dreifa en báðir hinir flokkarnir samanlagt. En megnið af þeim beinum er þeim í hendur komið í gegnum svonefndan einstaklingsrekstur. Svo má segja, að hver einasti há- seti á togurunum sé ráðinn út frá þessu sjónarmiði, og verkamennirnir í Reykjavík kannast við miðana frá þeim Thorsbræðrum, sem giltu sem aðgöngumiðar að vinnu við togarana, þegar þeir komu að landi. — En fólk lítur á þetta sem þeirra einkarekstur, og svo finnst því ekkert við það að athuga, þótt menn fari eftir eigin geðþótta við að velja menn að sínum eigin fyrirtækjum. Allt öðru máli gegnir um stofnanir ríkisins, þar finna menn að verið er að fara með þeirra eigin stofnanir, stofnanir þjóðarinnar í umboði sjálfrar þjóðarinnar, þar hafa allir rétt til íhlutunar og umvöndunar, ef illa er með farið. Úti um byggðir landsins er mönnum það aft- ur á móti ekki eins ljóst, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn notar aðstöðu sína, þar sem hann fer með opinbert um- boð, svo sem eins og í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þar sem stofnað er hvert embættið af öðru fyrir gæðinga flokksins á kostnað bæjarins og atvinnukúgunin teygð alla leið niður í atvinnubótavinnuna og fátækrafram- færsluna. En þá komum við að því áliti á þessum flokki heild- sala og braskara og auðmanna, að hann sé ekki stéttar- flokkur. Þetta er alveg hræðilega almennt álit meðal al- þýðu manna, bæði til sjávar og sveita. Og það á einnig 42

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.