Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 39

Réttur - 01.03.1939, Page 39
:in legðust niður. Hann telur núverandi ríkisstjórn hafa átt þátt í góðu verði mjólkur við Mjólkurbú Flóamanna, -en hyggur hins vegar, að sú verðhæð sé á kostnað ann- arra mjólkurframleiðenda og telur það verr farið, og hann segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar, að rétt- ,asta leiðin til þess að halda uppi verði mjólkur til bænda, væri sú, að leggja sem mesta áherzlu á sölumagn ann- arrar mjólkur og telur jafnvel lækkun útsöluverðs til neytenda hugsanlega leið til þess að ná því marki. En ekkert af þessu, sem ég enn hefi talið, veldur úrslitum um það, hvar hann skipar sér í flokk. Það er hreint hugsjónaatriði, menningarlegt, siðferðilegt, þjóð- ■ernislegt. Ifann vill að einstaklingurinn hafi sem mest persónufrelsi. Hann vill, að allir hafi jafnan rétt til lífs- ins, og hann tekur það skýrt fram, að það er mjög stórt atriði í þessu máli, að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stéttarflokkur. Þorgeir er óvinur alls stéttarmismunar og stéttarbaráttu, og hana játar því hiklaust og ein- dregið, þegar ég spyr, hvort hann teldi það ekki vel far- ið, ef hann sæi leið til að afnema allan stéttarmismun .meðal mannanna. Þannig er viðhorf Þorgeirs á Hræringsstöðum til hug- sjónamála mannkynsins, og út frá þessii viðhorfi fylkir hann sér í sveit Sjálfstæðismanna. Og viðhorf þetta vil ég kynna, af því að ég veit að þetta er einnig viðhorf f jölda annarra greindra og athugulla alþýðumanna, sem hafa skipað sér í þessar sömu fylkingar. Það er ekki eins óalgengt og margur hyggur, að alþýðumenn taki afstöðu til pólitískra flokka, án tillits til lausnar þeirra mála, er lífsafkoma þeirra varðar. Fyrir þeim er það sjálfsagt mál, að þeir verði að berjast í bökkum, eins og íslenzk alþýða hefir gert alla sína daga og þeir gera varla ráð fyrir því, að nokkur flokkur fari að ganga á rétt þeirra til að reyna að berjast áfram á sama hátt og verið hefir. Þeim virðist það nokkuð sjálfsagt mál, að mjólkurbúin og kaupfélögin starfi á sama hátt, hvaða flokkur, sem er við völd í landinu, því að sjálfir þykjast 39

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.