Réttur


Réttur - 01.03.1939, Side 25

Réttur - 01.03.1939, Side 25
borgaranna vita það mætavel. Fasistísku valdhafarnir vita það einnig. Þess vegna ákváðu þeir að undirbúa al- menningsálitið, það er að segja blekkja það, áður en þeir lögðu til styrjaldar. Hernaðarbandalag Þýzkalands og Ítalíu gegn hags- munum Englands og Frakklands í Evrópu. Herra trúr! Kallið þið þetta bandalag? Ónei, þetta er ekkert banda- lag, aðeins saklaus „möndull“ milli Berlín og Róm, — að eins stærðfræðiformúla sívalnings! (Hlátur). Hernaðarbandalag Þýzkalands, Italíu og Japans gegn hagsmunum Bandaríkjanna, Englands og Frakklands í Austur-Asíu? Ekkert þvílíkt er á seiði, aðeins saklaus „þríhyrningur“ milli Berlín, Róm og Tokíó, — aðeins lítilsháttar dægradvöl við flatarmyndir! (Almennur híátur). Styrjöld gegn hagsmunum Englands, Frakklands og Bandaríkjanna? Ilvílík fásinna! Vér berjumst aðeins gegn Alþjóðasambandi kommúnista, en ekki gegn þess- um ríkjum. Ef þið trúið því ekki, ættuð þið að lesa andkommúnistiska sáttmálann sem Þýzkaland, Italía og Japan hafa gert með sér. Þannig ætluðu árásarherrarnir að skapa almennings- álit sér í hag, þó ekki væri erfitt að sjá í gegnum þessa klaufalegu blekkingu. Það er hlægilegt að leita „óþjóða- lýðs Alþjóðasambands kommúnista“ á eyðimörkum Mongólíu, í Abessiníufjöllum eða klettagjánum í spænska Marokkó. (Hlátur). En stríðið lætur ekki að sér hæða. Það verður ekki falið bak við leiktjöld. Engir „möndlar“, engir „þrí- hyrningar“, engir „andkommúnista-sáttmálar” duga til að dylja þá staðreynd, að Japan hefur á þessum tíma hrifsað til sín víðáttumikið kínverskt land, Italía Abessiníu, Þýzkaland Austurríki og Súdetahéruðin og Þýzkaland og Ítalía sameiginlega Spán. — AJlt þetta þvert ofan í hagsmuni friðsömu ríkjanna. Stríð er og verður stríð, hernaðarbandalag er og verður hernaðar- bandalag, og friðrofar eru og verða friðrofar. 25

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.