Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags innihaldið af léttari samsætu helíums (3He) í gosefnum Etnu hærra en í Vúlkan, en þó lægra en í úthafseyjum (t.d. í Hawaii). Hátt innihald og samsætuhlutföll snefil- efnanna blýs, strontíums, neó- dýmiums og hafníums benda einnig til að þáttur af basalti úthafseyja („Ocean Island Basalt") sé í gos- efnum Etnu.11 Hins vegar eru hlut- föll samsætna argons alveg í ósamræmi við það, þótt þau séu mæld í sömu ólivínkristöllum mynduðum á 11-24 km dýpi og þeim sem sýna hátt innihald af léttari samsætu helíums (3He). Argonhlutföll í Etnu samsvara nánast hlutföllum andrúmslofts- ins,12 en í gosefnum úthafseyja víkja þau að öllu jöfnu greinilega frá þeim. Jarðfræðinga greinir á um hvernig skuli túlka þetta. Kvikan í Etnu rís í gegnum 15 km af setbergi og er það talið hafa áhrif á upprunalegt mynstur snefilefna, þótt sumir efnaferlar séu enn fjarri því að vera ljósir. Hitt er þó víst: Gosefni Etnu eru af öðrum uppruna en gosefni Vúlkans og þar með má einnig búast við ólíkri goshegðun. Myndunarsaga Etnu í STUTTU MÁLI Samkvæmt nýju líkani er jóníska skorpuflykkið rétt austur af Etnu bæði að síga inn undir Jónahafið og Kalabríu og færast til suðurs; af þeim sökum breikkar bilið á milli jóm'ska skorpuflykkisins og Tyrren- ísarflekans.13 Þessu má líkja við það þegar maður heldur fast í efri sneið á samlokubrauði en sú neðri losnar smám saman af. Fyrir bragðið myndast holrými milli flekanna og fyllist jafnt og þétt af möttulefni sem streymir inn undan Afríkuflekanum að vestanverðu. Við það myndast einskonar möttulstrókur sem streymir upp á ská. Það er hugsan- legt að til verði aðstæður sem yrðu bráðnun í möttlinum mjög hag- stæðar, þ.e. hærra hitastig við lægri þrýsting en venjulega. Þetta upp- streymi möttulefnisins veldur einiiig því að jarðskorpan undir Etnu bólgnar greinilega út: undir topp- gígunum er undirstaða Etnu í 1300 metra hæð yfir sjó en lækkar mjög hratt niður undir sjávarmál við ströndina. Djúpar sprungur í fleka- mótunum milli Afríku- og Tyrren- ísarflekans veita kvikunni upp einmitt þar sem Etna rís.13 Eldvirkni, sem rekja má til eiginlegs Etnukerfis, hófst fyrir 500.000 árum. I upphafi gaus úr aðgreindum sprungum líkt og hér- lendis, að hluta til neðansjávar. Gosbergið var frumstætt ólivín- þóleiít ásamt örlitlu af alkalíbasalti sem þó fannst eingöngu í innlyksum í ólivínkristöllum.14,15 Ekkert bendir til að á þessum tíma hafi verið til kvikuhólf sem kvikan hefði getað þróast í.d Þannig hlóðst undirstaða núverandi Etnufjalls upp úr bólstra- bergi, móbergi og nokkrum hraun- spildum. Undirstaðan er nú aðeins sýnileg á fáum stöðum (t.d. í Aci Castello og Aci Trezza), en megin- hluti hennar er grafinn undir sjálfri eldkeilunni. Hiin myndaðist þegar gosstöðvarnar einöngruðust á afmörkuðu svæði fyrir 300.000 árum. Gosbergið breyttist um leið smám saman yfir í trakýbasalt eða réttara sagt afbrigði þess, etnaít, sem hefur m.a. óvenjulega hátt innihald af nikkel, krómi og magnesíum miðað við venjulegt trakýbasalt.14 Þetta bendir til að kvikan hafi farið að safnast fyrir í einskonar kviku- hólfi og að vissu leyti þróast á óvenjulegan hátt, því innihald þessara málma minnkar að öllu jöfnu mjög snemma við kristal- myndun í kviku. Etnaít er megin- bergtegund Etnu en um 20% eru af öðrum þróaðri bergtegundum. Etnaít er talið myndast á 40-70 km dýpi.14 Hér er þó ekki um að ræða eiginlegt hólf í merkingunni stórt holrými, heldur er þetta svæði þar sem að jafnaði er ekki meira en 20% bráð til staðar í berginu. Þessu má 8. mynd. Sprungið malbik á leiðinni að nyrðri gosstöðvunum. Ljóstn. Richard Kölbl, 3. nóv. 2002. + 9. mynd. Kirkjan í Santa Venerina sem skemmdist illa ígosinu 2002. Slökkviliðið er að hreinsa laust grjót ofan afkirkjunni. Talsvert af grjóti liggur á torginu umhverfis kirkjuna. Sprungur i veggjum. Ljósm. Richard Kölbl, 4. nóv. 2002. d Þegar kvikan hvílir í kvikuhólfi um lengri tíma, myndast steindir úr ákveðnum efnum r kvikunni en önnur efni verða eftir. Þannig breytist efnasamsetning smám saman þannig að aðrar steindir geta farið að myndast. Við það breytist kvikan sjálf yfir í aðra tegund og samfara því eiginleikar hennar, hún verður t.d. oftast seigari. Þetta er kallað þróun kvikunnar í kvikuhólfum. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.