Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Jaðar lúpínubreiðu á Háamel í Heiðmörk við Reykjavík. - A lupin patch in Heiðmörk, southwest lceland. Ljósm./Photo: Hólmfríður Sigurðardóttir. Heiðmörk við Reykjavík (2. mynd). Með hálfs mánaðar millibili frá júní fram í september 1991 voru tekin fimm jarðvegssýni, 25x25x30 cm, á 10 m löngum mælisniðum: (a) úr lítt grónum mel utan við lúpínubreiðu; (b) í jaðri breiðunnar þar sem lúpína hafði verið í 4 ár; (c) í miðju hennar þar sem breiðan var 12 ára gömul og lúpína var nær einráð og (d) í 20 ára gamalli lúpínu í elsta hluta breið- urtnar þar sem hún var tekin að gisna (2. tafla). Sýnin voru skoluð varlega gegnum fjögur sígti, 40x30 cm, með minnkandi möskvastærð og var neðsta sigtið 1 mm. Fimm sýni af jarðvegi, frá yfirborði niður á 10 cm dýpi voru tekin á hverju mælisniði. Mælt var magn kolefnis og köfnunarefnis í jarðvegi og sýrustig ákvarðað. Jarðvegssýnin leiddu m.a. í ljós að kolefnis- og köfnunarefnisinnihald í þeim var hærra í elsta hluta lúpínubreiðunnar en í jaðri og utan hennar (2. tafla). Ánamaðkar fundust ekki í meln- um utan við lúpínubreiðuna, en hins vegar fundust þrjár tegundir þegar inn í hana var komið, þ.e. mosaáni, svarðaráni og taðáni. Tegundirnar fundust á öllum mælisniðum í lúpínubreiðunni en töluverður munur var í tegunda- samsetningu eftir aldri breiðunnar (3. mynd). Smávöxnu tegundirnar mosaáni og svarðaráni, sem lifa í lífrænum leifum á yfirborði jarð- vegsins, voru nær einráðar í jaðri breiðunnar þar sem lúpínan var að nema land. Þetta eru harðgerðar tegundir með norðlæga útbreiðslu og finnast víða í úthaga.10 Þessar tegundir virðast vera einstaklega dugandi landnemar og má ætla að þær gegni mikilvægu hlutverki við jarðvegsmyndun í lúpínubreiðum. Svarðaráni var ríkjandi tegund í elsta hluta breiðunnar þar sem lúpína hafði verið í 20 ár. Hlutdeild taðána, sem er stórvaxnari og lifir neðar í jarðveginum, var einnig mikil í elsta hluta breiðunnar en fremur lítil í jaðri hennar. Taðáni er einnig algeng tegund í frjósömum jarðvegi hérlendis.11 Fjöldi og lífmassi ánamaðka og egghylkja var minnstur í jaðri lúpínu- breiðunnar þar sem lúpínan var að nema land, eða um 140 ánamaðkar og egghylki/ m2, og var lífmassi ána- maðka um 2 g þurrvigt/m2. Þar sem lúpínan hafði verið í 12-20 ár og myndað þétta breiðu var fjöldi ána- 2. tafla. Þekja lúpínu og meðaltalsgildi jarðvegsþátta utan og innan lúpínubreiðu á Háamel í Heiðmörk við Reykjavík. - Values of lupin cover and soil properties outside and within a lupin patch in Heiðmörk, southwest Iceland. Áætlaður aldur lúpínubreiðu/ Estimated age ofa lupin patch 0 ár/years 4 ár/years 12 ár/years 20 árlyears Þekja lúpínu' / Lupin cover (%) 1,7 71,3 75,5 79,7 Kolefnisinnihald /Soil C (%) 0,59 0,97 1,33 1,38 Köfnunarefnisinnihald / Soil N (%) 0,05 0,08 0,12 0,11 Sýmstig /Soil pH 6,29 6,14 6,11 6,24 i Þekja var reiknuð frá miðgildi þekjubils og gat að hámarki náð 88%, sem jafngildir fullri þekju. - Cover was calculatcd from cover midpoitits, max. values are 88%.3 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.