Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Nýir og sjaldséðir SLÆÐINGAR í FLÓRU ÍSLANDS Fiörður Kristinsson Allt frá því að maðurinn nam land á íslandi, sem flestir telja að hafi gerst á 9. öld, hafa plöntur borist með honum inn í landið bæði viljandi og óviljandi. Sumar þessara plantna hafa einnig numið land og breiðst misjafnlega mikið út af sjálfsdáðum, en flestar hverfa jafnharðan aftur og ná ekki fótfestu af ýmsum ástæðum. Hér verður í stuttu máli sagt frá aðfluttum plöntum og rarmsóknum á sögu þeirra og útbreiðslu í landinu. Eirtnig verður skýrt frá nokkrum plöntum sem borist hafa til mín á síðastliðnu ári. Aðflutningur PLANTNA Ómögulegt er að segja með vissu hversu margar plöntur hafa borist til landsins strax með fyrstu landnáms- mönnum. Þó má telja afar líklegt að plöntur eins og húsapuntur, njóli og blóðarfi séu í þeirra hópi og hafi ekki verið til hér fyrir landnám. Hugsan- legt er þó að sumar þeirra hafi borist eitthvað síðar. Erfiðara er að fullyrða nokkuð um tegundir eins og haug- arfa og varpasveifgras. Þó eru þær allra plantna líklegastar til að hafa borist hingað með búfé landsmanna strax um landnám, hafi þær ekki verið komnar hingað áður. Þær gætu einnig hafa verið komnar hingað löngu fyrir landnám með fuglum, og vaxið þá einkum í fuglabyggðum eins og þær gera að hluta til enn í dag. Steindór Steindórsson hefur fjallað nokkuð um hugsanlegan innflutning plantna við landnám Islands.1 Ymsar plöntur hafa borist hingað fyrir atbeina mannsins á miðöldum eða síðar. Mætti nefna þistil og kúmen sem dæmi um tegundir sem hafa verið komnar a.m.k. fyrir 1800 en trúlega ekki náð fótfestu hér við landnám. Um þær plöntur sem síðar hafa komið eru til miklu betri heimildir, einkum þó frá alda- mótunum 1900. Þáttur Ingólfs Davíðssonar Ingólfur Davíðsson fylgdist manna mest með landnámi plantna á síðustu öld og birti um það margar ritgerðir í Náttúrufræðingnum, og eina ítarlega samantekt í Greinum Vísindafélags íslendinga.2 í því riti rekur hann landnámssögu nokkurra valinna tegunda: sandfax, ljósa- tvítannar, engjamunablóms, geita- káls, skógarkerfils og gulbrár (hlað- kollu). Hjá Ingólfi kemur vel fram hversu ólíkar ástæður geta verið fyrir flutningi tegundanna til lands- ins og hver áhrif breytt háttalag mannsins getur haft á innflutning plantna á hverjum tíma. Margar tegundir hafa verið fluttar gagngert til landsins til ræktunar, sloppið síðan frá ræktun og dreifst á eigin spýtur. Miðað við allan þann fjölda plantna sem ræktaður er í landinu eru þess þó fá dæmi. Nefna mætti grastegundir eins og háliða- gras, vallarfoxgras, axhnoðapunt, sandfax og nú síðast beringspunt. Einnig skrautjurtir eins og engja- munablóm, garðasól, ljósatvítönn og dagstjörnu. Aðrar tegundir koma inn með vöruflutningum og nema land í höfnum vítt og breitt um landið og berast þaðan með bif- reiðum heim í þorp og á sveitabæi, eins og hlaðkollan. Eimúg nefnir Ingólfur mikinn fjölda aðfluttra Náttúrufræðingurinn 72 (1-2), bls. 35-38, 2004 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.