Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 54
Náttúrufræðingurinn 5. mynd. Unadalsjökull á varpinu milli Unadals og Skallárdals í Svarfaðardal. Breiður skári undan jökuljaðrinum er greinilega raskaður af jökulskriði. Mynd tekin 15. september 2003. - Unadalsjökull, northern Iceland. Note the margin area that has been affected by glacier sliding. Ljósm./Photo: Oddur Sigurðsson. Glámu jökul eða ekki, þótt slíkar stórfannir víðast á landinu séu kallaðar jöklar, og lækir sem frá þeim renna stundum Jökulár (t. d. í Dyrfjöllum eystra). Hjamskaflar af þessu tægi em altaf í jarðfræðinni taldir með jöklum, hvort sem á þeim em skriðjökulsmyndanir eða eigi." Þessi skilgreining Þorvalds fengist ekki samþykkt meðal jarð- vísindamann nú á dögum. Þótt Þorvaldur verðist í deilu sinni við Stefán, vék hann við lýsingu sinni á Glámu í 3. útgáfu á ágripi Lýsingar íslands: „Hálendisbungan Gláma upp af Dýrafirði og Amarfirði er litlu lægri en Drangajökull, þar hefur til skamms tíma verið á hálendinu allstór hjamjökulsbreiða, án nokkurra skriðjökla; á hinum góðu ámm um aldamótin og síðar hefur þessi hjambreiða þiðnað mjög og er nú nærri horfin, dottin í sund- ur í smáa hjamskafla. Á hinu sama árabili hafa jöklar mjög minkað víða annarsstaðar á landinu." Hann held- ur fast við að þama hafi verið allstór jökull en á fáum ámm hafi hann grotnað niður í góðu árferði. Nú þykir mönnum ekki mikið til koma „hins góða árferðis", sem Þorvaldur ritar um, rétt fyrir og eftir aldamótin 1900. Þá bráðnaði aðeins lítillega af sporðum helstu jökla . Þorvaldur lifði ekki að sjá jöklana bráðna allt hvað af tók á hlýinda- tímabilinu eftir 1925. Þrátt fyrir að árin milli 1925 og 1965 hafi sennilega verið hlýjasta 40 ára tímabil síðan á söguöld hafa smájöklar á borð við Unadalsjökul (5. mynd) að vísu minnkað nokkuð og enginn nafn- greindur jökull á Islandi hvarf með öllu á 20. öld nema ef til vill Snótar- jökull og Forsælujökull í Kerlingar- fjöllum sem vora örsmáir þegar best lét. Sporðar stórra jökla, sem ná langt niður fyrir hjammörk sín, hafa hins vegar færst aftur svo kíló- metmm skiptir. Þegar herforingjaráðið danska lét kortleggja Vestfirði árið 1913 fundu mælingamennimir ekki nema fimm skafla á Glámu sem þeim þótti ástæða til að lita hvíta á korti sínu. Enginn þessara skafla hafði stöðu eða útlit sem bendir til að þar hafi verið jökull. Árið 1914 fékk Paul Herrmann3” Ögmund Sigurðsson, fylgdarmann Þorvalds Thoroddsen, með sér til að leita að Glámujökli. Þar sem Ög- mundur treysti ekki meira en svo á minni sitt fengu þeir kunnugan mann, Guðmund Guðmundsson frá Hörgshlíð í Mjóafirði, til leiðsagnar. Þegar hann var beðinn að koma þeim eins nálægt jöklinum og mögulegt væri, hristi hann höfuðið og sagði að jökulís væri þar hvergi að finna og sjálfur hefði hann aldrei séð þar ís nema á lækjum og vötn- um. Hversu vel sem þeir leituðu fundu þeir hvergi jökulskika sem jaf- naðist svo mikið sem á við jökla 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.