Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 77

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 77
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Örnólfur Thorlacius Nýjasta TÆKNI I' ÆTTFRÆÐIRANNSÓKNUM Áhugi á ættfræði hefur lengi verið landlægur á íslandi og margir íslend- ingar rekja ættir til Jóns Arasonar og EgiJs Skallagrímssonar, og jafnvel Haralds hárfagra, að ekki sé minnst á Sigurð Fáfnisbana. Það auðveldar þessa greiningu að landið hefur verið einangrað, svo þorri landsmanna er kominn, lítt eða ekki blandaður, af þeim norrænu mönnum sem námu hér land fyrir rúmri þúsöld, ásamt ánauðugum vinnuhjúum þeirra frá Bretlandseyjum, vestmönnum. Þjóðskrá nær hér líka lengra aftur í tímann en í öðrum löndum. Af þessum sökum þykir lýður þessa lands vænlegt viðfangsefni vísindalegrar erfðagreiningar, meðal annars í leit að erfðaþáttum er ýta undir ýmsa sjúkdóma, í von um að lækna megi þá eða fyrirbyggja (1. mynd). Víða um heim er áhugi manna á uppruna sínum meiri en gert hafði verið ráð fyrir. í ársbyrjun 2002 opnaði breska þjóðskráin almenningi rás á netinu inn á aldargamalt manntal, frá 1901. Aðsókn var mun meiri en nokkurn hafði órað fyrir, raunar svo mikil að rásiimi var lokað eftir nokkra daga af ótta við að símakerfi landsins þyldi ekki álagið, og hún var ekki opnuð fyrr en eftir að heimildir höf- undar um þetta efni voru skráðar.1 Svipað var uppi á teningnum þegar mormónakirkjan í Utah opnaði heimasíðu með miklum ættfræðiupplýsingum 1999. Álagið var svo mikið að endurskipuleggja varð rásina. Almennur áhugi á ættfræði virðist hvarvetna koma mönnum á óvart. Óvíða gefast opinberar skrár eins vel og hérlendis. Á Englandi nær þjóðskrá til dæmis aðeins aftur til 1837. Þar á undan má finna gögn um fæðingar, giftingar og jarðar- farir í kirkjubókum, en flestar sem eldri eru en frá miðri 17. öld eyðilögðust í borgarastríði. Mun verra er ástandið þó víða annars staðar, svo sem í Bandaríkjunum, þar sem þorri þjóðarinnar er kominn af óskráðum innflytjendum eða þrælum. Hér kemur erfðatæknin að liði. 1. mynd. Hið nýja hús íslenskrar erfðagremingar í Vatnsmýrinni, par sem rannsakaðar eru ættir íslendinga, meðal annars í leit að erfðapáttum sem tengjast sjúkdómum. Ljósm. íslensk erfðagreining. Náttúrufræðingurinn 72 (1-2), bls. 75-79, 2004 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.