Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags I öðrum tilfellum kann hins vegar kvikan að storkna til fulls án goss, ef breytt spenna hamlar eða kemur í veg fyrir innstreymi nýrrar kviku. Tilvist slíkra grunnra innskota í fjallinu er því að líkindum tímabundin og þau hafa fyrst komið fram fremur seint í myndunarsögu Etnu. Ekkert er vitað um hvort hólfið hafi verið virkt fyrir 1994 eða hvort slíkt hafi verið til síðan fyrir um 15.000 árum.14 Ymsar skýringar eru hugsanlegar á uppruna amfibólsins, sem er af gerðinni pargasít-kaersútít, en ekki hefur ennþá tekist að finna út nákvæmlega hvernig skilyrðin (þrýstingur, hitastig, vatnsmagn o.s.frv.) eru fyrir myndun þess. Annaðhvort er það framandsteind af óþekktum uppruna eða það kemur frá kaldari svæðum kviku- hólfsins, veggjum eða lofti, þar sem vatnsþrýstingur er hár og amfiból vex á kostnað plagíóklass. Hátt innihald kalíums í amfíbólinu sýnir hins vegar að það er tiltölulega nýlega myndað því kalíumgildin hafa almennt hækkað í gosefnum Etnu síðustu 300 árin.14 I Etnukerfinu þekkjast með öðrum orðum tveir aðgreindir þróunarferlar kvikunnar. Annar er dýpri, 40-70 km, er samfelldur, fer fram í möttulstróknum eða nálægt honum og myndar etnaít við kristöllun ólivíns og pýroxens. Hinn fer fram í grynnri tímabundnum innskotum þar sem etnaít, sem kemur að neðan, breytist í þróaðri kvikutegundir við kristöllun plagíó- klass. Þetta leiðir til þess að nokkur breytileiki er í bergtegundum Etnu þó að um eina uppsprettu kvikunn- ar í möttlinum sé að ræða.14,15 Hamfaragos AF VÖLDUM BASALTKVIKU Til viðbótar við þessi grunnu tímabundnu kvikuhólf, sem geyma sprengigjarna, þróaða kviku, býr Etna yfir öðrum óþægilegum eiginleika.16 Árið 122 f.Kr. varð öflugt þeytigos sem stóð dögum saman og þakti bæinn Kataníu 10 cm þykku öskulagi. Mörg hús 11. mynd. Gosið í Etnu í algleymingi. Séð frá þorpinu Nicolosi 4. nóv. 2002. Hvíti mökkurinn er gufanfrá toppgígunum en hitt er óvenjumikill öskumökkur úr einum gíg í2750 m hæð á suðurhlíðinni (shr. 1. mynd). Ljósm. Richard Kölbl. þeirra rís Etna. Fremst á Tyrrenís eru eldfjöllin Vúlkan og Strombólí, sem fæðast af kvikunni að neðan sem rís í stórum dropum frá jónísku skorpunni sem bráðnar. jóníska skorpanfer niður (stóra örin) en er á hreyfingu til baka (litla örin sem bendir á strikaða flekann). Þar með verður til „eyða" fyrir framan jónísku skorpuna en í hana streymir möttulefiii undan Afríku. Talið er að kvika sem verður til við þetta möttulstreymi fæði Etnu. Strikuðu línurnar sýna útlínur V-Kalabríu (til vinstri, á Tyrrenísarfiekanum) og A-Sikiley með Etnu (til hægri). Myndin er teiknuð frá norðvestri. Myndina teiknaði höfundur eftir Gvirtzman & Nur.13 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.