Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 67

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Orsök þessa hefir að nokkru leyti verið vankunnátta mín, er eg ei þekkti öll annars máske mögulig innlenzk urtanöfn, og að nokkru leyti fæð túngumáls vors á slíkum nöfnum, en með því slíkt er sameiginligr brestr flestra túngumála, að nefnilega í fyrstu vanta orð eðr nöfn til þess er ný vísindi og kunstir útheimta, þá vona eg að slíkt eigi til frambúðar hindri nyt- semi bæklíngsins." Mjög fá eða engin þeirra tvöföldu plöntunafna, sem Oddur bjó til eftir fyrrnefndum reglum, náðu fótfestu í málinu og koma þau naumast fyrir í öðrum ritum en íslenzkri grasafræði hans. Hins vegar rötuðu mörg ein- nefndu tegundanöfnin iim í flóru- bækur síðari tíma og nokkur ætt- kvíslanöfn. I þessu efni skilur íslenskan sig frá flestum öðrum þjóðtungum sem héldu sig við tvínefnaregluna eins og enn má sjá í ensku, dönsku, þýsku, frönsku, ítölsku og rúss- nesku (í ensku og frönsku eru þrí- skipt nöfn ekki óalgeng). I Noregi og Svíþjóð varð hins vegar töluverð stefnubreyting í þessu efni á 20. öld- inni, ef til vill fyrir áhrif frá Flóru Stefáns Stefánssonar, svo að þar eru óskipt tegundanöfn nú meginregla, a.m.k. hvað háplöntur varðar, þó að hin séu líka algeng. Árið 1881 kom út í Kaupmanna- höfn bókin Islands Flora eftir Christi- an Gronlund sem kalla má fyrstu nútímaflóru landsins. Gronlund getur mjög oft um íslensk tegunda- nöfn sem hann tekur úr eldri heim- ildum en sneiðir greinilega hjá tvínefnum Odds Hjaltalín, og verð- ur ekki séð að hann hafi búið til nein íslensk nöfn. í formála segist hann hafa fengið aðstoð við íslensku nöfnin hjá Þorvaldi Thoroddsen og Vilhjálmi Finsen. Móritz H. Friðriksson læknir gagnrýndi þessa flórubók, einkum hvað varðar íslensku nöfnin, og birti síðan lista yfir íslenskar háplöntur í Almanáki Þjóðvinafélagsins 1883 og 1884, með réttum nöfnum sem hann taldi vera. Er þar margt undarlegra nafna, en þó segist hann aðeins taka þau sem notuð séu „í daglegu máli almennings, eða þá í bókum og handritum íslenzkra grasafræðinga, en smíða engin sjálfur ..." Stefán Stefánsson OG EINNEFNAREGLAN Með útkomu bókarinnar Flóra ís- lands eftir Stefán Stefánsson, árið 1901, var innleiddur nýr og þó í raun gamall siður í nafngiftum plantna á íslandi. Síðan hafa menn yfirleitt valið þann kost að gefa hverri lífveru eitt óskipt heiti eftir íslenskri málvenju. Þó er ekki laust við að menn hafi stundum fylgt þessum nafnareglum meira af til- finningu en skilningi. Því er nauð- synlegt að gera sér Ijósa grein fyrir nafnareglum Stefáns eins og þær birtast í Flóru hans. Fyrsta boðorð Stefáns er greini- lega að hver íslensk plöntutegund skuli bera eitt íslenskt nafn (eða aðalnafn) sem helst á að einkenna hana á einhvern hátt. Sé til gamalt alþýðunafn á tegundinni skal það notað en annars skal gefa henni eitt íslenskt nafn. Hann gefur þó alloft upp tvö alþýðunöfn, t.d. fergin og tjarnaelfting fyrir Equisetum fluvia- tile, og beitieski og móeski fyrir E. variegatum, jafnvel þrjú á stöku stað, t.d. dýragras, arnarrót og bláin fyrir Gentiana nivalis sem hann hefur líklega ætlað notendum bók- arinnar að velja á milli. Þetta heyrir þó til undantekninga og virðist dá- lítið tilviljunarkennt. Til dæmis hef- ur hann aðeins eitt nafn á blóðbergi sem þó á sér fjölda nafna í íslensku. Stefáni var ljóst að til þess að nöfn plantnanna gætu orðið almennings- eign yrðu þau að laga sig að íslenskri málhefð. Nafnið yrði því að vera hægt að bera fram og skrifa sem eitt orð. Þessi regla finnst okkur nú svo sjálfsögð að við eigum bágt með að ímynda okkur annan möguleika, en tvínefnareglan á 19. öldinni sýnir að þetta var ekki sjálfgefið. Þrátt fyrir þetta vill hann samhæfa nöfnin tvínefnareglu Linnés. Annað boðorð hans er því að hver ættkvísl skuli hljóta eitt fremur stutt íslenskt nafn Stefán Stefánsson 21 árs í Kaupmannahöfn. og það skal á einhvem hátt vera hluti af nöfnum allra tegunda við- komandi ættkvíslar. Þar er aftur komið stofnheitið sem Oddur inn- leiddi en nú skal það vera samtengt viðumefninu. Einfaldast er þá að nota ættkvíslar- nafnið óbreytt sem seinni lið og það er sú regla sem Stefán beitir oftast. Dæmi: Ættkvíslin Ranunculus fær nafnið Sóley og síðan em tegunda- nöfnin brennisóley, dvergsóley, jöklasól- ey o.s.frv. mynduð af því. Þetta er auðvelt þar sem ættkvíslanöfti em stutt eða ósamsett og jafnvel tveggja og þriggja atkvæða nöfn eins og Sveifgras (Poa) og Steinbrjótur (Saxi- fraga) geta gengið, sbr. tegundanöfn- in blásveifgras, kjarrsveifgras, gullstein- brjótur, snæsteinbrjótur o.fl. Þegar ættkvíslanöfn hafa fleiri atkvæði en þrjú fer málið að vand- ast. Ættkvíslarnafnið Arfanóra er ónothæft í samsetningum. Þá tekur Stefán það til bragðs að nota seinni hluta orðsins og býr þannig til teg- undanöfnin melanóra og móanóra enda getur orðið nóra staðið sjálf- stætt og allt eins verið ættkvíslar- nafn eitt sér. Nokkur dæmi em um að Stefán myndar ný tegundanöfn með hljóð- varpi af ættkvíslanöfnum eða öðmm tegundaheitum: Dæmi: Krókarfi eða Krækill (Sagina) og tegundanöfnin broddkrækill, skammkrækill o.s.frv. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.