Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingurinn 3. mynd. Gljádepla, þurrkað eintak úr grasfræssáningum við Arnarhól í Eyja- fjarðarsveit. Ljósm. Hörður Kristinsson. Flekkj agullrunni Hypericum maculatum Crantz. Helgi Hallgrímsson á Egilsstöðum sendi mér síðsumars 2003 sýnishorn af torkennilegri plöntu sem hann hafði fundið við Helgustaðanámu við Reyðarfjörð. Plantan var óblómguð og því torgreind, en svipbragð hennar benti þó til ættkvíslar gull- runna (Hypericum). Eftir samanburð við greiningarlykla og eintök í plöntusöfnum bendir flest til að um flekkjagullrunna (Hypericum macula- tum) sé að ræða. Einkennandi fyrir flestar plöntur af gullrunnaættkvísl er að laufblöðin eru oft alsett kirtlum sem koma fram sem áberandi blettir á blöðunum. Flekkjagullrunninn er þó undantekning, því blöð hans eru nánast kirtlalaus. Hins vegar á hann að hafa áberandi svarta bletti á gulum krónublöðunum, og þar af er nafnið dregið. Stönglamir eru skarp- ferstrendir. Þótt líkur bendi til að hér sé um þessa jurt að ræða, verður varla fullyrt að sú greining sé rétt fyrr en jurtin finnst í blóma. Ein eldri heimild er til um villtan flekkjagullrurma hérlendis (Eyþór Einarsson, bréfleg heimild). Eyþór Þórðarson kennari í Neskaupstað fann þessa tegund í grunnu lækjar- gili ofantil í kaupstaðnum og sendi eintak til Eyþórs Einarssonar til ákvörðunar. Það er nú varðveitt í plöntusafni Náttúrufræðistofnunar íslands í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Eyþóri Einarssyni mun plantan hafa vaxið þama í um 20 ár eftir þetta og breiðst nokkuð út í gilinu. En eitt vorið eyðilagði lækurinn vaxtarstaðinn í miklum vatnavöxtum. Islenska nafnið flekkjagullmnni er ættað frá Ingimar Óskarssyni1 2 3 4 5 6 en er óheppilegt því þetta er jurt en ekki runni. Kósakkadepla Veronica gentianoides Vahl. Allhá- vaxin, fjölær og harðger jurt sem er víða ræktuð í görðum. Hún myndar langan klasa, þéttsettan heiðbláum blómum sem em um eða yfir einn sentimetri í þvermál. Síðastliðið sumar veitti ég þessari jurt athygli, þar sem hún myndaði stórar breiður í skurði meðfram Hlíðarvegi í Ólafsfjarðarkaupstað. Ekki hafði hún þroskað fræ þegar henni var safnað um miðjan júlí. Þessi jurt er ekki líkleg til að dreifast mikið af sjálfsdáðum, en endist trúlega lengi á þeim blettum þar sem hiin nær fótfestu. Þótt ég hafi ekki spumir af þessari jurt villtri áður, má telja líklegt að hún hafi víðar slæðst eitthvað út fyrir garða, svo harðger sem hún er og algeng í ræktun. Þá hef ég lokið að geta helstu nýrra slæðinga sem urðu á vegi mínum á árinu 2003. Heildarlista yfir slæðinga sem getið hefur verið frá Islandi má finna á vefsíðunni www. floraislands.is undir fyrirsögninni Plöntulistar - háplöntur. Þar er listi yfir þær 475 tegundir blómplantna og byrkninga sem taldar em ílendar í íslensku flómnni, og að auki um 200 slæðingar sem skráðir hafa verið villtir í landinu. Allar upplýsingar um framandi plöntur í flómnni em vel þegnar, t.d. á netfangið hkris@ni.is með tölvupósti. Ef plantan er ógreind þarf að senda pressað og þurrkað sýnishorn til greiningar með venjulegum pósti. Markmiðið er að skrá sem best hve- nær og hvernig framandi plöntur berast til landsins og fylgjast með því hvemig þær dreifast um landið. Heimildir 1. Steindór Steindórsson 1962. On the age and immigration of the Icelandic flora. Vísindafélag íslendinga, Reykjavík. 157 bls. 2. Ingólfur Davíðsson 1967. The immigration and naturalization of flowering plants in Iceland since 1900. Greinar Vísindafélags íslendinga 4(3). 1-35. 3. Ingimar Óskarsson & Henning, A. 1963. Villiblóm í litum. Skuggsjá, Reykjavík. 290 bls. 4. Novak, F.A., þýð. Ingólfur Davíðsson 1972. Stóra Blómabók Fjölva. Fjölvi, Reykjavík. 599 bls. 5. Blamey, M., þýð. Óskar Ingimarsson & Jón O. Edwald 1992. Mynd- skreytt flóra Islands og Norður-Evrópu. Skjaldborg hfv Reykjavík. 544 bls. 6. Ágúst H. Bjamason (ritstj.) 1996. Stóra Garðabókin. Forlagið, Reykja- vík. 542 bls. PÓSTFANG HÖFUNDAR / AUTHOR’s ADDRESS Hörður Kristinsson Náttúmfræðistofnun íslands/ Icelandic Institute of Natural History Pósthólf 180 602 Akureyri hkris@ni.is Um höfundinn Hörður Kristinsson (f. 1937) lauk dr.rer.nat.-prófi í grasafræði frá háskólanum í Göttingen í Þýskalandi 1966. Hann starfaði við Duke-háskóla í Bandaríkjunum 1967-1970, var sérfræðingur við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1970-1077, prófessor í grasafræði við Háskóla íslands 1977-1987, forstöðumaður Náttúrufræðis- tofnunar Norðurlands, síðar Akureyrarseturs Náttúm- fræðistofnunar íslands, 1987-1999. Hörður vinnur við rannsóknir, einkum á háplöntum og fléttum, á Náttúru- fræðistofnun íslands. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.