Samvinnan - 01.08.1985, Síða 23

Samvinnan - 01.08.1985, Síða 23
leiðendur ekki í sölusamtökum. Sam- bandið hefur verið tiltölulega lítið í sölu á skelfiski, en það fer nú vaxandi, þar sem æ fleiri og fleiri framleiðend- um þykir orðið tímabært að koma betra skipulagi á sölumálin. Þó að samvinnufélög framleiði nokkuð af mjöli og lýsi er hlutur Sambandsins í útflutningi heldur lítill. Framleiðendur mjöls og lýsis eru yfir- leitt ekki í sölusamtökum og annast nokkur fyrirtæki sölu á þessum afurð- um. Sambandið hefur ekki tekið þátt í sölu á lagmeti í eigin nafni. Það hefur verið verkefni Sölustofnunar lagmetis- 'ns. Þá hefur Sambandið ekki séð ástæðu til að taka þátt í sölu á gámafiski og flugfiski, þar sem nægi- lega margir einstaklingar hafa boðið sig fram til þeirra starfa. Nú er aftur svo komið að fleiri og fleiri félagar í Félagi Sambandsfiskframleiðenda óska þess að Sjávarafurðadeild hefji sölu á gámafiski, vegna þess hve salan er skipulagslaus og árangurinn til- viljanakenndur. • Að hverju er stefnt Sambandsfrystihúsin hafa verið að eflast á undanförnum árum. Þau hafa ekki eflst á kostnað annarra, eins og sýnt hefur verið hér að framan. Þau hafa eflst af markvissu innra starfi. Það hefur verið stefnt að aukinni tæknivæðingu og fjölbreytni í fram- leislu. Það hefur verið stefnt að stöð- ugri hráefnisöflun, sem tryggði starfs- fólki sæmilega stöðuga vinnu. Frystihúsin á Austurlandi voru mjög illa farin í lok síldarævintýrsins og þurftu mörg hver algjörrar endur- byggingar við. Það er engin spurning að sú endurbygging hefði orðið erfið ef Byggðasjóðs hefði ekki notið við. En Byggðasjóður lánaði í upphafi aðeins til landsbyggðarinnar af eðli- legum ástæðum. Nú er hann farinn að lána til Suðvesturlands, einnig af eðli- legum ástæðum. Víða annars staðar þurftu frystihúsin einnig endurbygg- ingar við, en þó hvergi eins og á Austfjörðum. Sambandsfrystihúsin hafa unnið að þessari endurbyggingu eins og þau hafa talið eðlilegt. En þar Fiskrcttaverksmiðja Sambandsins og frvstihúsa á vegum þess í Camp Hill í Pennsylvaníufylki. Fram- leiðsluvörum verksmiðjunnar er dreift um öll fylki Bandaríkjanna.

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.