Samvinnan - 01.08.1985, Síða 26

Samvinnan - 01.08.1985, Síða 26
Eitt tré fyrir hverja konu Aaðalfundi Sambandsins á liðnu sumri, sem var hinn 83. í röðinni, var staða kvenna innan samvinnuhreyfingarinnar aðalumræðuefnið. Framsögumaður var Dagbjörg Höskuldsdóttir og í framhaldi af erindi hennar skiptu fundarmenn sér niður í sex umræðuhópa. Fundurinn samþykkti nokkrar tillögur um málið, þar sem samvinnufélaögin voru m.a. hvött til að taka til gagngerrar athugunar hvert á sínu svæði, hvernig auka mætti þátttöku kvenna í samvinnuhreyfingunni, starfsaldur heimavinnandi kvenna skuli metinn til launahækkana og í samvinnuhreyfingunni skuli gilda reglan „sömu laun fyrir sömu vinnu“. í lok fundarins gerðust þau tíðindi að kona var í fyrsta sinn kjörin í stjórn Sambandsins, Valgerður Sverrisdóttir, og tvær í varastjórnina, Dagbjört Höskuldsdóttir og Helga Valborg Pétursdóttir. A Um kaffileytið síðari daginn gengu fundarmenn út fyrir byggingarnar að Bifröst, og þar gróðursetti hver kona í hópi aðalfundarfulltrúa sitt tré. Þetta var gert í tilefni af því, að 70 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt til alþingis á fslandi og að kvennaáratugi er senn lokið. 26

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.