Samvinnan - 01.08.1985, Qupperneq 40

Samvinnan - 01.08.1985, Qupperneq 40
Oblátan Hælar hennar skullu í gangstéttina, hraðar og hraðar; hún hljóp mig uppi. fór að hrjóta. Þegar ég missti styrkinn rétti hann mér hjálparhönd, gaf mér sígarettur og peninga, og eina nóttina tók hann mig með sér. Eftir það höfum við sofnað á sama tíma. Ég var einmitt að hugsa um hann, og nú stóð hann þarna, fyrir utan skúr Elísu, og glotti. „Ég beið eftir þér,“ sagði hann. „Afhverju?“ „Það færðu að vita á sínum tíma. En fyrst vil ég fá mér í svanginn. Kemurðu með inn?“ „Því þá ekki,“ sagði ég. Ég mátti ekki ljóstra neinu upp. Wasinski bankaði þrisvar á glugga- hlerann, svo heyrðum við í Elísu, hún sagði fastmælt: „Það er búið að loka“ „Enga vitleysu," sagði Wasinski. „Nú, ert það þú.“ kallaði Elísa. Hún snéri lyklinum, opnaði dyrnar og hló. í dimmu horninu voru báðir rúmen- arnir eða ungverjarnir. Við vissum ekki hvort þeir voru heldur. Þeir þekktu okkur Wasinski, en þeir litu ekki við okkur, héldu áfram að gaspra á þessu voðalega hrognamáli sínu. Elísa skrækti og hnippti í Janos, þann yngri. „Lögreglan kemur ef þið eruð með læti.“ „Fyrir tvo,“ sagði Wasinski. Og við mig: „Þig langar líka í, ha?“ Ég sagði: „Er eiginlega ekki svangur. Svo hef ég ekki nóga peninga á mér.“ „Ekki nóga peninga! Ekki nóga peninga! En sú þvæla! Þú sem sópaðir öllu til þín í gær.“ Það var satt, ég átti enga peninga eftir. Ég hafði fengið frú Röser það sem ég græddi í nótt og borgað þvottinn, af því mér leiðast skuldir, af því ég þoldi ekki lengur álasandi augnaráð hennar, af því mig var farið að langa til að komast í hreina skyrtu. Ég hafði tíu pfenninga í vasanum og svo auðvitað - nistið. Ef ég kærði mig um gæti ég selt það. Báðir delarnir þarna stunduðu svoleiðis. Vasar þeirra voru sneisafullir af úrum, hringum, skrautmunum. Veski þeirra voru úttroðin af peningaseðlum. Ef þeir sáu eitthvað sem glitraði hremmdu þeir það eins og hreysikett- ir. lísa ýtti til okkar pylsunum. Það rauk af þeim á pappadisk- unum; hjá þeim var brauðsneið og sinnepsdella. Wasinski stakk báðum pylsunum samtímis uppí sig. Mér bauð við honum. „Hvað, ertu ekki svangur?“ sagði hann. „Jú.“ „Ef þú ert blankur skaltu koma með.“ „Nei, það get ég ekki.“ „Afhverju ekki?“ „Það er ekki hægt. Ekki núna, minnstakosti. Ekki strax.“ „01ræt,“ sagði Wasinski, „þú kem- ur þá seinna. Segjum klukkan ellefu. Klukkan ellefu hjá leigubílunum.“ Ég beit í seinni pylsuna. Wasinski mældi mig út. Ég þreifaði á brjóstvasanum. Nistið var þar, útlínur þess sæjust líklega í gegnum vasann. „Fínt er, klukkan ellefu hjá leigubíl- unum,“ sagði hann og fór út. Rúmenarnir eða ungverjarnir voru ennþá að skrafa. Elísa hnuðlaði saman pappadiskunum og fleygði undir borðið. Ég sagði: „Gefðu mér nokkrar síga- rettur. Fjögur stykki - á ekki fyrir fleirum.“ „Fínir kúnnar!“ hvein í henni og taldi fjórar sígarettur úr pakkanum. Ég vildi draga tímann á langinn, tvær eða þrjár mínútur, þangað til Wasin- ski væri horfinn. Frá barnum í næsta húsi hljómaði jasslag. Birgitte stóð í dyragætt- inni, svo lítil og brothætt; ég leið önn fyrir hana þegar ég sá hana með ameríkumanni. Feginn hefði ég viljað hitta hana oftar, en hún tók mig ekki alvarlega. Nú stóð hún þarna ein. Ég gekk framhjá. Ég lét sem ég sæi hana ekki. Hún kallaði: „Hæ! Hæ!“ Tvisvar, þrisvar. Ég hélt áfram eins og ekkert væri. Hælar hennar skullu í gangstéttina að baki mér, hraðar og hraðar; hún hljóp mig uppi. Hún þreif um handlegginn á mér og snéri mér í einu átaki. „Ertu heyrnarlaus?“ Ég lét sem ég væri hissa: „Birgitte, hvernig líður?“ „Takk, bara vel, ég er að bíða,“ sagði hún. „Og það borgar sig?“ „Það veit maður fyrst á eftir. William fór aftur uppá loft, ég týndi púðurdósinni minni, veit ekki hvar. Þetta er þriðji staðurinn sem við 40

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.