Vikan

Útgáva

Vikan - 02.12.1965, Síða 8

Vikan - 02.12.1965, Síða 8
Hucjleiðincj um jolin og mannliffið GEFÐU ÞAÐ effftir SigvaBda Hjálmarsson SÚ SAGA er sögð, og veit ég ekki á henni neinar sönnur, að það hafi gerzt á austur- vígstöðvunum í fyrri heimsstyrjöldinni í næðingi og fjúki á sjálfa jólanóttina að þýzk- um hermanni hugkvæmdist að rétta upp úr skotgröfinni stöng með hvítri friðarveifu. Rússneskum hermönnum sem héldu til í sínum skotgröfum hinum megin við aldeyðuna þótti þetta merki um að óhætt væri að líta upp fyrir grafarbarmana, og þá gerðu Þjóð- verjarnir það líka, og þeir létu sér ekki nægja að standa andspænis hver öðrum vopn- lausir á börmum skotgrafanna, heldur gengu út á aldeyðuna og mættust á henni miðri, gáfu hver öðrum í pípu og veittu hver öðrum af hinum fátæklegu drykkjarföngum sín- um. Það var næðingur og fjúk, og þetta var á sjálfa jólanóttina, en með birtingu morg- uninn eftir var farið að skjóta. Eitthvað þessu líkt eru jólin í lífi mannanna. Þessi saga vekur athygli á boðskap þeirra — sem eru friður og bræðralag, þrátt fyrir það að það geysar stríð í heiminum. Og hún vekur líka athygli á vandamáli mannanna — sem er stríð og sundurþykki, þrátt fyrir það að einstaklingarnir viðurkenna anda bræðralagsins og þrá frið. Furðulegasta mótsögnin í mannlífinu er einmitt sú að menn þrá frið en stofna til ófriðar. Frá Tíbet er þetta spakmæli: „Öll hamingja í heiminum er sprottin af óskum um farsæld annarra. Öll vansæla í heiminum er sprottin af óskum um farsæld sjálfs sín.“ Þannig er farið að því að stofna til ófriðar. En á jólunum vanda menn sig svolítið meira en venjulega að vera til. Jólin eru eigin- lega orðin eins konar „generalprufa“ fyrir allt árið í því að lifa hreint og fagurlega, heiðríkjublettur mitt í armæðu og þrasi. Mcnn sitja yfirleitt á strák sínum á jólunum, og sumir lofa sjálfum sér bót og betrun á hverjum jólum. Þá á ekki aðeins að fara að spara upp í eyðsluna fyrir jólin, heldur byrja nýtt líf. Því er tjaklað sem til er: góður matur, sópuð híbýli þvegin andlit. Og í sálarlífinu er líka svolítið lagað til. Bezta hliðin snýr upp. Jólunum tilheyrir aðeins það sem er hátt og hreint og göfugt. Jafnvel kaupmennskan og prangið getur ekki spillt því hve gott það er að eiga slíkar heiðríkjustundir við og við i argaþrasi daganna. Og það er ekkert nema gott um það að segja að taka til, sópa og þvo og prýða hús og borgir. Það er hvort sem er vitað að menn geta ekki verið almennilegir menn allt árið um kring, og dálítið af lystilega brös- uðu svínakjöti, súkkulaði og fínt bakkelsi, falleg föt og gjafir hjálpa þeim til að haga sér eins og menn þessar fáu klukkustundir í skammdeginu. Þetta er að vísu barnalegt, en allt mannkynið er hvort sem er enn eins og feiknarleg hjörð af fávísum og illa upp öldum krökkum. í fullu samræmi við þetta hefur það löngum verið talið að það sé ekkert illt á sveimi á jólanóttina. Sjálf náttúran er blíð og allar skepnur skaparans kyrrlátar og göfugar. í náttúrunni ríkir sami friðurinn og í sálum mannanna, því að maðurinn sér heiminn alltaf gegnum gleraugu síns eigin sálarástands. Hreinum er allt hreint, og göfugum allt göfugt. t
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.