Vikan

Issue

Vikan - 02.12.1965, Page 22

Vikan - 02.12.1965, Page 22
OLABÖRN VIKUNN [ fyrra birtum vð myndir af 10 ný- fæddum börnum og spurðum: Eru öll nýfædd börn eins? — Svarið varð auðvitað neikvætt, þrótt fyrir allt og allt, því vitaskuld eru ný- fædd börn ekki öll eins fremur en önnur börn. En manneskjan er alltaf að breyt- ast. Við hlæjum, þegar einhver verður áttræður eða níræður og vin- ir hans skrifa vel um hann í blöðin, og láta fylgja með því mynd af honum á tvítugsaldri. Við köllum það fermingarmyndirnar. Hins vegar látum við oftast kyrrt liggja, þótt við sjáum eins, tveggja eða jafnvel fimm ára gamlar mynd- ir af fólki; höldum jafnvel iðulega, að það séu nýjar myndir. Því breyt- ingin er varla sjáanleg. En setjum nú svo, að sá siður yrði upp tekinn á íslandi að birta afmælisgreinar um þegnana á fyrsta afmælinu, sem í sjálfu sér er einna merkast aldursmælidaga. Þá er ég hræddur um, að ekki dygði ársgömul mynd. Hún yrði að vera ný. Annars væri hún úrelt. Síðari hluta októbers síðast lið- ihs fórum við á stúfana og höfðum uppi á jólabörnunum okkar frá I fyrra. Þau voru öll hér í Reykjavík, nema eitt, sem var komið vestur á Snæfellsnes, en foreldrar þess sendu okkur mynd af því. Og nú ætlum við að sýna ykkur, hvað jólabörnin okkar hafa breytztá einu ári, fyrsta og lengsta ári ævinnar. SHH.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.