Vikan

Útgáva

Vikan - 02.12.1965, Síða 31

Vikan - 02.12.1965, Síða 31
0 Ég hef líklega ofmatazt ó vísum, því stundum leiðast mér þær. vert eftir Hemingway, og ég hef aldrei getað haldið upp á hann. Mér finnst hann hrottalegur og illa innrættur. Eg hef ekki getað borið saman íslenzka þýðingu og frum- texta nema á einni bók hans, Gamli maðurinn og hafið, og ég get ekki neitað, að stíllinn og blærinn á frumtextanum nær þó meiri tök- um á mér en þýðingin. En ég hef aldrei getað sætzt við Hemingway fyrir þessa djöfulsins drápgirni, sem bjó í manninum, og hreina morðsýki. Eg veit ekki, hvort það er sadismi eða hver fjandinn það er. En þetta skín í gegnum allt líf hans, sem maður hefur af honum heyrt, og eins lýsingar í sumum bókum hans. Þið munið kannski, þegar hann er að þræða sala- möndruna upp á öngulinn, af því hann hafði ekki aðra betri beitu. Indriði tekið Hemingway til fyrir- myndar, hefur hann ekkert síður lært af Remarque. Ekki síður. Það þori ég að ábyrgjast. En þetta er virðingavert, ef maður tekur sér fyrirmyndir, að vera maður til að taka sér stórar fyrirmyndir! Annars eigum við svo mikið af ungum ágætismönnum á bókmenntasviði, að það væri bara seint upp að telja. — Myndirðu treysta þér til að raða þeim, svona efstu númerun- um? — Nei, það myndi mér aldrei detta í hug að reyna! Af og frál Flest af þessum ungu mönnum þekki ég eitthvað, meira og minna, og er jafn hlýtt til þeirra allra, ég get ekki annað sagt. — Þú heldur sem sagt ekki, að bókmenntir landans dofni, þótt — Ekki þori ég að segja það. Ég þori ekki að bera á móti erfðunum að einhverju leyti. Annars bar mest á því með krakkana okkar, þegar þeir voru að alast upp, að þeir voru músikalskir. Enda er þeirra móðurfólk ákaflega músík- alskt. Það var til dæmis móðurafi þeirra og hans bræður; þeir áttu sem unglingar heima neðst í Hvft- ársíðunni Guðjón og Sigurður, en Árni aftur ólst upp innst, í Fljóts- tungu, og Hvítársfðan er löng, lík- lega 30 — 40 kílómetra löng, en þarna niðri frá var þá í Síðumúla organisti ágætur, Runólfur frá Fiskilæk, bróðir Matthíasar þjóð- minjavarðar sem var, og hann kenndi ungum mönnum á orgel. Og þeir voru eitthvað við það riðn- ir, eða undir óihrifum þaðan, Sig- urður og Guðjón, og þegar þeir lærðu nýtt lag, þá töldu þeir ekki eftir sér að skokka á góðum degi þessa 30 — 40 kflómetra fram að Fljótstungu til að kenna Árna bróð- úr sínum það lfka. — Þú minntist á, að þú hefðir komið þér upp nokkrum bókakosti. Hvað lestu aðallega? — Ég hef alltaf lesið allt, sem ég hef komizt yfir að lesa. Frómt frá sagt. Nema kannski fjárlögin og það sem skyldast er þeim, hag- skýrslur og þess háttar, ég hef aldrei nennt að glöggva mig neitt verulega á því. Annars hef ég allt- af haft viðunandi bókakost; til dæm- is hafði ég úr miklu að moða þessi ár sem ég var á Gilsbakka; það var bókasafn séra Magnúsar And- réssonar, það var bæði stórt og gott á þess tíma mælikvarða. — En eitthvað hlýturðu að taka fram yfir annað? — Já. Mér hefur alltaf þótt mest gaman að lesa reyfara. Því hasar- kenndari, þeim mun skemmtilegri. En sú bók, sem ég hef löngum haldið mest upp á, fellur þó satt að segja ekki undir þann flokk. Ég held ég hafi af bókum, sem ég hef lesið, haldið mest upp á Dronning Gásefod — Gæsalöpp drottning — eftir Anatole France. Það er óhemju skemmtileg bók. Ég hafði það alltaf fyrir sið, árum saman, að vera alltaf viss um, hvar hún stæði f bókaskápnum mfnum, að enginn hefði stolið henni frá mér, að ég hefði ekki látið hana þar sem ég fyndi hana ekki aftur. Efni hennar verður ekki f stuttu máli rakið; hún fjallar fyrst og fremst um einn forkunnlegan ábóta, gullgerðarmann, og yndisfagrar, léttúðugar franskar konur. Sem sagt, óhemju skemmtileg bók. — Það er dálítið gaman að fá svona svar einu sinni, í staðinn fyr- ir upptalningu á Nóbelsverðlauna- höfundum og stórnöfnum, öllum á einum strimli. — Það er kannski af því ég hef ekki kynnzt þeim öllum. Þeirrabeztu verk, margra hverra eru á málum, sem mér eru ekki aðgengileg, og það hefur svo lítið verið eftir þá þýtt, að það gefur enga fullkomna mynd um þá. Ég hef þó lesið tölu- Hann kann svo sem að lýsa þessu, þegar hún grípur um öngulinn, um leið og hann smýgur í gegnum hana, eins og litlar barnshendur séu að fálma fyrir sér. Jú, þetta getur verið list út af fyrir sig, en það er eitthvað Ijótt við hana. Ef maður vissi nú, að maðurinn hefði verið andstæður öllu drápi og ó- þörfum veiðiskap — því það er geysilegur munur á því, til hvers menn veiða. Hvort menn veiða sér til lífsframfæris af nauðsyn, eða hvort menn veiða bara til þess að drepa, það er mikill munur. Ef hann skrifar þetta sem maður, sem er að lýsa dauðastríði þessarar litlu skepnu, af því hann hefur and- styggð á því; þá hefði ég skilið hann. En ef hann er að rifja það upp fyrir sjálfum sér, sér til skemmtunar, þessi maður, sem allt sitt líf þurfti að vera að drepa, þá er ég ekki með honum. — Hvað segirðu þá um þá rit- höfunda íslenzka, sem sagðir eru hafa stælt Hemingway að einhverju leyti, meðvitað eða ómeðvitað? — Þú meinar Indriða, sem hefur verið borið það á brýn, að hann stældi hann? — — — Indriði stæl- ir ekki þessar hliðar, enda er Ind- riði ekki eins mikill veiðimaður. En — ég held mikið upp á Indriða og hann er fyrst og fremst hann sjálfur. Mér finnst allt, sem hann hefur gert, athyglisvert, og surnt prýðilegt. Til dæmis Land og synir, mér finnst það stórgóð bók. En það hefur mönnum skotizt yfir, að hafi gömlu snillingarnir okkar líði undir lok? — Það held ég ekki, nema ef allt fer út í þetta banvæna peninga- kapphlaup, sem er að sliga fólk- ið. Ef það verður hægt fyrir póli- tískar stefnur að kaupa unga og efnilega menn undir merki sitt, og hægt er að láta þá þjóna þar, þá er hægt að drepa niður allar sjálf- stæðar bókmenntir f hvaða landi sem er. Það er sagt, að þetta hafi verið búið að hálfdrepa rithöfunda og ritstörf í Rússlandi, þótt vafa- laust sé það að rýmkast aftur núna, og sama hættan getur alveg eins verið fyrir hendi hjá okkur úr öf- ugri átt, það er enginn vafi. Ég veit að það er reynt, og veit, að það hefur borið sinn árangur. En fyrir listamann, sem ætlar að þjóna undir íhaldsmerki, sé ég enga von! Hef aldrei séð! — Einhvern tíma sneri ég mér til nokkuð margra ritmanna, og spurði þá, hvernig þeim þætti bezt að skrifa — ég man ekki, hvernig spurningin var orðuð, en meining- in var sú, hvort þeir ættu sfnar upp- áhalds stellingar, sérstaka staði eða penna eða eitthvað þvf um líkt. Hvernig er nú þetta með þig — hefur þú einhverja skemmtilega sér- vizku þessu lútandi? — Ekki man ég eftir því. — Það var oft áður, þegar ég var f smala- mennsku — þið skuluð þó ekki halda að ég hafi ekki haft hugann við smalamennskuna — ef mér datt Framhald á bls. 77. VIKAN 48. tbl. gj
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.