Vikan

Útgáva

Vikan - 02.12.1965, Síða 33

Vikan - 02.12.1965, Síða 33
Þar sem fyrir hálfum mannsaldri húktu óhrjálegar verbúðir, eru nú húsakynni slík, að Reykvíkingar mættu roðna af skömm yfir kofum sínum, og þar sem áður stóð hjallurinn með ýsuböndunum stendur nú Mercedes Benz af nýjustu ár- gerð. Þannig segir Ásgeir í greininni um Bolungavík. Á meðfylgjandi myndum má sjá sannindi orða hans, þar sem á víxl standa „óhrjálegar verbúðir“ og glæsi- leg einbýlishús, — jafnvel höggmyndir í görðum, ef vel er að gáð. varð síðan að skeri fram af Ófærunni, en hún að drang öndvert honum í Óshyrnunni og gættu þau systkinin þannig víkurinnar um langan aldur. Á nítjándu öld, sökk skerið og þrotnaði þá ofan af drangnum, og er Þjóðólfur nú undir sjó og það vantar ofan á Þuríði, en bæði eru þau þarna að nokkru enn þá. Fólk hefur lengst af verið áberandi dökkhært í Bolungavík, eins og víða um Vestfjörðu og virðist Geirmundur heljarskinn og hans lýður hafa orðið þar mjög kynsæll. Háralitur fólks hefur að vísu nokkuð breytzt í þorpinu með aðfluttu fólki seinni ár, en um skeið var það svo í tíð núlifandi manna að það gat varla heitið að þar sæist ljóshærður maður. Erfitt er að hugsa sér að Vestfirðir séu byggðir frá Noregi, að minnsta kosti er öruggt, að Vestfirðingar hljóta almennt að vera kynjaðir annarsstaðar frá en t.d. Þingeyingar, því að ólíkari mann- gerðir er varla hægt að hugsa sér og mætti þar helzt til jafna stein- bítnum, sem er botndýr og svo aftur fuglum heiminsins, og þó að hið sífellda vængjáblak og kvak Þineyinganna sé leiðingjarnt og þreytandi, mættu Vestfirðingar líta oftar til lofts og láta til sin heyra, en svo má heita, að af mörgum stöðum á Vestfjörðum fari engin saga. Það heyrist bókstaflega ekki í fólkinu í margar aldir. Það er ekki einu sinni, að það sendi betlibréf. Þannig er það um Bolunga- vík. Af því fólki, sem þar bollokar, fer engin saga, allt frá því skömmu eftir 9 hundruð eða landnámsöld og þar til aftur seint á nítjándu öld. Þeir eiga ekki einu sinni nafnkunnan draug. Það er hægt að telja á fingrum sér, þau skipti, sem Bolungavík er nefnd í þessi þúsund ár og þá helzt í sambandi við Hól, kirkjujörð og höfðingjasetur. Nægjanlega oft skýtur þessu nafni upp til þess, að hægt er sð gera sér ljóst, að þarna er samfelld byggði og samfellt útræði. Mjög líklega er þarna búsett tvö til þrjú hundruð manns allar þessar aldir. Báðir dalirnir hafa verið fullsetnir alla tíð, og einnig hafa nokkur býli verið við sjóinn og haft bæði grasnytjar og sjó- fang. Engar sögur fara þarna af hungursneyð og enginn maður er nú svo gamall, að hann muni hungur þarna á borð við það, sem gamalt fólk hefur af að segja í öðrum landshlutum. Það var að vísu aldrei mulið undir mannskapinn og fátækt var þarna að sjálfsögðu mikil, en ekki hungur. Bolvíkingar hafa senni- lega einnig haft mjög lítið af dönsku einokunar- eða selstöðuvaldi að segja, enda illt að komast að víkinni bæði á landi og sjó. Það er því líklegt að útlendir valdsmenn hafi ekki talið það ómaksins vert, að leggja sig í lífshættu og harðræði til að aga þennan vindþurrk- aða kotalýð. Þetta á ekki einasta við um Bolvíkinga, heldur Vestfirðinga al- mennt, að þeir skilja hvorki upp né niður, þegar þeir lesa um alla þá kúgun, sem ýmsir aðrir landsmenn urðu að sæta allt fram á 19. öld. Það er mjög snemma á öldum, sem Vestfirðingar fara að hafa samband við umheiminn. Þarna eru um aldir erlend skip fyrir landi. Þeir verða líka til þess fyrstir manna að taka upp siglingar beint og eru á margan hátt orðnir sjálfum sér nógir snemma á nítjándu öld, Og um það leyti, sem illa framgengnir menn úr norður hluta lands- ins, stíga á bak kviðdrengum truntum sínum og lemjast yfir heiðar með söng og vísnaþrugli til að bjarga sjálfu landinu, en nokkuð af fólki stekkur vestur um haf, þá sitja Vestfirðingar í velsæld að soðningunni og hirða lítið um allan gauraganginn. Þegar þeir sáu að ekki gekk fram málið með látum og hávaða lögðu þeir til mann við stýrið og réttu að honum pening, til að hressa hann, þegar hrúg- uðust að honum betlibréfin úr öðrum landsfjórðungum. Þannig hverfa Bolvíkingar- líkt og fleiri Vestfirðingar hljóðir í myrkur aldanna, atvinnuhættimir breytast ekki um þúsund ára bil og lífsvenjurnar ekki heldur. Lífsbjörgin var sótt undir högg, og stælir það kjarkinn, en árahlummurinn efldi taugina og styrkti vöðvana og í landi var svarrandi brim á aðra hönd en svört fjöll á hina og þannig lögðust atvinnuhættirnir og umhverfi á eitt við að móta harðgert fólk, sem veit enga skömm þeirri ægilegri að gef- ast upp. Þegar áraskipatímanum loks lýkur, verður stórfelld breyting i Bolungavík og nýtt landnám. Skömmu eftir aldamótin 1900 verða vélbátarnir allsráðandi í út- gerð Bolvíkinga, en eins og alkunna er, var þaðan fyrst róið á ver- tíð vélbáti við fsland, og var það 1903. Þess er rétt að geta, að þessi fyrsta smábátavél okkar íslendinga var sett í bátinn á fsafirði í nóvember 1902, og því ekki rétt að eigna Bolvíkingum á nokkurn hátt heiðurinn af þeirri framkvæmd, enda hlógu þeir að Árna Gísla- syni, þegar hann kom til að róa bátnum úr Víkinni árið eftir. En VIKAN 48. tt>l. ■ i ■ a
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.