Vikan

Útgáva

Vikan - 02.12.1965, Síða 37

Vikan - 02.12.1965, Síða 37
hans enn í Trieste, haféSi hann smugu. Hann opnaði peningaskóp skipsins; þar var bjargböggull hans: Colt skambyssa, fimm þúsund amerískir dollarar og mið-Amerískt vegabréf. Ef hann fengi nægilegt forskot, yrði þetta nóg. Skipið kom til Genúa um kvöld- ið og Rutter komst í land í björtu, í borgaralegum klæðum, eins og hann bar ævinlega, þegar hann fór að hitta umboðsmanninn, Ponti, feitan, gestrisin mann, ósínkan á áfengi. Fyrsti stýrimaður Rose of Tralee hafði ekki áhyggjur næstu þrjár klukkustundirnar. Viðræðurn- ar við Ponti tóku alltaf langan tíma og hann óskaði, að hann væri þar líka eða í einhverjum af þessum vingjarnlegu, þöglu veitingastofum, fyrir ofan hafnarsvæðið. Eftir þrjár og hálfa klukkustund fór hann að verða órólegur. Eftir fjórar hringdi hann í umboðsmanninn og frétti, að Rutter hefði aldrei komið þang- að. Þegar lögreglan kom, var Rutt- er kominn áleiðis til Rómar. Þegcr þeir höfðu skipulagt leit um höfn- ina, var Rutter kominn upp í flug- vél, áleiðis til Sviss. Lögreglan [ Genúa var ennþá að leita að hon- um þegar hann kom til Genf og fór beint til bankans síns. Þá var Rutter orðinn með öðru yfirbragði. Nafnið á mið-amerlska vegabréfinu hans var Altern, hann var nauðrakaður, klæddur í dýr, ítölsk föt, átti þrjár léttar töskur í stíl og eins skjalamöppu. Starfs- menn bankans voru fegnir komu hans og buðu honum vín, þessa þurru, Ijósu tegund, sem þeir not- uðu handa miðstéttarviðskiptavin- um. Ekkert, fullvissuðu þeir hann um, væri auðveldara en flytja inn- eignina yfir til Grikklands, ef hann ætlaði að setjast þar að um stund. Senor Altern lét í það skína, að hann ætlaði að setjast að á grfsku eyjunum, og bankamennirnir voru stórhrifnir og ráðlögðu honum að sjóða vatnið. Rutter fékk sér herbergi á góðu hóteli og í fyrsta sinni fannst hon- um, að honum væri óhætt að hringja niður eftir drykk. Hann bað um skozkt viskí og tilgreindi teg- undina. Þegar barið var að dyrum, setti hann samt Coltinn í jakka- vasann og var utan skotmáls frá dyrunum, þegar hann kallaði: — Kom inn. Það var þjónninn. Hann hellti í glasið fyrir Rutter og tók til þjórfénu með starfrænni lipurð, en Rutter beið, þar til dyrnar höfðu lokazt, áður en hann tók upp glas- ið og dreypti á því. Þetta var góður skoti. Mjög góður. Þjónninn opnaði dyrnar aftur og brot úr sekúndu sá Rutter mynd hans í speglinum. Að þessu sinni var hann ekki með bakka; hann hélt á lítilli skambyssu með undar- lega framteygðu hlaupi. Hann skaut Rutter tvisvar, aftan til í hálsinn, en eitt skot hefði verið nóg. Skotln tvö gerðu engan há- vaða. Alls engan hávaða. Sjötti kafli. Craig átti erfitt með að drepa tímann. Vegna hlutverks hans sem endurskoðanda á námskeiði, var honum nauðsynlegt að vera mestan hluta dags utan hótelsins, nauðsyn- legt að forðast tortryggni, athygli lögreglumannanna, forvitni blaða- manna. Aðallega keypti hann fötog heimsótti málverkasýningar. Hann hafði gert áætlanir varðandi öryggi framtíðarinnar, mörgum árum áð- ur, en það var nauðsynlegt að bíða um hríð, áður en hann léti til skar- ar skríða, þar til jafnvel óvinir hans væru vissir um, að hann væri dauður og hann gæti tekið að lifa á ný. A meðan skoðaði hann mynd- ir og málverk. Allt, sem hann gat gert, var að stara og láta hugann reika. Það var í National Gallery, sem honum datt fyrst í hug að finna og drepa manninn, sem hafði skipulagt sprenginguna. I sex ár hafði hann skipulagt, samið, hagrætt; haft áhyggjur af samningum og affermingarstöðum, neyðzt til að vera á hnotskóg eftir verzlun milli Norður-Ameríku og Frakklands, svo mennina sem voru á hnotskóg eftir honum grunaði ekki neitt; trana Sir Geoffrey fram við hvert mögulegt tækifæri til að sýna hve flekklaus Rose Line var. Sex ár höfðu verið nóg. Hann hafði alla þá peninga, sem hann þurfti. Hann gat farið hvert sem var, ver- ið hver sem var, aðeins, ef þeir álitu hann dauðann. Og þar til dómsrannsókn hafði farið fram, voru þeir ekki fullvissir. Svo hann lét tímann líða, einbeitti sér að- eins af líkama og sál, þegar hann fór til náms hjá Hakagawa. Svo, á safninu; hann var að horfa á landslag; sá hann málverk Rubens: „Chateau de Steen". Fremst á myndinni var veiðimað- ur með langhleypta byssu. Craig sá undir eins. hversu réttur veiðimað- urinn var. Það var greinilegt á því hvernig hann hreyfði sig, hvernig hann meðhöndlaði byssuna og not- aði skjólið. Þegar hann horfði á þessa litlu veru, sá hann vit í mynd- inni. Maður, sem var að veiða — það var líka vit í honum. Drepa til þess að afla sér fæðu, eða vegna þess að einhver var að reyna að drepa hann. Hvort, sem var, átti hann engra kosta völ, og fyrir Craig var útrás í slíku drápi, sem ekkert annað gat komið [ staðinn fyrir. Það yrði erfitt að komast að því fyrir víst, hver hafði komið sprengj- unni fyrr, en það væri ef til vill ekki ómögulegt, og hann vissi mjög vel, hver hafði gefið skipun um að nota hana. Hann lét hugann reika aftur á bak, til minninga frá Saint Pauli hverfinu ( Hamborg og funda hans við manninn, sem fyrst hafði komið honum inn í vopnasöluna; mann, sem hét Lange. Lange hafði Kka barizt í Grikk- landi, en með hinum aðilunum; hann hafði þekkt Craig síðan 1943 og um stund unnu þeir saman ( Tangier, eftir að Craig hafði snúið sér að smygli. Sígarettur. Nælon- sokkar. Rafhlöður. Hjólbarðar. Það var skortur á næstum öllu þá; næst- um allt borgaði sig. Craig minntist grísks milljónera, sem krafðist þess að fá vikulega skammt af smygl- uðum vindlum, raftækjasala í Kata- lóníu, sem hafði pantað fjórðungs- mílu af koparvír. Hvort tveggja hafði verið afhent og borgað dýru verði, þótt spænska lögreglan hefði næstum sökkt undir þeim bátnum. Þeir höfðu þá notað gamlan, þýzk- an raumboot, og nokkrir vina Lang- es björguðu þeim, svo lítið bar á. Enginn yfirmaður, engin trygging, og gríðarlegur ágóði. í Tangier höfðu þeir klætt sig látlaust, hógværlega, töluðu og höndluðu eins og bísnismenn, eins og þeir álitu sig vera. Craig hafði langað til að vera btsnismaður síð- an í stríðinu og hann var hamingju- samur. Vegur hans hækkaði. Á þessum dögum verzluðu þeir ekki með vopn. Þeir þurftu þess ekki. Allar venjulegar verzlunarvörur voru svo þægilega fáséðar. Þegar þeir slitu að lokum félagsskap sín- um, héldu þeir áfram að vera bísn- ismenn, og um stund hélt Craig í raun og vera að honum hefði heppnazt það; að Kf hdns væri fullkomið. Rose Line þarfnaðist hans mun meira en hann þarfnað- ist þess fyrirtækis; og þó var hann því þakklátur: Það sá honum fyrir starfi af þeirri gerðinni sem hann unni: Ferðalögum, mannfundum, bókhaldi, harðvttugri baráttu um farm og um skip. Og síðan, þegar hann hafði náð tökum á þessu öllu; þegar Rose Line gekk jafn fyrirhafnarlaust og mjúklega og svissneskt úr og hjónaband hans hafði smám saman breytzt frá á- stríðu í umburðarlyndi, og síðan í amasemi, hafði Lange leitað hann uppi aftur. Hann var þolinmóður og vandvirkur og mjög þýzkur, beið þangað til Craig var orðinn svo leiður, svo uppreisnargjarn gagnvart ævikjörum sínum, gagn- vart hjónabandi sínu, að þegar hann bar fram tilboðið, tók Craig þv( undir eins. Lange var snjall og hann þekkti Craig vel. Tilboðið, sem hann gerði, var hættulegt, hetjulegt, en framar öllu öðru róm- antískt. Þeir áttu að selja hraustum frelsishermönnum (alsírskum Aröb- um) vopn, og hjálpa þeim þannig í baráttu þeirra gegn grimmum og einráðum ofríkismönnum (Frökkum). Vegna áhættunnar myndu hinir hughraustu, frelsiselskandi Arabar með glöðu geði borga hátt verð, en það skipti ekki öllu máli. At- hafnaþörf Craigs var þyngri á met- unum. Jú, Lange hafði verið snjall. Hann þarfnaðist sambanda Craigs í skipaheiminum. Hann þurfti á skipum að halda, og framar öllu öðru þarfnaðist hann viljaþreks Craigs og starfsemi og hann fékk þetta allt. Þegar Craig hafði tekið Framhald á bls. 82. VIKAN 48. tbl. 2J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.