Vikan

Issue

Vikan - 02.12.1965, Page 49

Vikan - 02.12.1965, Page 49
Þessi skemmtilegi púði er heklaður úr garnafgöngum. Hver ferningur er hekl. stakur og síðan eru þeir saumaðir saman. Efni: Venjulegt fjórþætt ull- argarn og heklunál nr. 3. Stuðlahekl: 1 1. á nálinni, bregðið garninu um nálina, dragið garnið upp um fitina, eða undir loftlykkjuboga í munstrinu, (3 1. á nálinni). Bregðið þá garninu um nál- ina, dragið það í gegn um 2 1., bregðið því aftur um nál- ina og dragið það aftur í gegn um 2 1. Hefur þá myndast 1 stuðull. Loftlykkjur = uppfitjun: Bú- ið til færanl. lykkju, dragið garnið upp í gegn um hana, dragið garnið síðan aftur í gegn um þá lykkju og þannig áfram. Byrjið í miðjum ferningi og fitjið upp 4 loftl., búið til hring og lokið honum. Fyllið hringinn með því að hekla 3 stuðia og 2 loftl., 4 sinnum. Klippið á þráðinn og skiptið um lit. Gangið frá endanum með því að hekla hann áfram 4 — 5 keðjulykkjur og klippa. (keðjuhekl: 1 1. á nálinni, drag- ið garnið undir báða lykkju- helmingana og áfram í gegn um lykkjuna sem fyrir var á nálinni). 2. umf.: Fitjið upp 3 loftl. sem 1. stuðul i horni, hekl. 2 stuðla og fitjið upp 3 loftl. * hekl. 3 stuðla og fitjið upp 3 loftl. * Endurtakið frá * til * 6 sinnum og lokið um- ferðinni með 1 keðjulykkju. 3. umf.: Held. með sama lit. Hekl. 3 keðjul. yfir næstu Framhald á bls 50. SÉRLEGA SKEMMTILEGUR PÚÐI 0G FALLEGT SJAL - Hvort tveggja heppilegar jólagjafir, sem auSvelt er a8 Ijúka viS fyrir jól. Sjálið er ákaflega litsterkt, nœstum skrœpótt, en mjög sérkennilegt og skemmti- legt, og fer vinnulýsing á því á eftir púðauppskriftinni. Fallegar jólakörfur. Þessir pokar eru gerðir úr tylli og vlieselíni. Klippið kramarhús úr vlieselíninu og annað stærra úr tyllinu. Saumið falleg munstur með gylltum þráðum og similísteinum og perlum á kramarhúsið, og strauið svo tyllið á, þannig að tyllkantur standi dálítið upp fyrir. Hafið skúmgúmmí undir þegar strau- að er yfir perlurnar. Þar næst er kramar- húsið saumað saman og hanki saumaður á. Keðjan, sem er skraut á trénu er gerð úr stífum silkiborðum, eins og notaðir eru í Teppi á ruggustólinn. Þetta er ákaflega fljótgert teppi og um leið skemmti- legt og ódýrt. Auðvitað má nota þannig teppi til hvers sem er. Ullartau í ýmsum litum og af svipaðri þykkt er klippt í jöfn stykki. Strigi eða svipað efni er snið- ið helmingi lengra en með þarf, ullarstykkin þrædd á helminginn og síðan saumað á með saumum í einu lagi langs og þvers, ekki hvert stykki fyrir sig. Síðan er helmingur strigans lagður yfir rönguna og saumað

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.