Vikan

Útgáva

Vikan - 02.12.1965, Síða 59

Vikan - 02.12.1965, Síða 59
hinum. Guðmundur var lengi að hyggja að meðulunum, þar til hann loksins velur eitt glasið og segir: — Ætli maður noti ekki þetta á þennan, mér lízt þann- ig á hann. Þannig hafði Guðmundur tekið að sér fleiri lærða menn til fyrirmyndar en verkfræð- ingana. Guðmundur setur nú aftur frá sér glasið og snýr sér nú að hundinum. — Þarna sérðu hundinn, Metúsalem og hyg- du nú vel að kvikindinu og gakktu nú að því. Taktu í hnakkadrambið á honum, stingdu honum í klof- ið. — Keflið upp í hann. — Hnappelduna á hann. — Rannsökum kvikindið. — Þunnur á síðuna. — Þolir ekki nema hálfan skammt — Lag- gó, í klefann með hann. Guðmundur hafði látið lærisvein sinn um það að fást við hundinn, eftir sinni fyrir- sögn, en þegar kom að því að troða hundinum ofan í baðkarið, varð Metúsalem ó- hægt um verkið og lagði nú kennari hans hönd að með honum. Eftir nokkrar svipt- ingar koma þeir hundinum niður í baðlöginn, en þá brauzt hann með einhverjum óskilj- legum hætti úr hnappeldunni, og varð nú mikill fyrirgang- ur í baðkerinu, og gengu gus- urnar yfir bæði kennarann og lærisvein hans. Hörfuðu þeir frá, en hundurinn tók undir sig stökk, lenti á Guð- mundi Jenssyni Hafliða, sem féll aftur fyrir sig á gólfið, en hundurinn réðist á spil- verkið fyrir dyrunum, sem féll frá og þaut skepnan út í buskann. Guðmundur Jensson Haf- liði reis þunglega á fætur, sneri sér með virðuleik að Metúsalem Betúelssyni og sagði af miklum alvöruþunga: — Þér er hér með vikið úr starfi, Metúsalem Betúels- son, dú duer ikke som hunde- renser. ★ JólaróSur Framhald a£ bls. 25. að standa í þessu stússi", sagði fólkið. — „Að hann skuli ekki held- ur drífa sig til sjós og rífa upp peninga á trcillara — hann, sem getur valið um pláss"! En það var nú einmitt þetta, sem Pétur Halls- son nennti. Hann keypti sér lið- legt þriggja manna far, setti vél í bátnn og reri, þegar færi gaf — reri einn á báti og fiskaði vel. — „Að hann Pétur skuli nenna að vera að gutla þetta einn"! sagði fólkið. En Pétur gutlaði einn og fiskaði á við þrjá. — Já, hann gekk oft fram af fólkinu hann Pétur í Tangabúðnni, með sínu kynlega j hátterni. En það lék ekki á tveim ' tungum, að hann var vaskasti og 1 hyggnasti sjómaðurinn í þorpinu, i og sennilega í öllum nálægum ver- stöðvum. Þegar í nauðirnar rak, ' var alltaf leitað til Péturs í Tanga- búðinni. Þegar brjótast þurfti út í póstskipið í bandóðu veðri, var sent eftir Pétri í Tangabúðinni. Ég varð oftar en einu sinni vottur þess, að menn röðuðu sér umyrða- laust upp í bát hjá Pétri og lögðu út í kolvitlaust veður og sjó, þó að þeir hefðu ekki tekið í mál að hreyfa sig undir stjórn annars manns. Já, hann gekk oft fram af fólk- inu hann Pétur í Tangabúðinni. En aldrei hafði hann gert það jafn rækilega, eins og þegar hann hélt einn vormorgun á báti sínum út í Eyjar og færði heim með sér að aflíðandi nóni hana Guðrúnu, dótt- ur eyjajarlsins, Sveinbjarnar á Ytri- Látrum, glæsilegustu heimasætuna í byggðarlaginu. Það var sagt, að það hefði gerzt í fuliri óþökk gamla Sveinbjarnar. Hann hefði ætlað henni allt annað og ríkara gjaforð. Það átti að hafa orðið mikil rimma í stofunni í Ytri-Látrum. Sumir sögðu, að það hefði slegið í handa- lögmál milli biðilsins og eyjajarls- ins. Flestir höfðu það fyrir satt, að Guðrún hefði sjálf tekið af skarið, skipað tveim vinnumönnum föður síns að bera kistu sína til sjávar, kysst móður sína og sagzt vera farin. Um kvöldið voru þau gefin saman í hjónaband heima hjá prest- inum. En nú bjó Pétur í Tangabúðinni með Guðrúnu og þau áttu átta mannvænleg börn. Elztir voru tveir drengir, fimmtán og sautján ára. Hin voru öll fyrir innan fermingu. Yngsta barnið hafði ég skirt, rétt eftir að ég kom í vor. Og Guðrún f Tangabúðinni var tvfmælalaust glæsilegasta konan í þorpinu. Og börnin hennar voru alltaf snyrtileg og vel til fara. En þess vissu jafnvel nöskustu kjaftakindur þorpsins eng- in dæmi, að nokkurntíma hefði bor- ið skugga á sambúð þeirra Guðrún- ar og Péturs í Tangabúðinni. Það þurfti raunar ekki annað en sjá þau til þess að ganga úr skugga um það, að þau voru mjög ham- ingjusöm. Og hamingja — blómstr- andi mannleg hamingja — var ekki beinlínis neitt hversdagsfyrirbrigði í þorpinu, að minnsta kosti ekki svo á bæri. Það var svona rétt á takmörkunum, hvort það taldist sæmilegt fyrir fólk, að vera eins hamingjusamt, eins og þau voru, Guðrún og Pétur f Tangabúðinni. SJÁLFVIRK BRAUÐRIST STRAUJÁRN GUFUJÁRN Djúpsuðupottur HEIMSÞEKKT VÚRUMERKI. FÆST f NÆSTU RAFTÆKJA- VERZLUN Rowente. í 5 vaÍut fáCrror* & Co. v J J Snoppabraut 44 - Sími 16242 VIKAN 48. tbl. gt)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.