Vikan

Útgáva

Vikan - 02.12.1965, Síða 60

Vikan - 02.12.1965, Síða 60
Skemmtanir skammdegisins ern framundan RICHARD HUDNUT ELSKAR ALLAR KONUR Richard Hudnut Fashion Style hæfii bezt síSu hári. Einu sinnl heima hárliðun, og hárið helzt liðað um langan tíma. Richard Hudnut Egg Shampoo hæfir öllu hári og töfrar fram eðlilega fegurð þess. Fyrir feg- ursta og bezta útlit yðar — byrjið ávallt með Richard Hud- nut Egg Shampoo. Þegar hátíð fer í hönd. eða tíminn naumur, notar stúlkan með stutta hárið auðvitað Ric- hard Hudnut Rollquick heima- hárliðun — og hárið fer betur en nokkru sinni fyrr. Aðlaðandi og ánægð með RICHARD rUDNUT Og það eftir átjcin ára hjónaband. Fyrr mátti nú vera! III Jólaföstudagarnir silast áfram. Veðrið er oftast stirt. Það gefur ekki á sjó, nema endrum og eins. En það er reytingsafli og hvert færi er notað. Einkum sækir Pétur í Tangabúðinni sjóinn kappsam- lega. Hann rær nú með drengjun- um sínum, Sveinbirni og Halli, sautján og fimmtán ára. Og öðru hvoru gerist smávegis til upplyft- ingar í skammdegisdrunganum. Viku fyrir jól kemur póstskipið t.d. að sunnan. Það er mikill viðburð- ur. Ég fæ útlend og innlend blöð og bækur, ferðafólk kemur í land, við fáum gesti og við fáum fréttir. Margir fá sendingar og böggla frá vinum og ættingjum, sem eru farn- ir suður — jólaglaðning, jólakveðj- ur. Og margir eiga erindi um borð ! póstskipið, koma ofurlítið íbyggn- ir í land, lauma lítilræði niður í koffortshorn, skella ( lás. Jæja, jæja, kannski yrði einhver ofurlitill dagamunur á jólunum, þrátt fyrir það. þó að fjandinn væri búinn að hirða útgerðina. Eiginlega fór fjandinn nú alltaf holloka, ræfill- inn, þegar í harðbakkann sló, allar götur síðan á dögum Sæmundar fróða. Það bar ekki á öðru! Við æfum söng (. kirkjunni á kvöldin — undirbúum hátíðaguðs- þjónustu. Það er einnig ánægjulegt. Fólkið sækir æfingarnar dyggilega, leggur sig fram. Það er yfir þess- um samverustundum ylur áhuga og mannlegrar góðvildar, viðleitni til að skapa fegurð og skynja feg- urð, þrátt fyrir takmarkaða getu og kunnáttuleysi. Mér líður vel með þessu fólki og er að verða því sam- rýmdur, er að byrja skynja lífsað- stöðu þess og þrár, dular hálfmeð- vitaðar, vanmegna. Mér fer að þykja vænt um það. Þegar öllu var á botninn hvolft, hafði forsjónin kannski ekki verið svo ýkja harð- hent við mig, þegar hún úthlutaði mér þessu þorpi. Tveim dögum fyrir Þorláksmessu er veður stillt að morgni, blæjalogn og sjólítið, en dimmur skýjabakki til fjalla. Þeir róa úr þorpinu nokkru fyrir dögun. Um fótaferð er enn gott veður, frostlítið, aðeins strekk- ingur af landi og mistrað skýjakóf til fjalla. Það er engin ástæða til að óttast um bátana. Vonandi fara þeir stutt. En upp úr hádegi fer að hvessa. Ekki með neinum ofsa, en auðséð hverjum kunnugum manni, að nú fer hann að með rok, harðskeytt og svipótt aflandsrok af fjöllum. Bátarnir fara að tínast að. Þeir hafa lítið aflað, enda farið skammt, lít- ið haft fyrir sinn snúð, nema vos og erfiði eins og einatt áður. Fyrir myrkur er síðasti báturinn úr þorp- inu kominn klakklaust að landi. Það er eins og létt sé af okkur öllum fargi. Sjómennirnir hjálpa hverjir öðrum til að setja og ganga frá fátæklegum aflanum, njörva niður allt lauslegt, sem fokið getur. Og viðhafa gamanyrði í hálfkæringi. „Oh, ætli maður tóri ekki fram yfir hátíðarnar, þó hann færi svona þessi róðurinn"! „Það er gott að eiga fiskinn sinn inni hjá skaparan- um. Það er ekki enn farið að aug- lýsa gjaldþrot hjá honum"! — Svo karlmannlega gátu þessir menn brugðizt við erfiðleikum sínum. Það er ekki svo auðvelt að koma svona körlum á kné. Það var eins og engnn okkar myndi eftir Pétri í Tangabúðinni, og sízt af öllu, að nokkur maður hefði áhyggjur af honum. Það minntist enginn á hann. Það þýddi það, að enginn af bátunum hafði orðið hans var á sjónum. Senni- lega, hafði hann ekki róið. Eða var þá kominn að á undan þeim. Hann var svo sem vís til þess að sjá þennan fjandans garra út fyrir- fram, hann Pétur, og hreyfa sig hvergi. Það væri svo sem alveg eftir honum. Það var komið ofsarok um kvöld- ið klukkan átta, þegar söngæfing- in í kirkjunni átti að byrja, hafði verið að smáhvessa eftir því, sem á daginn leið. Snjókoma var engin að ráði, hreytti aðeins smáéljum, en veðrið gekk á með þungum ofsa og snörpum svipum á milli. Ég var að efa mig á, hvort ég ætti að fara upp í kirkju, bjóst helzt við að þangað kæmi enginn maður, en réð þó af að fara. Það sat ekki á mér að draga mig í hlé, ef fólkið legði það á sig að koma. Þetta var ekki langur spölur, en ég átti fullt í fangi með að valda mér og kom- ast það. Það fór eins og mig hafði grun- að. Aðeins fáir höfðu árætt að brjótast þennan spöl, aðallega karl- mennirnir. Við sátum stundarkorn og röbbuðum, vorum eiginlega í þann veginn að leggja af stað heim- leiðis og láta húsin geyma okkur, þegar kirkjuhurðinni var hrundið upp. Við litum öll til dyra. Það var Guðrún í Tangabúðinni. Hún gekk inn úr dyrunum, namstað- ar eins og hún hefði fengið ofbirtu í augun, greip í stólbrík. Hún var veðurbarin og vot, höfuðfatslaus, hárið úfið og vott, náföl, berhent á gQ VIKAN 48. tbl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.