Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.12.1965, Qupperneq 63

Vikan - 02.12.1965, Qupperneq 63
VANDINN LEYSTUR RAÐ SÓFI húsgagnaarkitekt SVEINN KJARVAL nú ervandalaust að raða i stofuna svo vel fari — þessi glæsilegu raðhúsgögn bjóða ótal möguleika; þér getið skipt með þeim stofunni.sett þau i horn eða raðað áhvem þann hátt sem bezt hentar fást aðeins hjá okkur HUSGAGNAVERZLUN ARIMA JONSSONAR laugavegi 70 simi 16468 hún eða einhver önnur vildi gera svo vel. Við lokuðum kirkiunni og héldum á brott, þrtr hópar, hver i sína átt. Veðrið var svipað og þegar við fórum upp í kirkjuna. Ég fór að hugsa um allar aðstæður. I raun og sannleika sá ég enga björgunar- von fyrir Pétur og drengina hans, nema honum hefði lánazt að kom- ast í var undir einhverri eyjunni í flóanum. Að sjálfsögðu hafði hann Ijósker með, ef honum tækist þá að halda lifandi á því. Það var þess- vegna ekki útilokað, að hans yrði vart, ef hann var ofan sjávar. Hins- vegar þorði ég ekki að gera mér of miklar vonir. í þessu náttmyrkri og þessu veðri mátti heita, að leit væri útilokuð, þó að ekki væri horft í hættuna. Og auk þess var ekkert líklegra, en að Pétur hefði skilað sér ( land fyrir löngu, ekkert hefði orðið að hjá honum. Nei, þetta var ekki álitlegt. Og ósköp mundi fagnaðarsöngur jólanna hljóma dauflega og hjáróma í litlu kirkjunni okkar, ef við ættum nú að missa tvo mannvænlegustu æsku- mennina í þorpinu — og Pétur — frá konu og fimm ungum börnum. Það var skelfileg tilhugsun. Og nú fæ ég í fyrsta sinn að reyna það, hve þetta fólk bregzt skjótt og drengilega við, þegar í nauðirnar rekur fyrir einhverjum. Það stóð ekki á því, að allir, sem til voru kvaddir væru búnir til þess liðsinnis, sem þeim var unnt að veita. Og það leið ekki á mjög löngu, þangað til við Katrín á póst- húsinu vorum komin heim til mín. Katrtn var traust kona, margreynd og skynsöm, einörð og æðrulaus. Ég gat ekki valið Guðrúnu betri sálufélaga eins og á stóð. Pilt- arnir, sem farið höfðu heim til Sig- urðar skipstjóra komu f sömu andrá og skýrðu mér hljóðlega frá mála- lokum. Ég vék mér að Guðrúnu. — Jæja, Guðrún, stöðvarstjórinn er kominn á vörð og hefur þegar náð sambandi við fiskiplássin hér í grennd. Hann er nú að kalla upp skip hér úti fyrir. Það verður far- ið í leit. Sigurður Guðbrandsson er að drífa upp áhöfn á flóabátinn og leggur af stað jafnskjótt og hann kemst um borð og treystir sér út úr höfninni. — Stöðvarstjór- inn verður á vakt, þangað til ein- hver vitneskja berst úr einhverri átt, og í stöðugu sambandi við skip og nálægar stöðvar. Ég reyndi að segja þetta hressi- lega, eins og þetta væri mjög þýð- ingarmiklar ráðstafanir, eins og á þessu væri óhætt að byggja tals- verða von. Og kannski gæfi guð, að svo reyndist. — Og nú fer Katrín heim með þér. Þú verður látin vita jafnskjótt og okkur berst nokkur vitneskja. En þú skalt engra tfðnda vænta f bráð, ekki í nótt og ekki fyrr en nokkuð er komið fram á dqginn — í fyrsta lagi. Mig langaði til að segja meira, segja einhver hughreystingarorð, láta í Ijós einhverja von. En ég áræddi það ekki. Ég var sjálfur sjómaður og vissi ósköp vel, hvað hér var í húfi. Og Guðrún var eng- in skynskiptingur, uppgerðarhreysti- tal mundi aðeins særa hana. Tveir röskir menn fylgdu þeim Guðrúnu og Katrfnu út í Tangabúð. Það var ofsarok. IV Og svo var ekki annað að gera, en að bíða, — bfða átekta og biðja og vona. Og þegar ég var orðinn einn á fótum og allt var orðið hljótt f húsinu, heyrðist mér ein- hvernveginn veðrið færast í auk- ana. Húsið skalf f stormkviðunum og það gnast í viðnum. Það hangir engin bátskel ofansjávar í þessum ósköpum, sagði ég við sjálfan mig — en reyndi að taka mig á, telja mér trú um ólíklegustu tilviljanir, sem kynnu að tafa orðið Pétri til bjargar. — Kannski hafði hann náð landi við einhverja úteyjuna og fundið þar afdrep. Kannski hafði hann orðið á leið einhvers vélbáts úr innri verstöðvunum við flóann. En svo buldu stormsvipirnir á hús- inu og brutu jafnharðan þessar veiku vonir hugans. Vesalings Guðrún f Tangabúð- inni! Það var auðvelt að geta sér til um það hvernig henni myndi líða í nótt. Ég sofnaði ekki dúr um nóttina. Veðrið hélzt hið sama. Löngu fyrir dögun sá ég hvar Ijósin á flóa- bátnum sigu út úr höfninni. Hann hjó ofsalega á grunnbárunni. Senni- lega braut á sundinu. Þess var að vænta, að Sigurður Guðbrandsson mundi reyna að vera kominn á leit- arslóðir um það bil er birti af degi. Um fótaferð fór ég út á stöðina. Tveir stórir vélbátar voru komnir f leitina, auk fk5tbátsins. Nokkrum skipum hafði ve^ið gert viðvart, en óvíst um athafnir þeirra. Annars ekkert að frétta. Rok hvar sem til spurðist og skyggni slæmt Óvíst um árangur af leit. — Vonlaust? spurði ég. — Já, nánast vonlaust, svaraði stöðvarstjórinn dapurlega. Dagurinn leið eins og martröð. Það gerðist ekkert og við frétt- um ekkert, aðeins það, að bátarn- ir voru enn úti að leita. Sama veð- ur. Rétt fyrir myrkur fékk ég mann til að fylgja mér út í Tangabúð. Það var orðið dimmt þegar við komum þangað. Ég barði að dyr- um og Guðrún kom sjálf fram. Mér sýndist hún hrökkva við þeg- ar hún sá mig. Kannski var það missýning. — Ertu kominn til að segja mér lát Péturs? hvfslaði hún. — Nei, Guðrún, ég er ekki kom- inn til þess. Bátarnir eru enn að leita. Annars vitum við Iftið. Það VIKAN 48. tbl. gg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.