Vikan

Issue

Vikan - 02.12.1965, Page 64

Vikan - 02.12.1965, Page 64
. Osta-og smjörsalan sf. Kynnið yður hinar vinsælu Brother saumavélar Verð kr. 4.490,00 og kr. 5.510,00. Baldui* ilénsson h.ff. Hverfisgötu 37. — Sími 18994. ■CAN Vér höfum óvallt fyrirliggjandi: UN CAN Grænar baunir, UN CAN Gulrætur, UN CAN Blandað grænmeti, UN CAN BakaSar baunir, UN CAN Þurrkaðar grænar baunir, UN CAN Jarðarber. UN CAN vörur fóst í næstu búð. Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120. ■CAN hefur verið leitað með eyjum víða í Norður-flóanum. Við vitum ekk- ert, hvað kann að hafa gerzt. Þeir gætu verið búnir að finna þó núna. Hann er jafnari og heldur lygnari til hafsins. Þetta var vesæl huggun. Ég fann það ósköp vel að Guðrún í Tanga- búðinni fann það sjólfsagt líka. Ég dóðist að því hvað hún var róleg, duldi undir hversdagslegu lótleysi hugarangistina sem hún hlaut að berjast við. Þær Katrín vildu endi- lega, að við drykkjum kaffi, óður en við færum heim. Við gerðum það til mólamynda, að minnsta kosti ég. Ég gat ekki haft augun af börnunum, sem stóðu hljóð oa alvarleg í hóp úti við dyr. Þau eldri gerðu sér augsýniiega grein fyrir því, hvernig óstatt var. Það var myrkur veggur í skærum aug- unum, og þessi hljóðlóta sfilling var ótakanlegri en grótur. Mér fannst heldur vera farið að draga úr veðrinu, þegar við fór- um heim. Og dagurinn leið eins og mar- tröð. Hún grúfði yfir öllum húsunum í þorpinu. Seint um kvöldið sagði stöðvarstjórinn mér, að leitarbátarn- ir væru hættir, og á leið til lands, allir nema Sigurður Guðbrandsson á flóabátnum. Þeir teldu frekari leit tilgangslausa og útilokað að Pétur Hallsson væri ofansjávar. Ég hafði ekki kjark til þess að fara með þessar fréttir út í Tangabúð. Þetta var daginn fyrir Þorláks- messu. Upp úr miðnætti sló i dúnalogn jafn skyndilega og hann hafði hvesst. V Þorláksmessudagur, þessi bless- aði dagur, sem allt frá barnæsku geymir í sér svo mikið af óþolin- móðri eftirvæntingu og tilhlökkun! Hann rann upp yfir þorpið okkar að þessu sinni skýjaþungur án tilhlökk- unar og eftirvæntingar. Við höfð- um öll gefið upp alla von um það, að Pétur Hallsson og drengirnir hans væru ennþá f tölu lifenda. Jafnvel það gat ekki vakið hjá okkur nokkurn vonarneista, að Sig- urður Guðbrandsson var ekki enn- þá kominn með flóabátinn inn á leguna sína. Hinir voru miklu fleiri, sem voru sárhræddir um það með sjálfum sér, að honum hefði hlekkzt eitthvað á. Það kom sér enginn að því að láta beint á því bera, en það lá í loftinu. Taugar okkar voru að gefa sig og þungur brimniður- inn á skerjum lét ömurlega f eyr- um. En það var blæjalogn. Víst var það huggun, hvaða vonir, sem við það mátti tengja. Það leið fram yfir hádegi. Ekk- ert gerðist og við fréttum ekki neitt. Ég eirði hvergi og gekk niður á stöðina. Guðmundur stöðvarstjóri var fölur og andvökulegur. Hann hafði vfst ekkert sofið í nærri tvo sólarhringa. — Ekkert að frétta? spurði ég. — Nei, þvf miður. — Þeir eru orðnir hræddir um Sigurð Guðbrandsson. Hvenærhafð- irðu síðast samband við hann? — Klukkan að ganga þrjú í nótt. — Hvar var hann þá? — Hann var djúpt út á miðflóa- álnum og ætlaði að halda þar sjó í nótt fram í birtingu. — Og halda leitinni áfram? — Ég býst við því. — Telur þú ástæðu til að óttast um hann? — Tæplega. Hann var þarna í skínandi veðri og á hreinum sjó. — Talstöðin í bátnum er ótraust. Ég vona, að það sé bara hún, sem er biluð. Mér létti til muna við þessar upp- lýsingar. Og stundirnar siluðust á- fram. Það var að byrja að skyggja. Og það var einmitt um það leyti, sem var að byrja að skyggja, að Ijós sáust í muggunni úti á sigl- ingaleiðinni. Allir, sem vettlingi gátu valdið þustu niður að sjó. Það var beðið í ofvæni á meðan Ijósin þokuðust nær. Það var flóa- báturinn. Og um leið og hann renndi inn á leguna varð mönnum það fyrst Ijóst, að hann var með bát í drætti — bát Péturs Hallssonar í Tangabúðinni. A svipstundu höfðu mennirnir f fjörunni hrundið báti á flot og reru lífróður út að bátnum. Það tók talsverðan tíma að ganga frá flóabátnum á legunni. Það var orðð seint þegar Ijósin slokknuðu um borð og við heyrðum áraglam og mannamál þokast að landi. Hvaða tíðindi skyldu þeir flytja. Hvaða fréttir myndi ég eiga að færa Guðrúnu í Tangabúðinni í kvöld? Það gafst ekki langt tóm til bollalegginga um það. Bátarnir lentu samtímis. Pétur Hallsson stýrði sínum bát sjálfur til lands. Og upp úr bátnum studdu röskar hendur drengina hans tvo. Þeir voru kannski talsvert þrekaðir, en gátu þó staðið og gengið. Á Pétri varð ekkert séð við skinið af Ijóskerinu. Hann var eins og hann væri að koma úr venjulegum róðri. Mikill á velli í sjóklæðunum, rólegur og myndugur í fasi. Ég bað röskan mann að þjóta nú allt hvað af tæki út í Tangabúð og segja Guðrúnu, að þeir væru allir komnir lífs og heilir til lands. Hann hvarf á svipstundu út f myrkr- ið. Litlu síðar leiddu menn Svein- björn og Hall heim á leið. Það var ekki við það komandi, að þeir gistu í þorpinu. Pétur gekk ekki frá sjó, fyrr en búið var að setja báða bátana. Og drösla tveimur stórlúðum upp í stóra pakkhús. Það var ekki nóg með það, að, Pétur Hallsson væri kominn að landi. Hann var kominn með fallegasta aflann, sem sézt hafði í þorpinu á þessu hausti, tvær rígastórlúður auk slatta af fiski. Þegar gengið hafði verið frá öllu, bjóst hann til að fara heim, flaslaus og rólegur eins og ekkert væri um að vera. Einhver hafði orð á því að fylgja honum heim. — Það er óþarfi, piltar mínir.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.