Vikan

Eksemplar

Vikan - 02.12.1965, Side 67

Vikan - 02.12.1965, Side 67
Króm-húsgögn Hverfísgötu 82 - Sfmi 21178 hvasst, þungarok með snörpum svipum. í einum þeirra sleit fró okkur fokkuna og seglið rifnaði í tætlur. Þá var siglingunni lokið. Bátinn hálffylIti og nú var ekki um annað að gera en gefa út báru- fleyginn. Báturinn rétti sig í horf móti veðrinu og okkur tókst að ausa hann. Þannig leið það, sem eftir var dags og kvöldið og nóttin. Okkur rak hratt. Við höfðum úti árar bæði til að halda á okkur hita og til þess að stýra ofurlítið með. Við fengum aldrei á okkur brot. Um miðjan næsta dag sleit frá okkur bárufleyginn. Þá tókum við til and- ófs. Þá var mikið farið að lygna, en litlu síðar gáfust drengirnir upp. Eg bjó um þá í barkanum undir slitrum af seglinu. Eftir það and- æfði ég einn. — Það sem eftir var dagsins og alla nóttina? — Já, alla nóttina. — Vissirðu hvort drengirnir þínir voru enn lifandi þegar kom fram á nótt? — Ekki alltaf. — En öðru hvoru varð ég þess var, að þeir voru enn með lífi. — Datt þér aldrei ( hug að gef- ast upp? — Nei, aldrei. Mér daft aldrei annað ( hug en þetta: Við fljótum á meðan guð vill, að við fljótum Það er hans vernd, sem fleytir okk- ur. — Gerðirðu þér einhverja von um björgun? — Eg er sjómaður. Sjómaður sleppir aldrei voninni á meðan sk.el- in flýtur. — En segðu mér nú eitt, Péíur, datt þér aldrei ( hug, þar sem þú situr þarna klukkustund eftirklukku- stund og andæfir, að þetta sé til- gangslaust, að þú hljótir að gef- ast upp, að eitthvert brotið hljóti að gleypa bátinn þinn? — Ojú, manni dettur margt í hug á sKkum stundum. En ég hugsaði sem svo — ef það á nú fyrir þér að liggja Pétur minn, að fara hérna niður með drengjunum þínum, þá ímynda ég mér, að drottinn kunni betur við að sjá þig koma daml- andi. Þú ert víst nógu mikill misk- unnar þurfi, þó að þú komir ekki eins og ræfill. Hann sagði þetta látlaust með brosi, sem var blandið djúpri al- vöru. Og ég hætti að spyrja. Mér fannst Pétur Hallsson í Tangabúð- inni stækka fyrir augum mér, um- myndast þarna, sem hann sat, varð hann mér ímynd karlmennsku, stál- vilja og skyldurækni. Það stafaði frá honum einhverri kyrrlátri tign. Pétur stóð upp, bjóst til að fara. — Eitt enn, Pétur. — Veiztu nokk- uð hvað það var, sem kom Sigurði Guðbrandssyni til að leita þ(n á þessum slóðum? — Ofurlítil lýsisbrák ( sjónum frá bárufleygnum okkar. En það eitt hefði ekki dugað. Það er guð, sem blæs hjálparanum ( brjóst, hvað hann á að gera, kveikir í honum grun um hið rétta og eljuna til að framkvæma það. — Þakka þér fyrir, Pétur. Þetta hafði ég gott af að heyral Pétur hló. — Jæja, jæja, prestur minn. Það er þá ég, sem er farinn að prédika yfir þér. — En ég ætla nú sarpt að koma í kirkjuna til þfn á jóladag. — Ég þakka þér og ykk- ur öllum fyrir ykkar aðstoð. — Gleðileg jóll Pétur og Guðrún ( Tangabúðinni voru ( kirkju á jóladag með öll börnin sín og það var glaður og fallegur hópur. Og raunar mátti segja, að við værum öll ( kirkjunni — allir þorpsbúar sem fótavist höfðu og gengið gátu milli húsa. Aldrei fyrr hafði ég fundið það, hvað innilega við öll vorum sameinuð ( gleði okkar og mótlæti. Og þessi samhugur fyllti kirkjuna og í dag var hann með gleðibrag. Þær höfðu reyndar farið út um þúfur síðustu söngæfingarnar okk- ar, því olli jólaróðurinn hans Pét- urs. En það gerði ekkert til. Það var þróttur og fögnuður ( söng okkar, ylur og sannfæring ( hinum yndis- legu hendingum: [ dag er glatt í döprum hjörtum, þvt Drottins Ijóma jól. Ég stóð lengi úti um kvöldið. Það var kyrrt veður. Stjörnubjartur vetr- arhiminn hvelfdist yfir litla þorpinu okkar. Það var Ijós ( hverjum glugga og það var eins og litlu húsin stöfuðu frá sér yl út ( vetrar- húmið. Vera má, að það hafi verið af því, að við höfðum öll skynj- að miskunn guðs síðustu dagana, Ijósið af hæðum sem vitjar vor til að lýsa þeim, sem sitja ( myrkri og skugga dauðans — og til að beina fótum vorum á friðarveg. Og á þessari stundu fann ég það, að ég var hjartanlega ánægður með þorpið, sem forsjónin hatði út- hlutað mér sem verkahring. Og það átti ég fyrst og fremst Pétri ( Tangabúðinni að þakka og jóla- róðrinum hans. Ég kom ( þorpið fyrir nokkrum ár- um, messaði ( gömlu kirkjunni minni. Á bekkjunum fyrir framan mig sá ég nokkur kær andlit, sem lifðu með mér kvöldið, sem gerði okkur öll eins og við áttum að vera. Á eftir gekk ég út ( kirkjugarð að leiði Péturs Hallssonar. I huga mér kom Þorláksmessa löngu liðin. — Vertu viss, Pétur! Guð hefur kunnað betur við, að þú komst damlandi. ★. VIKAN 48. tbl. gy

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.