Vikan

Issue

Vikan - 02.12.1965, Page 70

Vikan - 02.12.1965, Page 70
Fyrir jólin bjóðum við yður glæsilegt úrval af kjólum m.a. samkvæmiskjóla (stutta og síða) Dagkjóla úr ull, jersey, crymplene terylene og fl. Einnig sérlega falleg samkvæmispils, síð og stutt úr svörtu flaueli. Kaupið jólakjólinn meðan úrvalið er mest. Tízkuverzlun Guðrúnar Rauöarárstíö 1 — Sími 15077 sér fyrir hendur, að því er mér virðist mega segja, að reyna að leiðrétta þennan misskilning, tók sér fyrir hendur að frelsa mennina frá fávísi þeirra, því að annars mundu þeir farast. Fyrir ári eða svo hældu for- ustumenn tveggja helztu stór- veldanna sér af því að þau hefðu yfir að ráða vopnum sem gætu eytt öllu lífi á jörðinni. Og þetta er 2000 árum eftir daga trésmiðs- sonarins frá Nazareth. ... Það var næðingur og fjúk og þetta var á sjálfa jólanóttina, en með birtingu daginn eftir var farið að skjóta ... Ef við ætlum að halda jól eins og jól eiga að vera, í anda hans sem við erum að minnast á jól- unum, þá eigum við að lifa ein- föld jól, og „gefa gaum að liljum vallarins" og „líta til fugla lofts- ins“. Og við eigum að undirbúa jólin með því að muna betur eftir einhverjum öðrum en okkur sjalfum. Sigvaldi Hjálmarsson. Óskrifuð bók... Framhald af bls. 11. heppnum ræðumanni eða skæð- um skammarkjafti þegar slíks þurfti, en sléttmálgum lýðskrum- ara og flokksmálasnakki er það hentaði. Hann var forgöngumað- ur um stofnun Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík og var formaður félagsins á meðan hann kærði sig um: „Þegar ég var á barnsaldri heima á Geirastöðum sáum við eitt kvöldið hvar blikaði ljós í náttmyrkrinu við hafsbrún. Okk- ur var sagt að það væri viti sem hefði verið settur á Bjarnarey til þess að vísa farmönnum leið því nú væri öllu til kostað að létta fólki vegferð um veröldina. Við á Geirastöðum vorum öll meira og minna geggjuð af ljóð- um Þorsteins Erlingssonar og trúðum að nú ætti það skammt í land að drottinn sæi sér fært að flytja himnaríki aftur niður á jörðu. Það er ekki kyn þó ég sé krati“. Hann var alltaf sósíaldemókrat, líka þegar hann trúði á gerska ævintýrið og stjórnaði Iðju með kommúnistum. Trúna á fyrmefnt ævintýri missti hann nóttina eft- ir að honum barst Tass-skýrslan um réttarhöldin yfir Bucharin. Þessi skýrsla Tass-fréttastofunn- ar var send til fslands í norskri þýðingu rakleitt frá Moskvu. Þá bjó Runólfur heima hjá Gunnari vini sínum Benediktssyni. Hann gekk um gólf alla nóttina. Við dagskímu hvarf honum trúin á leiðsögn Stalíns: „Ekki svo að skilja að ég væri nokkuð betri sósíaldemókrat eft- ir en áður, en ég var mjög hrygg- ur. Stalín var sjálfur sósíaldemó- krat austur í Grúsíu. Miskunnar- laus og blóðug barátta auðvalds- ins í rússneska keisaradæminu gegn krötunum neyddi þá til að beita vopnum sem voru hugsjón- inni andstæð. Ég veit ekki ná- kvæmlega hvenær það var sem auðvaldið lauk við að eyðileggja rússnesku kratana. En það var í þessari morgunskímu sem mér fannst Stalín ekki vera jafn góð- ur sósíaldemokrat eftir sem áður. Annars var Stalín mikilmenni. Nú reyna þeir að kenna honum um allt saman sem var þó að- eins kerfinu að kenna. Hann var mikill foringi þessa kerfis sem útheimti dauða og djöful. Sann- aðu til, það verður viðurkennt þó síðar verði, að það var fyrst og fremst harka Stalíns sem gerði Rússland kommúnísmanns öflugra en Þýzkaland nazis- manns. Hann verður fluttur aft- ur úr hundagrafreitnum í graf- hýsið á Rauðatorginu. En það breytir engu um það: hann verð- ur jafn slæmur sósíaldemókrat eftir sem áður. Og líklega hafa þeir drepið hann. Mikilmenni eru ákaflega oft drepin“. Þessari kenningu til árétting- ar vitnaði Runólfur náttúrlega í biblíuna og staðhæfði að ísraels- menn hefðu til dæmis myrt illa spámennina — nema ef vera skyldi Elía gamla — hann datt aftur yfir sig á stól og hálsbrotn- aði — mætti þó vera að einhver hefði spyrnt við stólnum þó ekki kæmist upp. Nú geta gamlar fréttir verið jafn merkilegar og nýjar fréttir, sumar batna meira að segja með aldrinum, og af því að ég er ekki biblíufróðari en almennt gerist, þá spurði ég Runólf hvað hann hefði fyrir sér í þessum morðmálum og hann sagði: „Finnst þér virkilega ekki tor- tryggilegt að biblíuhöfundarnir, slíkir sparðatínslumenn sem þeir annars eru í spámannasögurn, skuli þegja um ævilok spámann- anna? Ástæðan er beinlínis sú. að þeir hlutu herfilega dauðdaga sem ekki henta til frásagnar í helgisögnum fsraelsmanna. Meira að segja Móses, sem þeir segja að hafi orðið uppnuminn á fjall- inu. Þeir hafa ábyggilega drepið hann líka, en tekizt bara höndu- legar að fela líkið. Þeir sögðu nú önnur eins tíðindi af spá- mönnunum og andlát þeirra. Ég er ekki að segja að fsraels- mönnum væri láandi. Spámenn- irnir voru gjörsamlega óþolandi fólk, brúkandi uppstyttulausan kjaft við lýðinn og þó fyrst og fremst höfðingjastéttina, með svipuna á lofi hvenær sem vesa- lings mennimir leyfðu sér að kvika frá þessu óttalega lögmáli. Lögmálið er nefnilega svo inn- blásið af guðdómlegri vizku, að krafa spámannanna um hlýðni við það hlaut að jafngilda upp- reisn gegn stjómarvöldunum á hverjum tíma. Þeir voru skelfi- legir menn. Hugsaðu þér mann eins og Job, rjQ VIKAN 48. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.