Vikan

Eksemplar

Vikan - 02.12.1965, Side 75

Vikan - 02.12.1965, Side 75
APPELSÍN SfTRÖN LIME Svalandi - ómissandi á hveríu heimili Runólísson frolsaOist og hefur lifað tíefldu lífi allar götur síð- an, en sá sem aldrei frelsast er eins og ófædd vera i lífinu. Engan mann hef ég þekkt jafn skjótan að komast yfir fé með heiðarlegu móti og Runólf Pét- ursson ef nógu fáránleg þörf krafði. Um skeið heitti hann þess- um hæfileikum sínum einkum við útgerð, — það var þegar sá atvinnuvegur var ólíklegastur til að skila arði. Hann átti Reykja- víkur-Svan með Andrési Finn- bogasyni. Þegar við kynntumst var eignarhlutur hans í bátnum orðinn lítill. Hann sagðist eiga einhverja óveru í honum ennþá vegna þess eins að það væri ljúfsár nautn að tapa á útgerð með öðrum eins afbragðs manni og Andrési Finnbogasyni: „Annars er útgerðin þjáning heillar þjóðar“, sagði hann. ,,Þú getur látið húðstrýkja þig fyrir trú þína fjörutíu sinnum eins og Páll postuli, en þú gerir það ekki fyrir bát“. Þá djarfaði fyrir því skapa- dægri sem pólitíkusar virðast nú hafa kjörið íslenzkum landbún- aði og við skímu þeirrar veður- bliku festi Runólfur trú á hann. Fyrir þá trú var hann síðan reiðubúinn að meðtaka huðstrok- ur ótaldar. Eitt kvöldið, uppi í Kollafirði, myndaði hann þá kenningu, landbúnaðinum til styrktar, að íslenzka krónan gæti ekki öðlazt varanlegt gildi fyrr en hún hefði legið eitt ár í moldu. Þetta var aðfarakvöld fáviðris- nætur í byrjun marz. Við vorum fjögur saman uppi í vestur-kvist- inum á Pétursborg: tíkin Donna, mjög svo hvolpafull um það leyti, hvolpurinn Tæní, Runólfur og ég. Veðrið var á norðaustan eins og það getur hvassast orðið en bá má hver vindhviða undir Esjuhlíðum heita fellibylur og er engum manni stæð. Rafmagns- Ijósin depluðu til viðvörunar um yfirvofandi myrkvun. Ég hafði borið fram spumingu um kennslu Blöndals heitins skólastjóra í fræðum Grundvigs þegar Runólf- ur var í Eiðaskóla. Við hin bið- um lengl svars og Donna ýlfraði þegar húsið bifaðist í einni storm- hviðunni. Svo svaraði hann þessu til um nauðsyn á gróðursetningu Islenzkra peninga. Þar með var nóttin horfin í þrætu um fram- tíð landbúnaðarins, þó ekki linnulausa því Runólfur varð að fara út á klukkustundar fresti að gá að sporðfénaði sínum eins og hann nefndi laxaseiðin, gæta þess að krapastífla hindraði ekki vatnsrennslið til þeirra og ann- að álíka. Donna hélt kyrru fyrir hjá mér á meðan, en hvolpurinn Tæní vildi óður og uppvægur fylgja lærimeistara okkar út f hrlðina og I eitt skiptið tókst honum það. Þeir urðu viðskila strax við húshomið og Tæní hvarf í sortann. Við kölluðum COMPACT Kostar aðeins kr. 12.350, Gerið samanburð á verði og gæðum: HI-ZONE þvotta-aðferðin tryggir full- kominn þvott, því hver vatnsdropi, efst jafnt sem neðst í vélinni, verður virkur við þvottinn. 2,5 KW suðuelement, sem hægt er að hafa í sambandi jafnvel meðan á þvotti stendur. Stillanleg vinda svo hægt sé að nota niðurfallsmöguleika, sem eru fyrir hendi. Vindukefli, sem snúast áfram eða afturábak. Fyrirferðalítil tekur aðeins 51,4x48,9 cm. gólfpláss. Innbyggt geymslupláss fyrir vindu. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Simi 21240 Ifekla Laugavegi 170-172 VIKAN 41. «kl. Y5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.