Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.12.1965, Qupperneq 80

Vikan - 02.12.1965, Qupperneq 80
lengur og betur en hin skaerasta birta sem mannshugur og hyggju- vit megnar aS skapa. (Ef til vill hefur ritstjórinn verið að fiska eftir viðhorfi mínu til jóla- gjafa, — einkum ef haft er í huga að ég hef lífsviðurværi mitt af bók- sölu og bókaútgófu, og á því af- komu mína að verulegu leyti undir jólagjöfum annarra manna). Ég tek ófeiminn afstöðu með þeim sið að skiptast á kveðjum og gjöfum inn- an heimilis, fjölskyldu og góðs vinahóps um jólin. Einkum finnst mér sjálfsagt að börnin fái sína jólagjöf, — nytsama gjöf eða vekj- andi, — ekki nauðsynlega stóra gjöf eða dýra, — en gjöf, sem frá staf- ar hlýhug góðs gefanda. Hughrif jólanna og áminning kristinnar kirkju um mannúð, kær- leika og frið á jörðu, er nauðsyn í þeim óróa og ys, sem einkennir líf nútímamanns. Ef sá hlýhugur og friður, sem gætir manna á milli um jólahátíðina, gæti seytlað inn f þjóðlífið, mætti eyða þeirri tor- tryggni og þeim ótta sem svo mjög mótar allt umhverfi okkar. — Þá væri vel. Fleiri væru ánægðir og meira öryggi ríkti. Velvild og hlý- hugur einkenndi frekar samskipti manna en nú er. Mín ósk er því sú, að jólahald í nútfð og framtíð, með hverjum hætti sem það er haldið hjá hinum ýmsu mönnum, megi efla þann frið og þann velvilja, sem fslenzkri þjóð, og raunar mannkyni öllu, er meiri nauðsyn nú en nokkru sinni fyrr. Gunnar Eyjólfsson Framhald af bls. 17. Hann býður okkur þegnskap í ríki friðarins, þess friðar sem hver maður hlýtur að finna frammi fyrir jötu Jesúbarnsins á jólanótt. Það jólahald sem ég hef nú lýst hér vil ég fá að hafa í friði — vonandi lifi ég aldrei undir ein- ræði, þar sem jólahaldi mínu væri hætta búin, og ef ég væri einráð- ur léti ég fólk í friði með það jóla- haldi sem hver hefur kosið sér. Sá sem vill hrófla við jólunum hlýtur að þjást af Delerium Búbonis. Jóhannes úr Kötlúm Framhald af bls. 18. arr skáld kvað. Guðsbarnaáhugi fullorðna fólksins í þéttbýlinu snýst nú fyrst og fremst um hégómlegt kapphlaup ágóða og eyðslu — meira að segja bókmenntirnar eru orðnar sígildur jólabissness. Og nú eru tíuaurabörnin orðin þúsunda- krónubörn, umkringd slíkri gjafa- gnótt að þau finna vart þá einföldu jólagleði sem skapar Jesúbarnið og himnaríki þess. Og skal nú vikið að sjálfri spurn- ingunni. Til þess að geta hagað jólahaldi að mínum geðþótta yrði mér að vera gefið allt vald á himni og jörðu, því ekki mundi ég sétja þar um neina allsherjarreglu, héld- ur útdeila hverjum einulrt því jó'la- GEFJUN Þá var enn hægt að halda heilög jól, jólin nefndust þá enn með réttu Ijóssins hátíð, og þau voru einnig hátíð barnanna. Það sem mér er hvað minnisstæðast frá þeim jól- um er, hvað gaman var að fara í sparifötin á aðfangadagskvöld, hvað sál og líkami glöddust yfir margföldum matarskammtinum, sem mér var útmældur á diskinn; þar við bættist hin sígilda jólagjöf, kerti og spil. En framar öllu minnist ég þó, hversu gott var að vakna á jóladagsmorguninn í hlýrri birtunni frá olíulampanum, sem þessa einu nótt ársins var látinn loga alla nóttina. Allt þetta vissi ég þá, að var Jesúbarninu að þakka. Hver kynslóð heldur jól við sitt hæfi, einnig sú, sem nú ræður ríki og siðum. Við, sem annað þekkjum, kunnum að sakna einhvers, sem áð- ur var, amast við öðru, sem nú er. Setjum nú svo að ég sæti á valda- stóli og mín orð væru lög. Vera má, að ég hálfheiðinn maður hvarflaði þá huga mínum aftur heim til bernskujólanna, eins og Matthías gerði 1891, og ég spyrði sjálfan mig: A ég að fyrirskipa fólkinu að innleiða aftur jólahelg- ina i jólahaldið? Loks mundi ég svara og segja: Það er tilgangslaust. Sérhver kyn- slóð heldur jól við sitt hæfi. Ef jólahaldið núna er ekki eins og það ætti að vera, þá er það af því að fólkið er það ekki heldur. Það yrði þá fyrst að breyta fólkinu. Gleðileg kaupmannajól! Oliver Steinn Framhald af bls. 18. þennan inngang að jólahaldi mömmu. í minn stað og systkina minna, eru komin dóttir okkar og synir. Þeirra vegna, — ekki síður en sjálfs mín, — vona ég, að þeg- ar aldur færist yfir okkur hjónin og börnin hafa valið sér maka, þá fáum við að njóta þeirrar ánægju að sjá þau hefja sitt jólahald á sama hátt. Síðan var gengið heim og setzt að jólaborðinu, — og er svo enn. Það skiptir ekki megin máli hverjir jóla- réttirnir eru, þeir hljóta að veljast eftir smekk hvers heimilis. En hitt skiptir miklu máli, hversu þetta borðhald tekst og hvert hugarfar ríkir á heimilinu þetta kvöld. Að borðhaldi loknu kemur svo stund barnanna, þegar jólapakk- arnir, sem raðað hefur verið hjá skreyttu jólatrénu, eru opnaðir. Sá Ijómi og það blik, sem úr barns- augum skín á þeirri stund, lýsir gQ VIKAN 48. tbl. Veljið hlaupfrítt, möl- varlð garn — veljið DRALON sportsarnlð. Veljiö fIjótprjónað og sterkt garn — veljið DRALON sportgarnið. Það fæst í næstu verzlun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.