Vikan

Útgáva

Vikan - 02.12.1965, Síða 81

Vikan - 02.12.1965, Síða 81
hlutverki sem ég teldi sólarheill hans bezt henta. Þó mundi ég lóta eitt yfir börnin ganga: sjá um að þeim yrði gefið mátulega mikið til þess að þau fylltust hvorki leiða né ofmetnaði. Nema tuggutelpur og bítla mundi ég reka með ærandi hrossabrestum eins og jótrandi roll- ur og síðfexta fola út á Betlehems- velli til fjárhirðanna. Um hin fullveðja guðsbörn get ég aðeins tekið fáein dæmi. — Öku- föntum mundi ég samansafna í langferðabíla, þeyta þeim með þús- und mílna hraða upp í Bárðargötu og láta þá stranda þar. — Átvögl- um og vínsvelgjum mundi ég fyrir- skipa altarisgöngu dag hvern frá Þorláksmessu til þrettánda, en að öðru leyti föstu. — Jólamarkaðs- bröskurum mundi ég stefna inn í guðshús Langhyltinga, ogséraÁrelí- us mætti taka sér þar hnútasvipu í hönd og reka þá út í snjóinn svo mælandi: Hús mitt á að nefnast bænahús, en þér gjörið það að ræningjabæli. — Ragnari í Smára mundi ég lyfta, vopnuðum logsuðu- Heildsölubirgdir: O.Johnson&Kaaber hf. tækjum, upp á húsþök höfuðborg- arinnar, láta hann brenna um þvert sjónvarpsgafflana miklu og henda þeim suður á Völl með þessum orð- um: Hvort fær blindur leitt blind- an? Munu þeir ekki báðir falla í gryfju? — Mítraðan biskup vorn mundi ég leiða upp á ofurhátt fjall, ef hann kynni að eygja þaðan nýja jólastjörnu sem endurvarpaði boð- skap hans fornum: Enn mundi þjóð- in lifa og geta átt framtíð, þótt svo óskaplega færi, að helmingur henn- ar félli fyrir aðvífandi eða stríðandi morðingjum. Hitt lifir hún ekki að gefa upp málstað sinn, hasla sér völI meðal hjálenda, láta hernema líkama sinn, land og sál. — Ríkis- stjórn vora mundi ég læsa inni í eldtraustum peningaskáp, unz hún endurgreiddi oss fátækum til jóla- glaðnings þá helmingshækkun á lífsnauðsynjum sem orðið hefur síð- ustu fimm árin og byði oss síðan til veizlu upp á smyglaða kjúklinga og tollsvikið hollenzkt brennivín. Varðandi heimsbyggðina alla mundi ég láta skjóta þeim Maó og Kosygin út í geiminn til fundar við gyðingana sælu, Jesú Jósefsson og Karl Marx, ef verða mætti að þess- um fjórum stóru auðnaðist að na þar samkomulagi um nýjan jóla- boðskap til framdráttar heimsbylt- ingunni. — Lyndon B. Johnson mundi ég senda i þyrlu austur í Vietnam til að rannsaka hvort öruggt sé að sjálft jólabarnið hafi ekki verið sprengt í loft upp i hinni öflugu kristilegu friðarsókn þar. Ég læt þessi dæmi nægja, enda mætti svo fara að slík viðleitni til sáluhjálpar vekti ekki einskæra jóla- gleði, fremur en boðskapur meist- arans forðum, heldur kynni sumum að renna í skap og þeir spyrðu eins og segir hjá Lúkasi: Seg þú oss, hvaða vald hefur þú til að gjöra þetta, eða hver hefir gefið þér þetta vald? Valdalaus eins og ég er mundi ég hinsvegar helzt kjósa að hnipra mig saman einhversstaðar uppi í sveit, þar sem fólk veit ekki um neina ameríkaníseringu, heldur læt- ur sér nægja einn gamlan dansk- an súkkulaðimiða. Jóhannes úr Kötlum. Árni Bergmann Framhald af bls. 18. sem fullorðnir og börn iðkuðu er dró að jólum og ég var strákling- ur. Börn voru að því spurð á ýms- um vettvangi, af hverju þau hlakk- aði til jólanna. Þau lugu því til af skyldurækni, að það væri fyrir þær sakir, að frelsarinn hefði fæðzt á jólum — en hugsuðu auðvitað um allar gjafirnar. Og fullorðnir virt- ust ánægðir yfir því að hafa veitt börnum áhrifmikla kennslustund í hræsni — til þess, að því er virtist — oð réttlæta sitt eigið jólahald. Og ég býst því miður við að þessi leikur sé iðkaður enn í dag. Nei, viðurkenna þá heldur að jól éru veraldleg hátíð, heiðin hátíð Þeir sem einu sinni nota Badedas í baS eSa sem hárshampoo, vilja ekk- ert annaS. Þér lítiS því aSeins vel út aS ySur líSi vel. H. A.TULINIUS HEILDVERZLUN VIKAN 48. tbl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.