Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.12.1965, Qupperneq 85

Vikan - 02.12.1965, Qupperneq 85
FYRIR JÓLIN VASALJÓS - VASALJÓS ALLAR STÆRÐIR Winther þríhjöl 3 GERÐIR Sérstaklega sterkbyggð Ávallt fyrirliggjandi ReiðhjólavenluHin ORHIMH Spítalastíg 8. Sími 14661. Þá eru japönsku batteríin NOVEL Allar stærðir og gerSir. Vasaljós allar stærðir FYRIR Transistor útvarpstæki. FYRIR Transistor-segulbandstæki. FYRIR Myndavéla-flash, vasaljós, allskon- ar leikföng o.m.fl. Ávallt fyrirliggjandi. BATTERI allar stærðir Angelique og kóngurinn Framhaid af us. 15. sultana-iach er, að hún þekkir ekki ótta. 1 öðru lagi, hún kann að meta til verðs þær gjafir, sem hún gefur. Með snöggri hreyfingu þreif hann alla hringana af fingrum sér og hrúgaði þeim í hendur hennar. — Þetta er handa yður. Þér eruð það dýrmætasta, sem til er. Þér eigið skilið að verða þakin gjöfum, eins og goð á stalli. Angelique starði i leiðslu á rúbínana, smaragðana og demantana, alla tegunda fegursta gulli, en með jafn snöggri hreyfingu og hann hafði þrifið þá af sér, renndi hún þeim aftur í hönd hans. — Ómögulegt! —• Ætlið þér að bæta einni móðguninni enn ofan á þær, sem þegar eru komnar? — Þegar kona í mínu landi segir nei, segir hún einnig nei við gjöfum. Baktiari Bay andvarpaði djúpt, en reyndi ekki að tala um fyrir henni. Þegar Angelique brosti, renndi hann hringunum aftur á fingurna, einum eftir annan. >— Sjáið, sagði hún og rétti fram höndina. — Ég held þessum vegna þess, að þér gáfuð mér hann til staðfestingar á vináttu okkar. Litur hans hefur ekki breytzt. —• Madame gimsteinn, hvenær mun ég sjá yður aftur? — I Versölum, yðar hágöfgi. Þegar hún var komin út, fannst henni allt svo hræðilega dapurlegt — auri ataður vegurinn, skýin, sem grúfðu sig yfir snævi þakið landslagið. Það var kalt. Hún hafði gleymt að hún var i Frakk- landi og það var vetur, og hún varð að fara aftur til Versala til að gefa skýrslu um ferð sína, að reika um meðal fólksins, hlusta á enda- lausar kjaftasögur, láta sér verða kalt, finna til í fótunum og tapa peningum í fjárhættuspili. Hún vatt vasaklútinn milli fingranna. Tárin þrýstu á. — Mér leið vel þarna í hægindunum — já, mér myndi hafa liðið vel .... að gleyma, að gefa mig á vald ástinni, hömlulaust, án þess að hugsa um afleiðingarnar. Ó, til hvers var guð að gefa mér þennan heila? Af hverju get ég ekki verið eins og venjuleg skepna, sem spyr ekki spurninga? Hún var bálreið út I kónginn. Allan tímann meðan á heimsókninni stóð, hafði hún ekki getað losað sig við þá hugsun, að konungurinn væri að nota sér hana eins og ævintýrakonu, af því líkami hennar gæti reynzt utanríkisþjónustunni gagnlegur. Á stjórnartima næsta konungs á undan haföi Richelieu slegið sér upp með því að láta gáfað- ar konur njósna, þær sem voru nógu léttúðugar og fallegar og haldnar djöfli undirferlisins og prettanna, og unnu engu fremur en að vera mitt í atburðarásinni, tefla á tvær hættur.... og fórna öllu fyrir eitt- hvað hærra, sem Þær vissu aldrei fyrir víst hvað var. Madame de Chevreuse, gömul vinkona Önnu af Austurríki, sem Angelique hafði hitt við hirðina, var ein af þeim fáu af þessari tegund, sem lifðu enn. Hún var alltaf á varðbergi, ef henni skyldi berast hlutverk, sem hún gæti leikið, fögur augu hennar undir skorpnum brúnum voru á verði ef nokkursstaðar væri minnsti vottur um samsæri, vafði dularhjúp hverja nýja kjaftasögu, og unga fólkið við hirðina vorkenndi henni og gerði grin að henni. Angelique sá fyrir sér, að þannig yrði hún; að enginn hlustaði á hana, þar sem hún bæri einn af þessum stóru, fjaðurskrýddu herhöttum, sem nú voru löngu úr tízku. Það lá við, að hún gréti af sjálfsvorkunn. Svo Það var það, sem kóngurinn vildi breyta henni í! Nú þegar hann hafði ,,sína“ Montespan, hverju máli skipti hann þá, hverjir gistu hjá Angelique? Það eina, sem méli skipti fyrir hann, var að hún „þjónaði" hagsmunum kon- ungsins og rikisins. 20. KAFLI — Kóngurinn sagði nei, sagði einhver við hana um leið og hún setti fótinn upp í neðsta þrepið á stiganum, sem lá upp í ibúð kon- ungsins. — Nei, hvað? —• Nei, við hjónabandi Péguilin og Mademoiselle. Það er allt búið og gert. 1 gær köstuðu þeir de Condé prins og d’Enghien, sonur hans, sér að fótum hans hágöfgi til að sýna honum fram á hvílík vanvirða slíkt hjónaband væri ættbornum prinsum eins og þeim. Það yrði gert grín að þeim við allar hirðir Evrópu, og hann sjálfur, sem var á góðri leið með því að láta heiminn skjálfa fyrir sér, yrði álitinn sneiddur allri ættarvirðingu. 1 raun og veru var konungurinn á þeirra bandi hvort eð var, svo hann sagði: „Nei!“ Hann sagði þetta við Grande Made- moiselle í morgun. Hún brast í tár og þaut í örvæntingu til Luxem- borgarhallarinnar og leitaði sér skjóls þar. — Vesalings Mademoiselle! 1 biðstofu drottningarinnar fann Angelique Madame de Montespan, þar sem hún var að ljúka snyrtingu sinni með aðstoð fylgdarliðs sins. Kjóll hennar var úr skarlatsrauðu flaueli, útsaumaður með gulli og silfri, og þakin dýrmætum steinum, og hún var önnum kafin við að reyna að koma löngum, hvítum silkifeldi þannig fyrir, að hann færi eins og henni þóknaðist. Louise de la Valliére var á hnjánum við hlið hennar og hjálpaði henni. — Nei, ekki svona, heldur svona. Hjálpaðu mér í drottins nafni, Louise. Þú ert sú eina, sem getur gengið almennilega frá þessu silki, það er svo hált, en er það ekki dásamlegt! Það kom Angelique á óvart að sjá, af hve mikilli auðmýkt Louise de la Valliére sætti sig við embætti sitt sem aðstoðarstúlka hjá þeirri konu, sem hafði rutt henni úr sessi. — Svona, þetta er betra, held ég. Þú ert seig, Louise, þú hefur gert þetta nákvæmlega rétt. Ég kemst aldrei af án þín, þegar ég þarf að klæða mig. Kóngurinn er svo kröfuharður! En þú hefur töfratök á þessu. Það er Madame de Lorraine og Madame d’Orléans að þakka. Þær kenndu þér smekkvísina, þegar þú varst í fylgdarliði þeirra. Hvernig list þér á, Madame du Plessis? — Mér finnst Þú stórkostleg, muldraði Angelique. Hún var að reyna að sparka frá sér öðrum kjölturakka drottningar- innar, sem hafði verið að gjamma að henni allt frá því að hún kom inn. VIKAN 48. tu. gg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.