Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 16

Æskan - 01.11.1971, Side 16
RICHARD BECK: Stjarnan, öllum stjörnum skœrri, stráir geislum enn á ný yfir jarðarbyggð og borgir, brosir gegnum vetrarský. Hennar skin á himin ritar heimsins von um sœlli tið; fyrirheit um friðardaga flytur hennar ásýnd blið. Jólastjarnan himinheiða hjörtum mccddum kveikir fró; geislahendi leið hún lýsir likt og viti yfir sjó. ■- Svo sneri hann aftur að dyrum Páfagarðs, fékk varð- manninum blómvöndinn og bréfið og sagði biðjandi röddu: „Viltu ekki fá páfanum þetta frá mér? Ég er viss um, að hann tekur á móti mér, þegar hann fær blómin og les það, sem ég hef skrifað." Áheyrn hjá páfanum Þessu hafði varðmaðurinn ekki búizt við. Bar-nið og blómvöndurinn höfðu skyndilega komið honum í slæma klípu, sem hann slyppi ekki svo auðveldlega úr, meðan Jjessi stóru augu, full trúnaðartrausts, héldu áfram að einblína á hann. En hann hafði samt nokkra reynslu í Jjví, hvernig bregðast skyldi við slíkum málum. Hann þurfti ekki að gera annað en biðja einhvern starfsfélaga sinn að taka við varðstöðunni augnablik, fara svo inn í varðmannaklefann, kasm blómunum og bréfinu í pappírskörfuna, dveljast hæfilega lengi þar inni og koma svo aftur út og segja drengnum, að hans heilag- leiki Jsakkaði fyrir blómin og honum Jjætti leitt, að að- kallandi og þýðingarmikil málefni gerðu honum Jjað ókleift að veita honum áheyrn. Varðmaðurinn hélt strax inn í varðmannaklefann, stað- ráðinn í að leika þessar listir sínar. En Jægar hann var kominn Jjangað inn, uppgötvaði hann sér til mikillar undrunar, að nú gat hann ekki leikið J^essar listir. Þarna stóð pappírskarfan og gapti eins og stór munnur, sem beið eftir fórnargjöf sinni. En fingur hans gátu samt ekki sleppt takinu á litla blómvendinum. En hve litlu blómin voru fersk, svöl og yndisleg! Þau komu honum til þess að hugsa um hinar fjarlægu bernskustöðvar í grænu dölunum nálægt Luzern. Hann sá nú fyrir sér að nýju hin snæviþöktu fjöll bernskunnar, litlu, snotru kofana, sem líktust helz.t leikföngum, og gullgráu kýrnar með blíðlegu augun, sem voru á beit í blómskreyttum fjalls- hlíðunum. Og hann heyrði hina hrífandi, hvellu hljóma í klukku forystukýrinnar. Hann var svo ringlaður vegna Jæssara viðbragða sinna, að hann fór út úr varðmannaklefanum og reikaði áfram eftir löngu göngunum, því að hann vissi ekki, hvert hann ætti að halda eða hvað hann ætti að gera við gjöf drengsins. Til allrar hamingju rakst hann bráðlega á lít- inn, önnum kafinn prest, sem var einn af hinurrl fjöl- mörgu skrifurum og riturum, sem starfa í Vatíkaninu. Presturinn stanzaði alveg undrandi við Jressa sýn, sem fyrir augu hans bar. Hann starði undrandi á stóra, sterk- byggða varðmanninn, sem stóð Jjarna eins og Jjvara og einblíndi hjálparvana á svolítinn blómvönd, sem hann hélt á. Og Jrannig gerðist hið litla kraftaverk, sem færði bænar- skjal og fórnargjöf Pepinos litla yfir Jjau landamæri í höllinni, sem greindu á milli hins veraldlega og kirkju- lega hluta ríkisins. Varðmanninum til mikils léttis tók presturinn sem sé á móti Jressum tveim hlutum, sem brenndu fingur hans, en hann gat samt ekki fengið sig til þess að kasta burt. Og þessir tveir hlutir hrifu einnig prestinn á undarlegan hátt með þeim einkennilega áhrifa- 14

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.