Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1971, Qupperneq 36

Æskan - 01.11.1971, Qupperneq 36
Bakkabönd Útsaumuð bakkabönd eru skemmtileg jólagjöf. Nota má böndin í baðherbergi, snyrtiherbergi eða gestaherbergi. Eins og þið sjáið á mynd 3, fer það vel. Á mynd 1 er rósinkransinn mynztrið, sem saumað er í böndin f fullri stærð. Bezt er að nota hörléreft, og þá er saumað með amagu- garni. Lengd efnis er 120 cm en breidd 12 cm, litirnir í rósinkransinum eru Ijósrautt, dökkrautt og grænt, 1 dokka af hverjum lit nægir. Aðferð: Mælið 2 cm frá brún og byrjið eftir mynztrinu; þegar þið hafið lok- ið við einn krans, þá teljið þið 14 þræði niður og byrjið á næsta kransi, þannig haldið þið áfram þar til 8 kransar eru saum- aðir á hvert band, sem verður framhlið. Pressið vel á röngunni og faldið í brúnir efnis Vi cm fald, saumið saman böndin, svo saumur verði á miðju bandi og smeyg- ið síðan gegnum góðan tré- eða málmhring og saumið síðan saman á bakhlið. V I Það, sem búálfnrinn lærði á aðfangadagskvold jfl^^ jflú var masað uppi á loftinu. ,,Ó! Ho! Já! — Ó! Ho! Já! Nú eru jólin / komin aftur!“ Það var búálfurinn, sem sagði þetta. Svo setti hann nefið upp i loft og hnusaði. Og svo sagði hann: „Jæja, ^9^ gott er það, að húsbændurnir hafa ekki gieymt búálfinúm sinum í ár, þó að minna sé orðið um jólamatinn nú, en var í gamla daga.“ Og svo skimaði hann kringum sig. Þarna á miðju gólfi stóðu allar krásirnar. Þarna stóð grautarskál með þykku lagi af kanil og sykri ofan á, smjörholu í miðju en möndlur stungu upp hvítum kollinum hér og hvar um alla skálina, gegnum rauðbrúnt kanil-lagið. Á diski þar hjá stóð vænn biti af gæsasteik og lagði af henni ilminn, og ekki hafði gleymzt að setja þarna stóra könnu með jólaöli. Hans litli, gárunginn á bænum, hafði auk þess sett litið jólatré með stjörnu inn til búálfsins. Búálfurinn neri saman höndum af ánægju. Svo settist hann og tók til matar síns. Hann tók stóra skeið af graut, en áður en hún var komin í munninn heyrði hann sagt með aumingjalegri og veikri rödd: ,,Biddu við!" Búálfurinn varð svo hræddur, að hann missti skeiðina á gólfið. „Hver er þar?“ spurði hann. „Það er bara ég,“ sagði eitt hrisgrjónið. „Og hvað vilt þú mér, örkvisinn þinn?" „Mér sýndist þú vera svo gráðugur, að ég ætlaði að biðja þig að éta okkur ekki alveg upp.“ „Ég hef það nú eins og mér sýnist." „Þá ertu heimskur." „Hvernig þá?“ „Ef þú leifir svolitlu af matnum, getum við grjónin, sem eftir verðum, sagt þér ævisögu okkar, og því gætirðu haft gaman af.“ Búálfurinn fór að hugsa um þetta — ----------jú, vist gæti hann það; hann þyrfti ekki að leifa svo miklu, einum spæni eða svo, einum sopa af öli og ofurlitilli tætlu af gæsarbjórnum. Og svo gæddi hann sér á matnum. En þegar hann var orðinn saddur, strauk hann siða skeggið sitt, en hrís- grjónið tók til máls: „Að vísu er ég minnst hér i hópnum, minni en mandlan, gæsin, tréð og jólastjarnan, en ég er nú samt mikilsverðasta sáðkornið í veröldinni. Hundruð milljóna manna í Kína, Japan, Persíu og Arabiu lifa nærri þvi eingöngu á mér!“ „Uss!" hneggjaði gæsin. „Jú, þetta er satt. Og það er gaman að rækta mig. Ég vex upp úr akri, sem stendur undir vatni, og það eru ekki nema öxin, sem standa upp úr vatninu — og allur þessi raki gerir loftslagið óheilnæmt." Og hrisgrjónið sagði frá mörgu merkilegu í ókunnu löndunum, þar sem það vex, og gat þess, að það hefði verið ræktað i Kína mörg þúsund árum áður en Kristur fæddist. „Þetta er nú gott og blessað," sagði búálfurinn, „en voru það ekki ein- hverjir fleiri, sem ætluðu að segja frá?“ „Jú, ég!“ kallaði mandlan. „Og hvað hefur þú á samvizkunni?" 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.