Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 70

Æskan - 01.11.1971, Page 70
1. atriði. (Venjuleg stofa með borði, stólum og legubekk til hægri. Pabbi og mamma eru ferðbúin í yfirhöfnum. Ari og Ása eru hjá þeim.) ÁSA: Það verður leiðinlegt, þegar búið er að selja Búkollu. PABBI: Já, en þið vitlð vel, börn, að á jólunum eyðlst meira en á öðrum tím- um ársins. Það er ástæðan til þess, að við verðum að selja kúna. MAMMA: Búkollu llður vel, þar sem hún verður. Það getum vlð verið viss um. ÁSA: Við skulum vona það. MAMMA: Farið nú gætilega með eldinn. Þegar klukkan er 4, skuluð þið dúka jólaborðið. Og þá skuluð þið fá ykkur að drekka. Kökurnar eru í bauknum i skápnum, — þar eru líka brauðmenn. Kveikið svo á kertunum á borðinu. Þetta er aðfangadagskvöld. f kvöld er Jesús hjá ykkur. I kvöld verður hann gestur ykkar. Verið viss um það. Hamingjan verl svo með ykkur. Verið þið sæl. PABBI: Verið þið sæl. (Þau fara. Börnin staðnæmast við dyrnar og veifa á eftir þeim.) BÆÐI: Verið þið sæl, pabbi og mamma. Vertu sæl, Búkolla. ÁSA: Gleðileg jól, Búkolla. ÁSA: Frelsarinn kemur í kvöld. Það sagði mamma. ARI: En mamma átti ekki við, að við mund- um sjá hann. Þú veizt, að hann er ósýni- legur. ÁSA: Já, manstu ekki eftir sögunni i biblíu- sögunum? Hann fylgdi tveimur lærisvein- um, sem voru á leið til Emmaus, og þelr þekktu hann, þegar hann braut brauðið. ARI: Já, það var i gamla daga. Síðan eru liðin tvö þúsund ár. Svona kemur ekki fyrir nú á dögum. Ása: Ja, en ef hann kæmi og við gætum séð hann. ARI: Hvað heldurðu, að við fáum í jóla- gjöf? ÁSA: Hvers óskar þú? ARI: Ég veit ekki. Það er um margt að gera. Ég á bæði skauta og skíði. En ég held, að ég vilji helzt fá reglulega skemmtilega bók. ÁSA: Eigum við að spila lúdó? — Og svo dúkum við borðið klukkan fjögur. ARI: Gleymdu ekki jólakertunum. Tjaldlð. 2. atriði. (Ása er að dúka jólaborðið. Arl kemur inn með tvö kerti, sem hann leggur á borðið.) ARI: Þú hefur lagt á borð handa þremur. ÁSA: Já, það getur einhver komið. Það er aðfangadagskvöld. ARI: Nei, það kemur varla neinn fyrr en pabbi og mamma koma. ÁSA: Ég veit ekki — en mér finnst, að einhver muni koma. (Ari gengur að glugganum og lítur út.) ARI: Það er heiðskírt — stjörnur og norð- urljós. En ekki sé ég pabba og mömmu. — Þau koma varla fyrr en eftir klukku- stund. ÁSA: Nú er jólaborðið tilbúið. (Þögn.) ÁSA: Heyrðir þú nokkuð? ARI: Já, mér fannst ég heyra, að elnhver væri að koma. ÁSA (æst): Það er jólagesturinn — jóla- gesturinn. ARI: Það kemur einhver upp tröppurnar. ÁSA: Littu eftir hver það er. (Ari fer út. — Þegar hann kemur Inn aftur, kemur með honum fátæklega klæddur drengur. — Drengurinn stað- næmist við dyrnar. Ari og Ása líta hvort á annað.) DRENGURINN: Get ég fengið að ylja mér? ARI: Hvaðan kemur þú? DRENGURINN: Úr dalnum hinum megin — ég kom yfir fjallið. ÁSA: Þú ert bæði blautur og kaldur. — Seztu á stólinn, svo getur Ari hjálpað þér úr sokkunum. (Drengurinn sezt. Ari krýpur fyrir fram- an hann og hjálpar honum úr skóm og sokkum.) ARI: Hvert ætlar þú? DRENGURINN: Ég veit það ekki. ARI: Hvar áttu heima? DRENGURINN: Þar sem ég fæ að vera hjá góðu fólki. ÁSA: Við ætlum að fara að drekka. Setztu við borðið með okkur. (Drengirnir setjast. Eftir andartak kemur Ása inn með brauð á diski. Ása kveikir á kertunum. Börnin borða og drekka. Gesturinn tekur brauðsneið og brýtur hana ( sundur. Systklnin horfa á hann æst. Máltiðinni er lokið. Drengurinn leggur höfuðið niður á borðplötuna.) ÁSA: Hann er syfjaður. (Við drenginn): Hallaðu þér á legubekkinn. (Drengurinn gengur að legubekknum og leggst fyrir. Ása sækir teppi og breiðir ofan á hann.) ARI: Nú hljóta þau pabbi og mamma að fara að koma. ÁSA: Hafðu ekki hátt. Hann sefur. (Börnin setjast bæði hljóðlega niður.) Tjaldið. 3. atriði. (Foreldrarnlr koma inn með jólaböggla.) FORELDRARNIR: Gleðileg jól. BÖRNIN (hlaupa á mótl þeim): Gleðileg jól, pabbi og mamma. (Foreldrarnir leggja bögglana frá sér.) MAMMA: Jæja, hafið þlð verið óþollnmóð að bíða? (Gengur að legubekknum.) Hver er þarna? ÁSA: Það er fátækur drengur, sem kom hingað. Hann var dauðþreyttur, kaldur og svangur. Má hann ekki vera hér í nótt? PABBI: Á aðfangadagskvöld eru allir vel- komnir. Þá eru allar dyr opnar. ARI: Manstu, Ása, eftir kvæðinu, sem vlð lásum í skólanum, um Jakob, sem var lokaður úti á aðfangadagskvöld? ÁSA: Já, Ari. Ég man eftir því. ARI: Ása hélt, að það væri frelsarinn, þeg- ar við heyrðum til drengslns úti. ÁSA: Ég var svo æst, þegar hann braut brauðið. En það gerðist ekkert mark- vert. ARI: Nei, það gerðist ekkert. Hann er bara áfram fátækur drengur. ÁSA: Ég bjóst við, að það mundi myndast helgibaugur um höfuð hans. ARI: En hann var óbreyttur. MAMMA: Þið hafið samt sem áður teklð á móti frelsaranum, börn. Hann hefur sjálfur sagt: Það, sem þú gjörir elnum af minum minnstu bræðrum, það hefur þú gjört mér. Tjaldið. Þýtt. 68

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.