Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 96

Æskan - 01.11.1971, Side 96
MÁLAÐ Á KERTI Eflaust hafa verið keypt kerti fyrir jólin heima hjá þér. En þótt kertin séu fallega hvít, getur verið gaman að hafa til- breytingu í litum. Og hvers vegna ekki að mála þau fal- lega? En til þess þarftu fyrst að leggja kertin i sterka salt- upplausn. Hana getur þú búið til með því að láta fimm til sex matskeiðar af salti i hálfan litra af vatni. Láttu svo. kertin liggja i þessari upplausn einn til tvo klukkutíma. Þá getur þú byrjað á máluninni. Bezt er að nota oliuliti við verkið. Svo hefur þú auðvitað frjálsar hendur með, hvað þú málar á kertin, það fer alveg eftir þínum eigin smekk. — Gleymdu svo ekki kertastjakanum, ef til vlll þyrfti líka að mála hann. Marcy heitir hún litla stúlk- an í Boston, sem á þessa stóru brúðu, er gengur með henni um göturnar. Vekur þetta mikla athygii vegfarenda. !■: •. ■ !• : : JÖSSIBOLLA Texti: Johannes Farestveit. Teikn.: Solveig M. Sanden 1. Bjössi eltir krakkana inn í skólann, en |>ar er kennarinn að taka utan af nýjuni kennslutækjum. „Hérna sjáið ]>ið nýju sýningarvélina okkar,“ segir hann bros- andi, þegar hann sér áhugaglampann i augum barnanna. — ‘J. „Megum við sjá inyndir!“ kalla þau öll i kór. .1 ú, það ætti að vera hægt. Gluggatjöldin, eru dregin fyrir og vélinni komið á sinn stað. Bjössi og annar drengur eiga að hjálpast að við að koma sýningartjaldinu upp við skólatöfluna, en strákurinn er þá svo óheppinn að missa takið á tjaldinu, svo að ]>að lendir á Bjössa og vefst utan um hann. — 3. „Hvað varð um hann Bjössa?" kallar kennarinn. „Ég var bara að reyna, hvernig |>að væri að vera í tjaldil!" „Nú jæja, en drít'ið nú tjaldið upp, og svo slökkvum við ljósin." — 4. Kennarinn lætur litmynd i vélina og segir: „Á fyrstu myndinni sjáið ]>ið ósvikinn havianapa." En Bjössi er þá einmitt að koma sér í sa‘ti, svo að skugginn af honum t'ellur á tjaldið — og . : enn einu sinni á þessum degi verður Bjössi skotspónn hlátursins. — 5. „Komdu hérna, Bjössi," kallar kennarinn. „I>að er bezt, að ]>ú standir hér við vélina og skiptir um myndir. Ég ætla að standa við tjaldið og útskýra." Kennarinn sýnir nú Bjössa, hvernig liann á að fara að — og gengur svo að tjaldinu. — fi. „Jæja, ]>á er hezt að sýna ykkur þessa mynd af bavíananum,“ segir kennarinn og stendur með prikið tilhúinn að útskýra. En á meðan hefur einum stráknum tekizt að smeygja hréflappa í vélina, án þess að Bjössi veitti þvi eftirtekt — og auðvitað cr ]>að mynd af Bjössa, og enn er rekinn upp tröllahlátur.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.