Mjölnir - 01.01.1902, Page 10

Mjölnir - 01.01.1902, Page 10
8; brýtur botninn úr öllum vínílátum þínum og hleypir á- fengisskolpinu í sorprennurnar, þvi að þar er sæmilegri ataður lianda því en í mannlegum líkama. 0, að þú fengir augu til að sjá og eyru til að heyra tárin og andvörpin, glötunina og tjónið, sem fylgir starfi þíuu! Þú getur cf til vill svæft samvizku þína við glaum og gleði heimsins, vín og viðhöfn, hávaða og harmonilcu- garg, en hvað lengi stoðar slíkt? Innan nolckun'a ára eða nokkurra mánaða verður þú borinn brott, nauðugur, viljugur, raunar ekki í öltunnu heldur í blómþaktri kistu — eu þú kaupir ekki sálu þinni lausn með blómum. Ætlar þú að lauga sál þína í brenni- víni eða ætlarðu að lauga hana í vonloysis tárum kvenna og barna, sem gráta yfii' viðskiptamönnum þínum en for- mæia atvinnu þinni, — þegar þú átt að koma fram fyrir hinn heilaga dómara, sem aldrei gleymir ekkjum og mun- aðarleysingjum, þótt þú og þínir líkar gleymi þeim dag- lega? Porir þú að bjóða drottni hirnins og jarðar byrginn? Yei, vei, þrefalt vei þeiin, sem byvla öðrum áfenga drylcki. Herra regliunaður! Jeg á lijer orðastað við þig, sem reyndar ert ekki í bindiudi, en ert þó engiun drykkjumaður. Jeg býst við að við sjeum sammála um, að ofdrykkjan

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.