Mjölnir - 01.01.1902, Síða 11

Mjölnir - 01.01.1902, Síða 11
a sje mesta tjón, og bindindishréyfingar sjeu því góðar og gagnlegar, ,.ef þær fara ekki of langt“, bætir þú líklega við. Jeg er fús á að bæta því við moð þjer, þótt við líklega eigum eigum ekki við það sama með þessari við- bót. Þú átt að líkindum við það, að hófdrykkjumenn sjeu látnir í friði, en jeg á aðallega við bindindishrokann hjá þeim bindindismönnum, sem þakka — ekki einu sinni guði eins og fariseinn — lieldur sjálfum sjer að þeir sjeu betri en aðrir, jafnvel þótt ýinsir lestir sjeu stundum í fari þeirra, sem eru engu síður andstyggilogir í augum guðs og góðra maiuia en ofdrykkjan er. Jeg ætla ekki að ráðast á hófsemi þína að þessu sinni. Þú hefur heyrt svo opt, að engan langar til að verða ofdrykkjumann í fyrst.u, — unglingarnir með fyrsta staupið eða fyrsta bjórinn ætla allir að drokka í hófi, — og þess vegna leiðir dæmi drykkjumanna enga af rjettri leið, heldur dæmi þitt og þinna líka. — Jeg ætla samt ekki að fara að stæla um þetta við þig, þú gctur hvort sem er elcki hrakið það. —• Jeg ætla að tala um annað, sem við ættum að vera sammála um. Þjer þykir ofdi-ykkjan ill, og kannast við að þeir sjeu illa farnir, sem drekka sig iðulega út úr eða reyta sig inn að skyrtunni fyrir vínföng, þótt börnin þeirra sitji heima köld og svöng. En átt þú ekki að gæta bróður þíns?

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.