Mjölnir - 01.01.1902, Page 15

Mjölnir - 01.01.1902, Page 15
með fótasparki“ eða „vaðmálsvefnaði'1, til að smala mönn- um á fundi. Ef þú skyldir hafa fjelagið að skálkaskjóli fyrir lesti þína, t. d. drekka í laumi, þá snautaðu brott þegar í stað, því að betra er aut.t rúm en illa skipað. Ef þú hefur nokkurn snefil af sómatilfinniugu og ef þú kærir þig ekki um að hver, sem mætir þjer á götu, geti með rökum kallað þig dóna, þá hættu að veifa bindindisflaggi meðan þú hefur brennivínsflösku í barminum. Mundu eptir því og muni það allir, að engir gjfira biudindismál- inu jafu mikinn ekaða og skömm eins og laundrykkju- mennirnir. •— Illa er þeirri stúku komið, sem eyðir hálf- um fundartíma sínum í að þrefa um og lappa upp á gamla eða unga laundrykkjumenn; þeim er það ekkert gagh og því síður stúkunni. Ef þú ert bindindismaður i fullri alvöru, þ.i mundu eptir að það or ótal margt fleira, sem þarf að gjöra fyrir málefni vort, en að tala á fundum. Sumir virðast leggja í vana sinn að koma aldrei svo á fund að þeir „talci ekki til máls“ í hverju einasta máli,- sem kemur fyrir, og gjöri sjer far um að komast í þref um hvert smáatriði. I aug- um sjálfx'a sín eru þessir meun sjálfsagt einstaldega þarfir og skemrntilegir, en þeir geta reitt sig á, að þeir verða tiltölulega fljótt einstaklega óþarfir og óskemmtilegir í augum allra hugsandi manna. Það er ekkert skemmtilegt að koma á futrd, þar sem allir sitja með stein í munnin- um, en það er litlu betra að koma þangað, þar sem mál-

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.